Verðlaunið þessa konu
Tilnefningar til heimsfrægra verðlauna hafa verið mikið í umræðunni af gefnu tilefni. Ekki vil ég gagnrýna það á neinn hátt en vil hinsvegar líka fá að tilnefna prýðilegan kandídat til útlendra verðlauna. Sú sem er vel að öllum verðlaunum komin, ekki síst fyrir síðustu skrif, sín er Sif Sigmarsdóttir. Hún hefur skrifað í Fréttablaðið um nokkurra ára skeið og hafa pistlar hennar verið uppspretta mikillar ánægju á mínu heimili.
Stundum hef ég minnst á pistla Sifjar hér á blogginu enda þótt ég hafi ekki áður skrifað um þá eingöngu (sbr. 1,2,3,4) en alltaf hefur það verið vegna þess að ég er ánægð með þá og hef viljað benda sem flestum á að njóta þeirra. Mun fleiri pistlar eftir Sif en þeir sem ég hrósaði og vísaði á hafa verið góðir (hér er hægt að nálgast þá alla) en í dag var pistill hennar „Je Suis Kalli — leikþáttur í þremur hlutum“ einstaklega vel heppnaður.
Til þessa hef ég ekki hrósað pistlum Sifjar nógsamlega. Nú mælist ég til þess að Sif Sigmarsdóttir fái Pulitzerinn og Nóbelsverðlaunin, lágmark.
Stundum hef ég minnst á pistla Sifjar hér á blogginu enda þótt ég hafi ekki áður skrifað um þá eingöngu (sbr. 1,2,3,4) en alltaf hefur það verið vegna þess að ég er ánægð með þá og hef viljað benda sem flestum á að njóta þeirra. Mun fleiri pistlar eftir Sif en þeir sem ég hrósaði og vísaði á hafa verið góðir (hér er hægt að nálgast þá alla) en í dag var pistill hennar „Je Suis Kalli — leikþáttur í þremur hlutum“ einstaklega vel heppnaður.
Til þessa hef ég ekki hrósað pistlum Sifjar nógsamlega. Nú mælist ég til þess að Sif Sigmarsdóttir fái Pulitzerinn og Nóbelsverðlaunin, lágmark.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, pólitík
<< Home