Traustið sem tapaðist og tapaðist
Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar tekið var viðtal við Magnús Leópoldsson í Kastljósi kvöldsins og sýnd var leirstyttan sem var gerð eftir mynd af honum (og almenningi talinn trú um að leirstyttan væri gerð eftir lýsingu sjónarvotta), að um aldamótin gerði myndlistarkona eftirmynd þessarar leirstyttu. Auðvitað má ekki kalla listaverk eftirmynd, þetta var sjálfstæður skúlptúr, sem þó var áminning um Geirfinnsmálið og hvernig kerfið fór með fólk sem var saklaust af því sem uppá það var borið.
Þessi skúlptúr var sýndur á sýningu sem kallaðist Dyggðirnar sjö að fornu og nýju og voru listaverk tengd dyggðunum sýnd bæði í Listasafninu á Akureyri en einnig utandyra í Stekkjargjá á Þingvöllum. Skúlptúrinn sem um ræðir var túlkun listamannsins á trausti en traust var ein af þeim dyggðum sem fólk nefndi um aldamótin þegar gerð var könnun á því hvaða dyggðir Íslendingar mátu mestar. Þær reyndust vera heiðarleiki, hreinskilni, jákvæðni, traust, dugnaður, heilsa og fjölskylda-vinátta. Höfuðdyggðirnar til forna voru aftur á móti viska, hugrekki, hófstilling og réttlæti og allar aðrar dyggðir heyra undir þær. Þannig flokkast heiðarleiki nútímaíslendinga undir réttlæti og það gerir traust líka.*
Listaverkið sem túlkaði dyggðina traust var semsagt þessi leirhaus sem stóð á stöng og minnti helst á níðstöng. Verkið er eftir Ólöfu Nordal sem einnig hefur gert ýmis útilistaverk í Reykjavík: Geirfugl í fjörunni við Ægissíðu, minningatorgið Bríetarbrekku við Þingholtsstræti, og nú síðast hina himingnæfandi grænu Þúfu við Reykjavíkurhöfn. Hún gerði einnig verk sem oft sést í sjónvarpsfréttum, hljóðverkið vituð ér enn – eða hvat? í Alþingishúsinu.
Hér er rétt að geta þessi að listakonan Ólöf Nordal er ekki fyrrverandi alþingismaður. En listakonan Ólöf sagði þetta um listaverkið:
Vonandi er náfrænka og alnafna listakonunnar, sem nú er sest í stól innanríkisráðherra og fer því með vald dómsmálaráðherra, minnug listaverksins og þess trausts sem hefur tapast og þarf að vinna upp aftur.
___
* Textar um sýninguna eru úr Lesbókinni og grein um dyggðirnar eftir Salvöru Nordal í TMM 2002:2, og tilvitnun í Ólöfu er af síðu Listasafnsins á Akureyri þar sem einnig má sjá mynd af skúlptúrnum.
Þessi skúlptúr var sýndur á sýningu sem kallaðist Dyggðirnar sjö að fornu og nýju og voru listaverk tengd dyggðunum sýnd bæði í Listasafninu á Akureyri en einnig utandyra í Stekkjargjá á Þingvöllum. Skúlptúrinn sem um ræðir var túlkun listamannsins á trausti en traust var ein af þeim dyggðum sem fólk nefndi um aldamótin þegar gerð var könnun á því hvaða dyggðir Íslendingar mátu mestar. Þær reyndust vera heiðarleiki, hreinskilni, jákvæðni, traust, dugnaður, heilsa og fjölskylda-vinátta. Höfuðdyggðirnar til forna voru aftur á móti viska, hugrekki, hófstilling og réttlæti og allar aðrar dyggðir heyra undir þær. Þannig flokkast heiðarleiki nútímaíslendinga undir réttlæti og það gerir traust líka.*
Listaverkið sem túlkaði dyggðina traust var semsagt þessi leirhaus sem stóð á stöng og minnti helst á níðstöng. Verkið er eftir Ólöfu Nordal sem einnig hefur gert ýmis útilistaverk í Reykjavík: Geirfugl í fjörunni við Ægissíðu, minningatorgið Bríetarbrekku við Þingholtsstræti, og nú síðast hina himingnæfandi grænu Þúfu við Reykjavíkurhöfn. Hún gerði einnig verk sem oft sést í sjónvarpsfréttum, hljóðverkið vituð ér enn – eða hvat? í Alþingishúsinu.
Hér er rétt að geta þessi að listakonan Ólöf Nordal er ekki fyrrverandi alþingismaður. En listakonan Ólöf sagði þetta um listaverkið:
„Hausinn sem ég mótaði í leir er táknmynd úr sögu lýðræðisins sem minnir okkur á, að það traust sem við veitum ríkinu er ekki sjálfgefinn hlutur. Hann er vandmeðfarinn og ef traustið tapast þá tekur langan tíma að vinna það upp aftur. Ég óskaði eftir að dómsmálaráðherra afhjúpaði styttuna.“
Vonandi er náfrænka og alnafna listakonunnar, sem nú er sest í stól innanríkisráðherra og fer því með vald dómsmálaráðherra, minnug listaverksins og þess trausts sem hefur tapast og þarf að vinna upp aftur.
___
* Textar um sýninguna eru úr Lesbókinni og grein um dyggðirnar eftir Salvöru Nordal í TMM 2002:2, og tilvitnun í Ólöfu er af síðu Listasafnsins á Akureyri þar sem einnig má sjá mynd af skúlptúrnum.
Efnisorð: dómar, Innflytjendamál, menning, Sjónvarpsþættir
<< Home