Vera svolítíð minni druslur
Af ýmsum ástæðum rambaði ég inná vef Andríkis, en hann nenni ég yfirleitt ekki að lesa. Rakst þar á gagnrýni á Druslugönguna sem gengin var í sumar.
Þar segir m.a.
Það er ekki síst drusluleg hegðun sem konur eru ásakaðir fyrir þegar þær segja að sér hafi verið nauðgað. Sú ásökun heyrist ekkert síður nú en þegar Örn Clausen var á dögum. Gegn því viðhorfi þarf að berjast.
Þar segir m.a.
„En hverjir hafa þessi viðhorf sem göngumenn segjast berjast gegn? Fréttamenn, sem ár eftir ár segja sömu fréttirnar af væntanlegri „druslugöngu“, hafa þeir velt því fyrir sér? Bera grunaðir nauðgarar þessu við, að fórnarlambið hafi verið klætt eins og drusla og því allt í lagi? Hafa verjendur notað þessar röksemdir? Hefur einhver saksóknari eða réttargæslumaður fengið þessar varnir framan í sig?Þegar ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér viðhorf Arnar Clausen sem á árum áður var mikilvirkur verjandi karla sem kærðir voru fyrir nauðgun. Áður hef ég reyndar vitnað í þessi orð hans, en nú hafði ég þó fyrir því að finna þau á prenti. Þetta er úr DV sem þarna vísar í Pressuna þar sem rætt var við fimm manns um sönnunarbyrði í nauðgunarmálum, en það eru ummæli Arnar Clausen um druslulega hegðun kvenna sem ég vil vekja athygli á hér.
… En enginn þeirra virðist spyrja hvort einhver hafi talað svona á Íslandi eða hvenær.“
Það er ekki síst drusluleg hegðun sem konur eru ásakaðir fyrir þegar þær segja að sér hafi verið nauðgað. Sú ásökun heyrist ekkert síður nú en þegar Örn Clausen var á dögum. Gegn því viðhorfi þarf að berjast.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, frjálshyggja, Nauðganir
<< Home