Fyrirsjáanlegt hjá boltaíþróttaáhugakörlunum
Ji hvað ég varð hissa þegar karlmaður sem stundar boltaíþrótt var kjörinn íþróttamaður ársins 2014 af boltaíþróttaáhugakörlunum í Samtökum íþróttfréttamanna. Kom alveg stórkostlega á óvart.
Fyndið samt að kallinn sem hélt ræðu talaði sérstaklega um gagnrýnina sem hefði dunið á þeim og í smástund hélt ég að þeir hefðu í alvöru tekið mark á henni. En svo hélt hann áfram og ég gat ekki betur heyrt [tek það til endurskoðunar ef einhver birtir ræðuna*] en hann segði að þeir sem spila boltaíþróttir ættu möguleika á að lifa af íþróttinni en fólk sem keppti í öðrum greinum væri alltaf uppá mömmu og pabba komið — og þessvegna ætti það ekki séns á að verða íþróttamenn ársins? Semsagt, ef þú leggur rosa mikið á þig en færð ekki samning við boltalið í útlöndum geturðu bara gleymt þessu. Sem eru auðvitað frábær skilaboð til allra annarra íþróttamanna.
Það þýðir samt jafn lítið og venjulega að svekkja sig á þessu vali. Þetta eru og verða fávitar.
___
* Viðbót eftir að hafa lesið bloggfærslu Gísla málbeins: ræðan er hér, ég stend við túlkun mína á henni.
Fyndið samt að kallinn sem hélt ræðu talaði sérstaklega um gagnrýnina sem hefði dunið á þeim og í smástund hélt ég að þeir hefðu í alvöru tekið mark á henni. En svo hélt hann áfram og ég gat ekki betur heyrt [tek það til endurskoðunar ef einhver birtir ræðuna*] en hann segði að þeir sem spila boltaíþróttir ættu möguleika á að lifa af íþróttinni en fólk sem keppti í öðrum greinum væri alltaf uppá mömmu og pabba komið — og þessvegna ætti það ekki séns á að verða íþróttamenn ársins? Semsagt, ef þú leggur rosa mikið á þig en færð ekki samning við boltalið í útlöndum geturðu bara gleymt þessu. Sem eru auðvitað frábær skilaboð til allra annarra íþróttamanna.
Það þýðir samt jafn lítið og venjulega að svekkja sig á þessu vali. Þetta eru og verða fávitar.
___
* Viðbót eftir að hafa lesið bloggfærslu Gísla málbeins: ræðan er hér, ég stend við túlkun mína á henni.
<< Home