laugardagur, október 11, 2014

Óheppilegt.is

Það var nú aldeilis gott að brugðist var fljótt við og lokað fyrir vefsíðu íslömsku vígamannanna í ISIS sem notaði íslenska lénið .is í algjörri óþökk íslenskra ráðamanna og líklega allrar þjóðarinnar. Því eins og maðurinn sagði: „Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“

Svo er afturámóti spurning hvaðan ISIS fékk þessa hugmynd?


#sakleysiðuppmálað

Efnisorð: ,