Ef þú klárar ekki stúdentinn núna þá áttu aldrei afturkvæmt í skóla
Menntaskólinn í Hamrahlíð leggur niður öldungadeild skólans um næstu áramót. Þetta eru mikil tíðindi því MH var fyrsti skólinn til að setja á fót öldungadeild. Og þörfin var brýn.
Vera fjallaði um öldungadeildir í 1. tbl. 1986 enda hafa þær haft mikil áhrif á möguleika kvenna til menntunar.
Fram að þessu hafði ekki verið annað í boði fyrir fólk sem ekki hafði klárað gagnfræðaskólann eða hætti eftir landspróf eða eftir stutta viðveru í menntaskóla en að halda áfram að vinna. Konur sem voru heimavinnandi sátu uppi með enga menntun og áttu ekki hægt um vik að komast inn á vinnumarkað þó börnin væru orðin stálpuð.
Með tilkomu öldungadeildarinnar stóðu þeim nú allir vegir færir. Og konurnar þyrptust í námið. Að loknu langþráðu stúdentsprófi sem stundum tók mörg ár með vinnu létu margar ekki þar við sitja heldur fóru í Háskólann. Þær komu líka allstaðar að af landinu því fljótlega spruttu upp öldungadeildir við mennta- og fjölbrautarskóla á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Flensborg í Hafnarfirði og í Breiðholti. Kvöldskólinn í þeim síðastnefnda er enn í fullum gangi að því að best er vitað (ekki gafst tími til að skoða stöðuna í öllum skólunum) en við Menntaskólann í Hamrahlíð hefur nemendum fækkað mjög. Þörfin er líklega minni nú en þegar heilu kynslóðirnar af konum (og körlum) hrúguðust inn í skólana af uppsafnaðri þörf. Alltaf verður þó eitthvað af fólki sem er ómenntað en langar til að bæta úr því („brottfallsnemendurnir“ sem allir þykjast hafa áhyggjur af) og því er sú stefna ríkisstjórnarinnar að hætta að borga með nemendum yfir 25 ára aldri hrikalegur dómur yfir öldungadeildum, eins og sést á því að „rekstrargrundvöllur kvöldnámsins í MH er algerlega brostinn og skólanum er nauðugur einn kostur að hætta þeirri starfsemi“ (úr tilkynningu rektors).
Aðrir eru einnig uggandi vegna niðurskurðarins.
Stjórnarandstöðuþingmenn Norðausturkjördæmis segja þetta vera árás á litla framhaldsskóla úti á landi. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður VG.
Formaður félags framhaldsskólakennara bendir á að í fjárlagafrumvarpinu „er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár.“
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2005 „hafði 31% Íslendinga á aldrinum 25–64 ára ekki lokið formlegu námi umfram skyldunám en heildarfjöldi þessa aldurshóps voru 150.400. Það lætur því nærri að 45 þúsund Íslendingar á þessum aldri hafi aðeins lokið grunnskólanámi árið 2005 en 60 þúsund manns hafi lokið framhaldsskóla eða viðbótarnámi og önnur 45 þúsund manns hafi háskólapróf.“ Margt af þessu fólki sem ekki hefur lokið formlegu námi umfram skyldunám gæti enn átt eftir að vilja bæta við sig menntun.(Tilvitnun í ræðu Katrínar Jakobsdóttur þáverandi menntamálaráðherra).
Það gæti orðið liðin tíð að segja reynslusögu af því að setjast á skólabekk á fullorðinsaldri, en slíka sögu sagði Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum en hún hóf nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar hún var 32 ára og þriggja barna móðir.
Sú tilhugsun ein, að það sé enn von til að komast í nám þó fólk sé komið á fullorðinsaldur, hefur verið vonarljós í lífi margra sem svo loksins koma því við að setjast á skólabekk. Hið opna skólasamfélag þar sem tvítugir nýstúdentar sitja við hlið miðaldra kvenna með lífsreynslu í bunkum og hver sér námsefnið útfrá sinni lífsreynslu, er gott og eftirsóknarvert. Það er synd og skömm að ríkisstjórnin ætli nú að einskorða menntunarmöguleika við þá nemendur sem klárað geta stúdentsnám á þremur árum, skella sér strax í arðbært nám í háskóla, og storma svo útí atvinnulífið til að hamast á hjóli atvinnulífsins.
Einu sinni var markmiðið að koma á einsetnum skóla, nú á að gera hann einsleitan.
Vera fjallaði um öldungadeildir í 1. tbl. 1986 enda hafa þær haft mikil áhrif á möguleika kvenna til menntunar.
„Árið 1972 lét Menntaskólinn við Hamrahlíð þau boð út ganga, að nú gæfist kostur á því að lesa til stúdentsprófs í kvöldskóla í áföngum eftir þeim hraða sem hverjum og einum hentaði og það sem meira var — ekki voru gerðar neinar forkröfur nema þær að menn þurftu að vera orðnir 21 árs. Kvöldskólinn var kallaður öldungadeild. Nú varð uppi fótur og fit. Önnurnar, Siggumar, Stínurnar og hvað þær nú hétu allar saman, langþreyttar ræstingakonur, skrifstofustúlkur, bankastarfsmenn, virðulegar húsmæður á fertugs, fimmtugs, sextugs, já jafnvel sjötugs aldri mættu til leiks í stórum hópum, svo að engan, sem að fyrirtækinu stóð hafði órað fyrir slíkum undirtektum. Skólayfirvöld urðu að útvega bæði fleiri kennara og fleiri skólastofur en ráð hafði verið fyrir gert. Síðan hefur ekkert lát verið á aðsókninni. Í ár [þ.e. 1986] eru t.a.m. um 600 manns skráð í öldungadeildina en á 9. hundrað í dagskólann og á undanförnum árum hefur milli 60 og 90 manns útskrifast árlega. Mikill meirihluti þeirraeru konur, ef marka má tölurnar frá skólaárinu 1983/84 þegar 64 voru útskrifaðir úr öldungadeild MH þar af 46 konur.“
Fram að þessu hafði ekki verið annað í boði fyrir fólk sem ekki hafði klárað gagnfræðaskólann eða hætti eftir landspróf eða eftir stutta viðveru í menntaskóla en að halda áfram að vinna. Konur sem voru heimavinnandi sátu uppi með enga menntun og áttu ekki hægt um vik að komast inn á vinnumarkað þó börnin væru orðin stálpuð.
„Einstaka sjálfstæð og huguð sál settist á skólabekk með börnum sínum, í kennaraskóla, leik- eða myndlistarskóla, fóstruskóla o.s.frv. En það var undantekning. Háskólinn var harðlokaður þar sem stúdentsprófið vantaði. Menntunaþránni var fullnægt með hinum ótrúlegustu námskeiðum, sem fremur voru til ánægju en gagns, a.m.k. hvað starfsmöguleika og framhaldsmenntun varðaði.“
Með tilkomu öldungadeildarinnar stóðu þeim nú allir vegir færir. Og konurnar þyrptust í námið. Að loknu langþráðu stúdentsprófi sem stundum tók mörg ár með vinnu létu margar ekki þar við sitja heldur fóru í Háskólann. Þær komu líka allstaðar að af landinu því fljótlega spruttu upp öldungadeildir við mennta- og fjölbrautarskóla á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Flensborg í Hafnarfirði og í Breiðholti. Kvöldskólinn í þeim síðastnefnda er enn í fullum gangi að því að best er vitað (ekki gafst tími til að skoða stöðuna í öllum skólunum) en við Menntaskólann í Hamrahlíð hefur nemendum fækkað mjög. Þörfin er líklega minni nú en þegar heilu kynslóðirnar af konum (og körlum) hrúguðust inn í skólana af uppsafnaðri þörf. Alltaf verður þó eitthvað af fólki sem er ómenntað en langar til að bæta úr því („brottfallsnemendurnir“ sem allir þykjast hafa áhyggjur af) og því er sú stefna ríkisstjórnarinnar að hætta að borga með nemendum yfir 25 ára aldri hrikalegur dómur yfir öldungadeildum, eins og sést á því að „rekstrargrundvöllur kvöldnámsins í MH er algerlega brostinn og skólanum er nauðugur einn kostur að hætta þeirri starfsemi“ (úr tilkynningu rektors).
Aðrir eru einnig uggandi vegna niðurskurðarins.
Stjórnarandstöðuþingmenn Norðausturkjördæmis segja þetta vera árás á litla framhaldsskóla úti á landi. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður VG.
Formaður félags framhaldsskólakennara bendir á að í fjárlagafrumvarpinu „er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára um skólavist. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er hins vegar 25,2 ár.“
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2005 „hafði 31% Íslendinga á aldrinum 25–64 ára ekki lokið formlegu námi umfram skyldunám en heildarfjöldi þessa aldurshóps voru 150.400. Það lætur því nærri að 45 þúsund Íslendingar á þessum aldri hafi aðeins lokið grunnskólanámi árið 2005 en 60 þúsund manns hafi lokið framhaldsskóla eða viðbótarnámi og önnur 45 þúsund manns hafi háskólapróf.“ Margt af þessu fólki sem ekki hefur lokið formlegu námi umfram skyldunám gæti enn átt eftir að vilja bæta við sig menntun.(Tilvitnun í ræðu Katrínar Jakobsdóttur þáverandi menntamálaráðherra).
Það gæti orðið liðin tíð að segja reynslusögu af því að setjast á skólabekk á fullorðinsaldri, en slíka sögu sagði Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem er í meistaranámi í heilbrigðisvísindum en hún hóf nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar hún var 32 ára og þriggja barna móðir.
Sú tilhugsun ein, að það sé enn von til að komast í nám þó fólk sé komið á fullorðinsaldur, hefur verið vonarljós í lífi margra sem svo loksins koma því við að setjast á skólabekk. Hið opna skólasamfélag þar sem tvítugir nýstúdentar sitja við hlið miðaldra kvenna með lífsreynslu í bunkum og hver sér námsefnið útfrá sinni lífsreynslu, er gott og eftirsóknarvert. Það er synd og skömm að ríkisstjórnin ætli nú að einskorða menntunarmöguleika við þá nemendur sem klárað geta stúdentsnám á þremur árum, skella sér strax í arðbært nám í háskóla, og storma svo útí atvinnulífið til að hamast á hjóli atvinnulífsins.
Einu sinni var markmiðið að koma á einsetnum skóla, nú á að gera hann einsleitan.
<< Home