Bakþankarugl
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar stundum bakþankapistla í Fréttablaðið. Í dag ákvað hún að gera að umtalsefni ákvörðun breskrar nefndar um að banna tilteknar kynlífsathafnir í klámmyndum. Það er tvennt sem ég hef við pistil Hildar að athuga (ég læt fyrirsögnina liggja milli hluta en hún fór ekki vel með morgunmatnum mínum). Í fyrsta lagi leggur hún í pistlinum að jöfnu baráttu samkynhneigðra og klám, sem mér finnst í hæsta máta ósmekklegt. Í öðru lagi leggur hún að jöfnu kynlífsathafnir í klámmyndum og kynlífsathafnir sem tjáningu á trausti og ást.
Fyrir margt löngu skrifaði ég þetta:
Veit Hildur — sem var framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna — ekki um napra stöðu kvenna í klámmyndabransanum? Þær, einsog konur í vændi og strippi koma að langstærstum hluta úr slæmum félagslegum aðstæðum og/eða eru fíklar. Þær hafa nánast allar verið beittar kynferðisofbeldi, flestar áður en þær urðu fullorðnar.
Ég veit ekki um forsendur þessarar bresku nefndar (mér hefði fundist nær að hún leggði til algert bann við klámmyndagerð) en Hildur þykist vita að nefndarmönnum hafi einfaldlega fundist flengingar, hnefun og saflát ógeðsleg. Það má vera, en getur ekki verið að nefndin hafi líka haft áhyggjur af því að þessar athafnir yrðu, með tilstuðlan netsins sem dreifir þessum klámmyndum, næsta „allir verða að gera svona til að vera gjaldgengir í kynlífi“, rétt einsog kynfærarakstur og endaþarmsmök? Eða jafnvel haft áhyggjur af líkamlegri heilsu klámleikkvenna? Er bara eðlilegt að hnefun sé partur af vinnunni þeirra, einsog endaþarmsmök virðast vera? Og, svo ég víki aftur að orðalagi bakþankapistilsins: Hvernig er hægt að segja að slíkar athafnir séu trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga þegar báðir aðilar gera þetta (eða það er gert við þá) gegn greiðslu, sér til framfærslu? Ja, nema auðvitað að til að geta, með vísun í orðið ástartjáning sagt að þetta snúist um „tjáningarfrelsi“, sem er einhver sorglegasta afsökun þeirra sem réttlæta klám.
Bakþankapistillinn er auðvitað skrifaður gegn því sem frjálshyggjupostular kalla forræðishyggju. Þessvegna er blandað saman kynlífi og klámi til að láta í það skína að þetta sé fyrsta skefið að því að banna fólki að stunda það kynlíf sem það vill.
„Með sama hætti er það svo að þótt einhverjum þyki tilteknar kynlífsathafnir skrýtnar og afbrigðilegar þá geta þær hvort sem okkur líkar betur eða verr verið jafnmikil trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga sem eru þannig innstilltir.“Sér hún engan mun á því sem fólk gerir sín á milli í kynlífi sem tjáningu á trausti og ást (eða bara sér til skemmtunar) og því að gera það á launum fyrir framan myndavélar, ætlað til dreifingar um heiminn?
Fyrir margt löngu skrifaði ég þetta:
„Fólki sem þykir kynlíf gott, fallegt og skemmtilegt, er óskiljanlegt hvernig hægt er að rugla saman nauðgun og kynlífi, vændi og kynlífi eða klámi og kynlífi.“
Veit Hildur — sem var framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna — ekki um napra stöðu kvenna í klámmyndabransanum? Þær, einsog konur í vændi og strippi koma að langstærstum hluta úr slæmum félagslegum aðstæðum og/eða eru fíklar. Þær hafa nánast allar verið beittar kynferðisofbeldi, flestar áður en þær urðu fullorðnar.
Ég veit ekki um forsendur þessarar bresku nefndar (mér hefði fundist nær að hún leggði til algert bann við klámmyndagerð) en Hildur þykist vita að nefndarmönnum hafi einfaldlega fundist flengingar, hnefun og saflát ógeðsleg. Það má vera, en getur ekki verið að nefndin hafi líka haft áhyggjur af því að þessar athafnir yrðu, með tilstuðlan netsins sem dreifir þessum klámmyndum, næsta „allir verða að gera svona til að vera gjaldgengir í kynlífi“, rétt einsog kynfærarakstur og endaþarmsmök? Eða jafnvel haft áhyggjur af líkamlegri heilsu klámleikkvenna? Er bara eðlilegt að hnefun sé partur af vinnunni þeirra, einsog endaþarmsmök virðast vera? Og, svo ég víki aftur að orðalagi bakþankapistilsins: Hvernig er hægt að segja að slíkar athafnir séu trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga þegar báðir aðilar gera þetta (eða það er gert við þá) gegn greiðslu, sér til framfærslu? Ja, nema auðvitað að til að geta, með vísun í orðið ástartjáning sagt að þetta snúist um „tjáningarfrelsi“, sem er einhver sorglegasta afsökun þeirra sem réttlæta klám.
Bakþankapistillinn er auðvitað skrifaður gegn því sem frjálshyggjupostular kalla forræðishyggju. Þessvegna er blandað saman kynlífi og klámi til að láta í það skína að þetta sé fyrsta skefið að því að banna fólki að stunda það kynlíf sem það vill.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, Klám, Verkalýður
<< Home