Hverjir fara ílla med dýrin?
Þorsteinn Erlingsson skáld lést þennan dag fyrir hundrað árum. Í gær var afturámóti afmælisdagur hans (27.september 1858 – 28.september 1914). Það er því gott tilefni til að minnast skáldsins en hann á alltaf sérstakan sess í hjarta mér. Hann var ekki bara skáld gott heldur mikill vinur smælingja, bæði manna og dýra.
Tveimur árum eftir dauða Þorsteins birtist saga sem hann skrifaði sumarið 1914 og sendi tímaritinu Dýravininum. Í eftirmála sögunnar segir Tryggvi Gunnarsson ritstjóri (og hundraðkallinn) þetta:
Síðasta saga Þorsteins heitir „Sigurður mállausi“ og er um heyrnarlausan dreng sem eignast dýrin á bænum að sálufélögum.
Þetta var jafnfram síðasta tölublað Dýravinarins sem út kom en saga tímaritsins hafði staðið frá 1885.
Fyrsta skiptið sem Þorsteinn lagði fram efni í í Dýravininn var fimmta tölublað árið 1893 en þá birtust tólf pistlar, sögur og kvæði samin og þýdd af cand.phil. Þorsteini Erlingssyni. Þaraf ein „Persnesk-spönsk þjóðsaga“, uppeldisráð þar sem varað er við því að leyfa ofbeldi gegn dýrum í návist barna eða beita börn ofbeldi, og raunaleg lýsing á aðstæðum íslenskra hesta í kolanámum Bretlands. Einnig eru birt kvæði, þ.á m. Hreiðrið mitt („Þjer frjálst er að sjá hve jeg bólið mitt bjó“), og kvæðið um Snata og Óla.
Vert er að lesa allt þetta en hér verður birt ein ádrepan frá Þorsteini úr þessari frumraun hans á síðum Dýravinarins.
Sannarlega á Þorsteinn Erlingsson þakkir skilið fyrir það.
Tveimur árum eftir dauða Þorsteins birtist saga sem hann skrifaði sumarið 1914 og sendi tímaritinu Dýravininum. Í eftirmála sögunnar segir Tryggvi Gunnarsson ritstjóri (og hundraðkallinn) þetta:
„Margt orð fallegt hefir Þ.E. skrifað í Dýravininn í bundnu og óbundnu máli. Hann var sannur dýravin. En nú skrifar hann ekki lengur dýrunum til hjálpar. Þetta verður hans síðasta saga. Þakkir hefir hann fengið, og þakkir á hann skilið fyrir það, sem hann hefir ritað til að bæta kjör hinna mállausu.“
Síðasta saga Þorsteins heitir „Sigurður mállausi“ og er um heyrnarlausan dreng sem eignast dýrin á bænum að sálufélögum.
Þetta var jafnfram síðasta tölublað Dýravinarins sem út kom en saga tímaritsins hafði staðið frá 1885.
Fyrsta skiptið sem Þorsteinn lagði fram efni í í Dýravininn var fimmta tölublað árið 1893 en þá birtust tólf pistlar, sögur og kvæði samin og þýdd af cand.phil. Þorsteini Erlingssyni. Þaraf ein „Persnesk-spönsk þjóðsaga“, uppeldisráð þar sem varað er við því að leyfa ofbeldi gegn dýrum í návist barna eða beita börn ofbeldi, og raunaleg lýsing á aðstæðum íslenskra hesta í kolanámum Bretlands. Einnig eru birt kvæði, þ.á m. Hreiðrið mitt („Þjer frjálst er að sjá hve jeg bólið mitt bjó“), og kvæðið um Snata og Óla.
Vert er að lesa allt þetta en hér verður birt ein ádrepan frá Þorsteini úr þessari frumraun hans á síðum Dýravinarins.
Hverjir fara ílla med dýrin?
„Menn hafa tekið eptir því víða um lönd, að mjög fer saman meðferð manna á mönnum og dýrum og það þegar í æsku þeirra, menn hafa lika fundið að einkum tveir flokkar manna fara vest með skepnur, það eru fyrst þeir menn, sem eru illmenni að náttúrufari og hafa yndi af því, að pína menn og skepnur og gera þeim alt til skapraunar. Í hinum flokkinum eru þeir menn, sem ekki eru slæmir í eðli sínu, en hafa feingið ílt uppeldi og sjeð fyrir sjer hörku og miskunarleysi bæði við menn og málleysíngja. Ill umgeingni hefur gert tilfinníngu þessara manna svo sljófa, að þeir finna ekki hve ómannlegt það er og ósæmilegt að fara illa með dýrin. Þeim hefur líka ef til vill í bernsku verið refsað illa og órjettlátlega, því það eru fleiri foreldrar en menn halda, sem spilla börnum sínum í æsku með uppeldinu og gera þau jafnvel stundum að hrakmennum. Þau refsa þeim í reiði með barsmíð eða illyrðum í stað þess að hepta sjálf geðsmuni sína og venja svo börn sín á hið sama. Afleiðíngarnar verða því þær, að barnið lætur reiðina siga sjer á hvert ofbeldisverk sem því kemur í hug, við menn og dýr, þegar það eldist; þetta bitnar auðvitað eins á foreldrum þess síðar meir eins og öðrum, og sömuleiðis aptur á þess eigin börnum. Það er uppeldið, sem er aðalrótin undir illri meðferð bæði á mönnum og dýrum.
Gættu nú að því með sjálfum þjer, hverjir það eru sem hrekkja skepnur, bæði á heimili þínu og í nágrenninu við þig. Gættu líka að því uppeldi, sem þeir hafa feingið og eins að þeirri skynsemi, sem hver þeirra hefur haft til að laga sig sjálfan. Það mun optar vera heimska og ílt uppeldi heldur en bein illmenska, sem kemur þessum hálfsiðuðu greyum til að siga hundinum á köttinn, pína hann og sparka í hann, líka til að svelta hundinn og berja hann í reiði, eða misþirma hesti sínum með höggum og flugreið, slíkt gerir einginn siðaður eða góður maður, hvað drukkinn sem hann er, en þegar vínið hefur slökt þann skynsemis neista, sem oflátúngurinn á, þá er ekki annað eptir en heimskan og strákskapurinn, sem hann lætur þá koma niður á hverju sem fyrir verður, bæði mönnum og dýrum, sama gera manneigð naut og brjálaðir hundar.
Merkilegast er og auðveldasta að veita því eptirtekt, hvernig þessi mannvonskunáttúra gægist stundum út hjá börnunum og eins og hvíslar að manni örlögum þeirra. Vjer segjum bæði í gamni og alvöru, að það sje ólánsmerki, að fara illa með dýrin. Reyndar er þessu máltæki skipað sæti í þann heiðursflokk vísindanna, sem kallaður er kellíngabækur, en það þarf eingin kellíng að skammast sín fyrir hann eða roðna fyrir hans sakar á elliárum, því ekkert er eðlilegra, en að hin sama strákanáttúra, sem lætur únglínginn níðast á kettinum, hundinum, kindinni eða hverju sem hann ræður við, geri hann síðar að óþokka eða kann ske að glæpamanni, ef ekki er við gert. Þetta má því rjettilega kallast fyrirboði óláns og illra afdrifa, það mun og líka reynast svo, að sá maður sem fer strákslega með skepnur, er líka óhlutvandur við mennina.“
Sannarlega á Þorsteinn Erlingsson þakkir skilið fyrir það.
Efnisorð: dýravernd, málefni fatlaðra, menning
<< Home