Magdalenur og makríll
Myndin Philomena var erfiðari en ég hélt. Hafði reyndar litla hugmynd um hvað hún fjallaði, annað en konu að leita að syni sínum sem hún ól ekki upp, og vissi ekki að þetta væri sönn saga konu sem átti barn í einu af hinum alræmdu Magdalenuklaustrum á Írlandi (þetta er ekki fyrsta myndin um það efni). Þar var ungum „bersyndugum“ stúlkum haldið nauðugum, látnar vinna þrælavinnu í þvottahúsum klaustranna, og börn þeirra tekin af þeim og gefin (eða seld) til ættleiðingar.
Ýmislegt mætti segja um þetta kristilega framferði nunnanna og yfirleitt um kaþólsku kirkjuna, en vegna þess að nú eru jól þá segi ég auðvitað ekki múkk. Mest er ég samt hissa á að Ríkissjónvarpið skuli sýna svona mynd á jólakvöld, kannski er verið að stríða þeim sem vilja með annarri hendinni auka veg kristninnar í landinu (helst með skylduheimsóknum skólabarna sem hafa bara gott af að heyra guðsorð í guðshúsi)og hinni berja niður Ríkisútvarpið sem er bæði með trúverðugustu fréttastofuna og fjölbreytilegasta menningarefnið.
Þegar ég svo kíkti á fréttir eftir að hafa lokið við að horfa á myndina, blasti við frétt á forsíðu RÚV.is sem vakti athygli mína. Og þá vill svo til að einn þeirra sem mjög hefur haft sig frammi í kristilegu skólaheimsóknadeildinni tjáir sig í fréttinni.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Íslendingar hjálpi Rússum í efnahagsvandræðum þeirra. Vesturlönd (þ.á m. Ísland) hafa sett viðskiptabann á Rússland vegna framferðis þeirra í garð Úkraínu, en Ásmundur vill að við seljum þeim makríl. Útaf því að við græðum á því, sjáiði til. Viðskiptabönn eru ekki fyrir okkur, við erum varla partur af alþjóðasamfélaginu, allavega ekki ef ekkert er á því að græða.
Til að hnykkja því að þetta sé rétt skref minnir Ásmundur á að við eigum Rússum skuld að gjalda og rifjar upp að Rússar hafi boðist til að lána Íslendingum fé eftir bankahrun þegar fáir aðrir hafi gert það. Þar á hann við risastóra lánið sem Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankanstjóri tilkynnti í miðju bankahruni að kæmi til bjargar. Það reyndist ekki rétt, og er þá aftur farið pent í að orða hlutina. En skemmtilegt samt að rifja það upp.
Þessi frétt létti lund mína mjög eftir bíómyndina og þegar ég kom þar í fréttinni sem Ásmundur segir að honum hafi verið ráðlagt að hafa ekki orð á þessu en hann hafi samt látið vaða — skellti ég uppúr, minnug „greinarinnar sem mátti ekki skrifa“ sem endaði í tárum.
Ásmundur er auðvitað einn af stóru strákunum og mun ekki gráta. Enda forhertur einsog fleiri sem minnst hefur verið á hér að ofan.
Ýmislegt mætti segja um þetta kristilega framferði nunnanna og yfirleitt um kaþólsku kirkjuna, en vegna þess að nú eru jól þá segi ég auðvitað ekki múkk. Mest er ég samt hissa á að Ríkissjónvarpið skuli sýna svona mynd á jólakvöld, kannski er verið að stríða þeim sem vilja með annarri hendinni auka veg kristninnar í landinu (helst með skylduheimsóknum skólabarna sem hafa bara gott af að heyra guðsorð í guðshúsi)og hinni berja niður Ríkisútvarpið sem er bæði með trúverðugustu fréttastofuna og fjölbreytilegasta menningarefnið.
Þegar ég svo kíkti á fréttir eftir að hafa lokið við að horfa á myndina, blasti við frétt á forsíðu RÚV.is sem vakti athygli mína. Og þá vill svo til að einn þeirra sem mjög hefur haft sig frammi í kristilegu skólaheimsóknadeildinni tjáir sig í fréttinni.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Íslendingar hjálpi Rússum í efnahagsvandræðum þeirra. Vesturlönd (þ.á m. Ísland) hafa sett viðskiptabann á Rússland vegna framferðis þeirra í garð Úkraínu, en Ásmundur vill að við seljum þeim makríl. Útaf því að við græðum á því, sjáiði til. Viðskiptabönn eru ekki fyrir okkur, við erum varla partur af alþjóðasamfélaginu, allavega ekki ef ekkert er á því að græða.
Til að hnykkja því að þetta sé rétt skref minnir Ásmundur á að við eigum Rússum skuld að gjalda og rifjar upp að Rússar hafi boðist til að lána Íslendingum fé eftir bankahrun þegar fáir aðrir hafi gert það. Þar á hann við risastóra lánið sem Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankanstjóri tilkynnti í miðju bankahruni að kæmi til bjargar. Það reyndist ekki rétt, og er þá aftur farið pent í að orða hlutina. En skemmtilegt samt að rifja það upp.
Þessi frétt létti lund mína mjög eftir bíómyndina og þegar ég kom þar í fréttinni sem Ásmundur segir að honum hafi verið ráðlagt að hafa ekki orð á þessu en hann hafi samt látið vaða — skellti ég uppúr, minnug „greinarinnar sem mátti ekki skrifa“ sem endaði í tárum.
Ásmundur er auðvitað einn af stóru strákunum og mun ekki gráta. Enda forhertur einsog fleiri sem minnst hefur verið á hér að ofan.
Efnisorð: alþjóðamál, Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, trú
<< Home