Þegar niðurstaðan er óvænt verða andstæðingarnir kjaftstopp
Andfeministar hafa hamast gegn því sem stundum er kallað jákvæð mismunun, sértækar aðgerðir eða kynjakvóti eftir því sem við á þegar átt er við tímabundnar aðgerðir til að jafna stöðu kvenna í stjórnmálum eða á vinnumarkaði. Þeir vilja halda í gömlu aðferðina að ef karl og kona sækja um sama starfið þá er karlinn alltaf ráðinn. Skiptir þá engu menntun, reynsla konunnar eða önnur hæfni sem stundum er meiri en karlsins. Með því móti fá konur ekki störf sem áður voru einokuð af körlum eða eftirsóknarverð störf, þær komast ekki til metorða. Þessvegna hefur verið brugðið á það ráð að komi sú staða upp að sæki karl og kona um starf og bæði reynast jafnhæf þá skal ráða konuna. Með tímanum ætti kynjahlutfallið þannig að jafnast út og vonandi kemur að því að fjöldi kvenna og karla í ákveðnum starfstéttum eða stöðum er jafn.
Þegar verður misbrestur á þessu og karlinn er ráðinn enda þótt konan sé hæfari (og jafnvel þótt fáar eða engar konur eru í þessu eða sambærilegu starfi), hefur konan þess kost að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Þegar svo kærunefndin ályktar sem svo að ráða hefði átt konununa þá bregðast allrahanda karlrembur og aðrir andfeministar illa við. Talað er um forréttindafeminisma og ég veit ekki hvað og hvað.
Nema hvað. Í gær var sagt frá því að ríkislögreglustjóri hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla þegar hann skipaði konu í starf lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins. Konan sem var ráðin var nefnilega minna hæf (miðað við hvað ætlast var til samkvæmt auglýsingu) en þrír aðrir umsækjendur sem allir voru karlar. Einn karlanna kærði til kærunefndar jafnréttismála. Og sú vonda kærunefnd, sem að sögn andfeminista sífellt hyglir óhæfum konum, kvað semsagt upp þann úrskurð að ríkislögreglustjóri hefði brotið jafnréttislög.
Þegar þetta er ritað eru komnar fjórtán athugasemdir við fréttina um úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Tvær athugasemdanna eru eftir konu, hinar tólf eftir karla. Enginn þeirra lýsir yfir fögnuði með að kærunefndin skuli úrskurða karli í vil. Enginn. Mesta púðrið fer í að hnýta í Hönnu Birnu innanríkisráðherra, en það var frænka hennar sem var ráðin og eru flestir á því að um klíkuskap hafi verið að ræða. (Ég efast svosem ekkert um það heldur og ekki dreg ég taum Hönnu Birnu í neinu máli, það má gagnrýna hana að vild mín vegna.) Það er auðvitað skiljanlegt að gagnrýna enn eina klíkuráðninguna, en þó er því alveg sleppt að gagnrýna ríkislögreglustjóra sem er karlmaður fyrir að ráða frænkuna. Ég skil vel neikvæðnina útí Hönnu Birnu en mér finnst samt merkilegt að enginn karlanna (eða þessi eina kona sem var reyndar að gagnrýna klíkuskapinn en ekki Hönnu Birnu) skuli hafa tekið eftir því að þarna er dæmt karli í vil þegar kona var ráðin. Mörgum karlmanninum sem áður hefur gagnrýnt allt sem heitir jafnréttis-eitthvað ætti að hafa brugðið nóg í brún til að tjá sig um þessa „stefnubreytingu“ eða jafnvel fagna henni. (Þetta er auðvitað engin stefnubreyting, það stóð aldrei til að taka konu fram yfir karl ef hún væri ekki hæfari honum eða jafnhæf.)
Ég á auðvitað ekkert að vera að hnýta í þetta viðbragðsleysi og hefði heldur ekki átt að eyða tíma mínum í að leita uppi þær síður sem hafa verið stofnaðar sérstaklega til höfuðs feminisma, bara til að skoða skort þeirra á viðbrögðum. En á þeim var auðvitað ekki von því úrskurðurinn gengur þvert á skoðanir andfeminista á úrskurðarnefndinni.
Kannski ætti ég heldur ekki að gagnrýna andfeministana en benda fremur úrskurðarnefndinni að fara að ráðum Sifjar Sigmarsdóttur og klæðast bikiní þegar skorið er úr um kærumál og niðurstaðan opinberuð. Þá uppskæri hún kannski viðeigandi lófaklapp.
Þegar verður misbrestur á þessu og karlinn er ráðinn enda þótt konan sé hæfari (og jafnvel þótt fáar eða engar konur eru í þessu eða sambærilegu starfi), hefur konan þess kost að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Þegar svo kærunefndin ályktar sem svo að ráða hefði átt konununa þá bregðast allrahanda karlrembur og aðrir andfeministar illa við. Talað er um forréttindafeminisma og ég veit ekki hvað og hvað.
Nema hvað. Í gær var sagt frá því að ríkislögreglustjóri hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla þegar hann skipaði konu í starf lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins. Konan sem var ráðin var nefnilega minna hæf (miðað við hvað ætlast var til samkvæmt auglýsingu) en þrír aðrir umsækjendur sem allir voru karlar. Einn karlanna kærði til kærunefndar jafnréttismála. Og sú vonda kærunefnd, sem að sögn andfeminista sífellt hyglir óhæfum konum, kvað semsagt upp þann úrskurð að ríkislögreglustjóri hefði brotið jafnréttislög.
Þegar þetta er ritað eru komnar fjórtán athugasemdir við fréttina um úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Tvær athugasemdanna eru eftir konu, hinar tólf eftir karla. Enginn þeirra lýsir yfir fögnuði með að kærunefndin skuli úrskurða karli í vil. Enginn. Mesta púðrið fer í að hnýta í Hönnu Birnu innanríkisráðherra, en það var frænka hennar sem var ráðin og eru flestir á því að um klíkuskap hafi verið að ræða. (Ég efast svosem ekkert um það heldur og ekki dreg ég taum Hönnu Birnu í neinu máli, það má gagnrýna hana að vild mín vegna.) Það er auðvitað skiljanlegt að gagnrýna enn eina klíkuráðninguna, en þó er því alveg sleppt að gagnrýna ríkislögreglustjóra sem er karlmaður fyrir að ráða frænkuna. Ég skil vel neikvæðnina útí Hönnu Birnu en mér finnst samt merkilegt að enginn karlanna (eða þessi eina kona sem var reyndar að gagnrýna klíkuskapinn en ekki Hönnu Birnu) skuli hafa tekið eftir því að þarna er dæmt karli í vil þegar kona var ráðin. Mörgum karlmanninum sem áður hefur gagnrýnt allt sem heitir jafnréttis-eitthvað ætti að hafa brugðið nóg í brún til að tjá sig um þessa „stefnubreytingu“ eða jafnvel fagna henni. (Þetta er auðvitað engin stefnubreyting, það stóð aldrei til að taka konu fram yfir karl ef hún væri ekki hæfari honum eða jafnhæf.)
Ég á auðvitað ekkert að vera að hnýta í þetta viðbragðsleysi og hefði heldur ekki átt að eyða tíma mínum í að leita uppi þær síður sem hafa verið stofnaðar sérstaklega til höfuðs feminisma, bara til að skoða skort þeirra á viðbrögðum. En á þeim var auðvitað ekki von því úrskurðurinn gengur þvert á skoðanir andfeminista á úrskurðarnefndinni.
Kannski ætti ég heldur ekki að gagnrýna andfeministana en benda fremur úrskurðarnefndinni að fara að ráðum Sifjar Sigmarsdóttur og klæðast bikiní þegar skorið er úr um kærumál og niðurstaðan opinberuð. Þá uppskæri hún kannski viðeigandi lófaklapp.
<< Home