Móðurmál og makaskipti
Hér á eftir verður rætt um ný og góð orð, vond orð sem má eyða, og hvernig kommuskortur veldur misskilningi.
Skortur og skilningur
Kaflabrot úr bók Stefáns Jóns Hafsteins var birt í helgarblaði og þar má lesa þessa setningu:
„Smávaxni vörðurinn sem starfar hjá öryggisgæslufyrirtæki sem við skiptum við á eiginkonu sem er komin á blað og orðin hluti af alþjóðlegri tölfræði.“
Kommuskorturinn varð þess valdandi að ég hélt fyrst að þarna væri Stefán Jón að ljóstra upp um ægilegt leyndarmál úr einkalífi sínu. Ég mæli með fleiri kommum, ekki bara í pólitískum skilningi.
Nýtt og vont frumvarp, nýtt og gott orð
Fyrirhugað frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra um náttúrupassa fær vægast sagt slæmar undirtektir. Jú, það eru eflaust einhverjir sem sjá sér fjáröflunarvon við eftirlit eða útgáfu passans, og svo eru það þeir sem munu vilja nýta sér að í frumvarpinu segir að það megi gera undanþágur frá náttúrupassanum fyrir þá sem vilja rukka sjálfstætt, s.s. við Mývatn eða Kerið. Enda er þetta frumvarp einkavinavæðingarflokksins. En öllum öðrum en æstustu frjálshyggjumönnum og eldheitum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins finnst þetta hræðilegt frumvarp.
Stjórnarandstaðan, ferðaþjónustan, náttúruverndarsamtök, hreint allir hafa lýst andstöðu við náttúrupassafyrirkomulagið. En sá sem orðaði gagnrýni sína best er Guðmundur Andri Thorsson, sem kom fram með nýyrðið blóðbergsskattur.
Vont orð sem má eyða
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var 1. desember. Tímarit HIV Íslandi heitir Rauði borðinn og það barst mér í hendur á dögunum. Þar mátti lesa um gjörning sem var framin á Menningarnótt en ég hafði ekkert heyrt um. Gjörningurinn var rökrétt framhald af grein sem birtist í Rauða borðanum fyrir ári þar sem rætt var um hvaða orð ætti að nota um sjúkdóminn sem heitir AIDS á ensku en var í fyrstu kallaður ónæmistæring eða alnæmi en var einnig kallaður eyðni. Eitt af þessum orðum var svo greftrað með gjörningi á Menningarnótt nú í sumar.
Ég hef aldrei notað þetta orð en hvet lesendur (og það fólk sem rambar inná bloggsíðuna með því að gúggla þessu orði) til að hætta að nota orðið eyðni.
Skortur og skilningur
Kaflabrot úr bók Stefáns Jóns Hafsteins var birt í helgarblaði og þar má lesa þessa setningu:
„Smávaxni vörðurinn sem starfar hjá öryggisgæslufyrirtæki sem við skiptum við á eiginkonu sem er komin á blað og orðin hluti af alþjóðlegri tölfræði.“
Kommuskorturinn varð þess valdandi að ég hélt fyrst að þarna væri Stefán Jón að ljóstra upp um ægilegt leyndarmál úr einkalífi sínu. Ég mæli með fleiri kommum, ekki bara í pólitískum skilningi.
Nýtt og vont frumvarp, nýtt og gott orð
Fyrirhugað frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra um náttúrupassa fær vægast sagt slæmar undirtektir. Jú, það eru eflaust einhverjir sem sjá sér fjáröflunarvon við eftirlit eða útgáfu passans, og svo eru það þeir sem munu vilja nýta sér að í frumvarpinu segir að það megi gera undanþágur frá náttúrupassanum fyrir þá sem vilja rukka sjálfstætt, s.s. við Mývatn eða Kerið. Enda er þetta frumvarp einkavinavæðingarflokksins. En öllum öðrum en æstustu frjálshyggjumönnum og eldheitum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins finnst þetta hræðilegt frumvarp.
Stjórnarandstaðan, ferðaþjónustan, náttúruverndarsamtök, hreint allir hafa lýst andstöðu við náttúrupassafyrirkomulagið. En sá sem orðaði gagnrýni sína best er Guðmundur Andri Thorsson, sem kom fram með nýyrðið blóðbergsskattur.
Vont orð sem má eyða
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn var 1. desember. Tímarit HIV Íslandi heitir Rauði borðinn og það barst mér í hendur á dögunum. Þar mátti lesa um gjörning sem var framin á Menningarnótt en ég hafði ekkert heyrt um. Gjörningurinn var rökrétt framhald af grein sem birtist í Rauða borðanum fyrir ári þar sem rætt var um hvaða orð ætti að nota um sjúkdóminn sem heitir AIDS á ensku en var í fyrstu kallaður ónæmistæring eða alnæmi en var einnig kallaður eyðni. Eitt af þessum orðum var svo greftrað með gjörningi á Menningarnótt nú í sumar.
„Við erum hér saman komin til að greftra orðið „eyðni“. Orðið er dautt og ómerkt. Við þökkum það sem við höfum lært af orðinu og hrósum happi yfir því að vera aðeins HIV-jákvæð. Við tökum vald okkar aftur og munum nota það í baráttu fyrir afglæpavæðingu HIV-jákvæðra, aðgangi allra jarðarbúa að HIV-lyfjum og sátt við umhverfið.“
Ég hef aldrei notað þetta orð en hvet lesendur (og það fólk sem rambar inná bloggsíðuna með því að gúggla þessu orði) til að hætta að nota orðið eyðni.
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál, íslenskt mál, pólitík, umhverfismál
<< Home