föstudagur, desember 12, 2014

Föstudagurinn tólfti er hinn nýi föstudagurinn þrettándi

Það hýrnaði yfir mér þegar ég las fréttir þess efnis að ekki væru húsin á Landsímareitnum við Austurvöll bara búin að skipta um eigendur heldur ætluðu nýju eigendurnir að leggja áform um hótelbyggingu til hliðar.

Það leið um það bil klukkutími þar til gleðinni yfir þessum fréttum var svipt burt. Þá bárust þær fréttir að Alþingi hefði samþykkt að virðisaukaskattur á mat og bækur hækki úr sjö í ellefu prósent.

Ríkisstjórnin heldur því semsagt til streitu að hækkun matarverðs bitni ekki á þeim sem þurfa að kaupa mat, og lætur áskoranir rithöfunda um að hækka ekki bókaverð eins og vind um eyrun þjóta. Og ekki er skárra útlitið með Ríkisútvarpið sem á að mola mélinu smærra.

Nokkrum klukkutímum síðar birtist svo frétt þar sem sagði að „Þótt áformum um hótelbyggingu á Landsímareitnum hafi verið slegið á frest, eru þau ekki úr sögunni, samkvæmt nýjum eigendum“.

Þar með var dagurinn endanlega ónýtur.


Efnisorð: , ,