Stund hefndar og hvítþvotts
Þetta hefur verið merkileg vika.
Við komumst að því að lögga, sem var ráðin til sérstaks saksóknara og er kærð fyrir að leka upplýsingum í hinn vinnuveitandann sem er til rannsóknar hjá sérstökum, líkir rannsókn á fjárglæframönnum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ekki hvað flækjustig varðar heldur eru það jakkafataklæddu forríku snekkjusiglandi snúðaétandi aflandseyjapeyjarnir sem eru bara alveg einsog Sævar Ciesielski og aðrir utangarðsunglingar sem einskis máttu sín. Undir þessa skoðun svikna löggimannsins (eða löggimannssvikarans)tók innmúraður leiðarahöfundur Fréttablaðsins sem birti viðtalið við hann. Sumum Fréttablaðslesendum fór reyndar að gruna að þetta viðtal við löggimanninn hefði beðið lengi birtingar og leiðarinn í kjölfarið, og kannski hefðu ritstjóraskiptin tengst því að það vantaði ritstjóra sem vildi hjóla með þessum hætti í sérstakan saksóknara.*
Sérstakur sætir nefnilega aðför úr annarri átt,** í fjárlagafrumvarpi Sjálfstæðisflokksins er greinlega verið að leggja drög að því að leggja embættið niður, enda er sífellt verið að ásaka bestu vini aðal um hitt og þetta misjafnt í aðdraganda bankahrunsins. Gott ef ekki ráðuneytisstjóri flokksins og sérlegur Eimreiðarmaður var dæmdur og sat inni, aðrir hafa verið misnærri snörunni en sloppið eftir mikla rannsókn. En sérstakur hefur verið þyrnir í augum fjárglæframanna og annarra Sjálfstæðismanna og nú er verið að skáka honum útaf sviðinu.
Fjárlagafrumvarpið er auðvitað mál málanna og verður næstu vikur og mánuði. Flest fólk sér hækkun virðisaukaskatts sem slæman fyrir pyngju þeirra sem hafa minna milli handanna en til eru hagfræðingar sem segja að því meira sem fólk borgi því minna hlutfall sé það af launum þess ef það hefur lág laun. Þannig að ef manneskja með 100þús útborgað eyddi áður 30 þús í mat á mánuði en þarf eftir hækkun matarskatts að borga 40 þúsund fyrir matinn,*** þá er auðvitað hlutfallslega hægt að nota 60 þúsund kallinn sem verður í afgang í mun meira en 70 þúsund kallinn dugði í áður. Það sér hver maður.
Hækkun á bókaskatti verður kannski líka til að auka lestur enda þótt einhverjir rithöfundar hafi allt á hornum sér við þá tilhögun. Illugi menntamálaráðherra er auðvitað alveg viss um að læsi hafi ekkert með aðgengi að bókum að gera og ég er viss um að allir skólabókasafnsfræðingar eru sammála, enda hefur minnkandi læsi fylgst að við minna fé til bókakaupa til skólanna. Háskólanemar þurfa líka að borga meira fyrir bækurnar sínar, en þeir eru auðvitað vel settir á háu námslánunum. En með dyggum stuðningi Illuga kemst fólk nú fyrr í háskóla því nú skal fólk skikkað til að klára framhaldsskólanámið sitt á styttri tíma, það verður ekki val, því frjálshyggja snýst ekki endilega alltaf um að allir hafi valkosti. Um tíma var framhaldsskóli sem bauð uppá styttra nám (flestir framhaldsskólar hafa reyndar leyft nemendum að klára námið á skemmri tíma en það hefur ekki verið skylda) en frjálshyggjumaðurinn sem rak skólann notaði opinbert fé til að braska með og greiða sér arð og skólinn fór á hausinn. Nú er hann í hefndarhug og hefur valið sér Katrínu Jakobsdóttur sem andstæðing og ætlar að kæra hana fyrir það sem hann segir að hún hafi lekið til fjölmiðla um starfsemi skólans. Honum finnst greinilega snjallt útspil að kæra fyrrverandi ráðherra vinstri grænna úr því að ráðuneyti Sjálfstæðismanna klofnaði vegna lekamáls og kæru. Kærur fyrir leka er hinn nýi valkostur.
Framsóknarmenn buðu afturámóti uppá gamlan valkost: áburðarverksmiðju ríkisins. Þeir sjá sjálfsagt í hillingum að síðar meir verði hægt að selja verksmiðjuna vildarvinum flokksins, gott ef ekki ættingjum forsætisráðherra, á vægu verði. Og svo er hægt að selja aftur. Þá kætast allir góðir Framsóknarmenn einsog vant er þegar skipta á gróðanum af góðri sölu.
Hitt er nýmæli að Sigurður Ingi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra vill nú greiða hverjum starfmanni Fiskistofu**** þrjár milljónir fyrir að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Það bætist ofan á ríkisútgjöld við flutning Fiskistofu sjálfrar. En það er engin hindrun fyrir Sigurð Inga ráðherra sem að öðru leyti virðist sáttur við niðurskurð hægri vinstri á fjárlögum. Ekki mjög stór sparnaðarliður í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu þessi flutningur.
En Sjálfstæðismenn vilja líka flytja, en bara einn kall og það dauðan. Þeim finnst Einar Ben eitthvað afskiptur — enda þótt þúsundir manna geti séð styttuna af honum frá Miklubrautinni á hverjum degi og Klambratúnið er ekki bara opið öllum heldur fjölsótt — og vilja nú flytja hann þar sem túristarnir sjái hann nú örugglega við Höbbdi House. Þá er hægt að hampa virkjunardraumum Einars og beintengja þá við virkjunargleði stjórnarflokkanna fyrr og síðar.
Allt miðar þetta að því að endurskrifa söguna, eins og gert hefur verið á síðum Morgunblaðsins frá því að núverandi ritstj. tók við og svo í Fréttablaðinu (meira og minna frá hruni en allverulega augljóslega undanfarið). Á Stöð 2 var svo í kvöld fallegur hvítþvottarþáttur um Björn Leifs í World Class. Hann hefði mátt vera fyrr á dagskrá, þá hefði ég getað sleppt því að elda kvöldmatinn.
___
* Og já það má vera að sérstakur hafi hlerað meira en hann þurfti.
** Eða sömu átt. Löggimanninn vann fyrir Milestone en núverandi fjármálaráðherra vafðist inní fjármálafléttur þess fyrir hrun.
*** Þetta eru augljóslega uppdiktaðar og tölur og hafa ekkert með 7 eða 12% að gera, hvað þá raunverulegt verð á mat.
**** Starfsmönnum Fiskistofu eru gefnir skrítnir valkostir sem ég skil ekki alveg. Þeir sem eru orðnir sextíu ára mega verða eftir í Hafnarfirði þegar stofnunin flyst norður en bara ef hinir starfsmennirnir samþykkja það? Mega þeir þá ekki bara samþykkja að verða allir eftir fyrir sunnan? Eða verða sextíu ára og eldri dregnir nauðugir norður ef hinir vilja hafa þá með sér í útlegðina?
[Viðbót] Guðmundur Andri Thorsson fjallar um sumt af því sem hér er fjallað um í pistli 22. sept.
Við komumst að því að lögga, sem var ráðin til sérstaks saksóknara og er kærð fyrir að leka upplýsingum í hinn vinnuveitandann sem er til rannsóknar hjá sérstökum, líkir rannsókn á fjárglæframönnum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ekki hvað flækjustig varðar heldur eru það jakkafataklæddu forríku snekkjusiglandi snúðaétandi aflandseyjapeyjarnir sem eru bara alveg einsog Sævar Ciesielski og aðrir utangarðsunglingar sem einskis máttu sín. Undir þessa skoðun svikna löggimannsins (eða löggimannssvikarans)tók innmúraður leiðarahöfundur Fréttablaðsins sem birti viðtalið við hann. Sumum Fréttablaðslesendum fór reyndar að gruna að þetta viðtal við löggimanninn hefði beðið lengi birtingar og leiðarinn í kjölfarið, og kannski hefðu ritstjóraskiptin tengst því að það vantaði ritstjóra sem vildi hjóla með þessum hætti í sérstakan saksóknara.*
Sérstakur sætir nefnilega aðför úr annarri átt,** í fjárlagafrumvarpi Sjálfstæðisflokksins er greinlega verið að leggja drög að því að leggja embættið niður, enda er sífellt verið að ásaka bestu vini aðal um hitt og þetta misjafnt í aðdraganda bankahrunsins. Gott ef ekki ráðuneytisstjóri flokksins og sérlegur Eimreiðarmaður var dæmdur og sat inni, aðrir hafa verið misnærri snörunni en sloppið eftir mikla rannsókn. En sérstakur hefur verið þyrnir í augum fjárglæframanna og annarra Sjálfstæðismanna og nú er verið að skáka honum útaf sviðinu.
Fjárlagafrumvarpið er auðvitað mál málanna og verður næstu vikur og mánuði. Flest fólk sér hækkun virðisaukaskatts sem slæman fyrir pyngju þeirra sem hafa minna milli handanna en til eru hagfræðingar sem segja að því meira sem fólk borgi því minna hlutfall sé það af launum þess ef það hefur lág laun. Þannig að ef manneskja með 100þús útborgað eyddi áður 30 þús í mat á mánuði en þarf eftir hækkun matarskatts að borga 40 þúsund fyrir matinn,*** þá er auðvitað hlutfallslega hægt að nota 60 þúsund kallinn sem verður í afgang í mun meira en 70 þúsund kallinn dugði í áður. Það sér hver maður.
Hækkun á bókaskatti verður kannski líka til að auka lestur enda þótt einhverjir rithöfundar hafi allt á hornum sér við þá tilhögun. Illugi menntamálaráðherra er auðvitað alveg viss um að læsi hafi ekkert með aðgengi að bókum að gera og ég er viss um að allir skólabókasafnsfræðingar eru sammála, enda hefur minnkandi læsi fylgst að við minna fé til bókakaupa til skólanna. Háskólanemar þurfa líka að borga meira fyrir bækurnar sínar, en þeir eru auðvitað vel settir á háu námslánunum. En með dyggum stuðningi Illuga kemst fólk nú fyrr í háskóla því nú skal fólk skikkað til að klára framhaldsskólanámið sitt á styttri tíma, það verður ekki val, því frjálshyggja snýst ekki endilega alltaf um að allir hafi valkosti. Um tíma var framhaldsskóli sem bauð uppá styttra nám (flestir framhaldsskólar hafa reyndar leyft nemendum að klára námið á skemmri tíma en það hefur ekki verið skylda) en frjálshyggjumaðurinn sem rak skólann notaði opinbert fé til að braska með og greiða sér arð og skólinn fór á hausinn. Nú er hann í hefndarhug og hefur valið sér Katrínu Jakobsdóttur sem andstæðing og ætlar að kæra hana fyrir það sem hann segir að hún hafi lekið til fjölmiðla um starfsemi skólans. Honum finnst greinilega snjallt útspil að kæra fyrrverandi ráðherra vinstri grænna úr því að ráðuneyti Sjálfstæðismanna klofnaði vegna lekamáls og kæru. Kærur fyrir leka er hinn nýi valkostur.
Framsóknarmenn buðu afturámóti uppá gamlan valkost: áburðarverksmiðju ríkisins. Þeir sjá sjálfsagt í hillingum að síðar meir verði hægt að selja verksmiðjuna vildarvinum flokksins, gott ef ekki ættingjum forsætisráðherra, á vægu verði. Og svo er hægt að selja aftur. Þá kætast allir góðir Framsóknarmenn einsog vant er þegar skipta á gróðanum af góðri sölu.
Hitt er nýmæli að Sigurður Ingi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra vill nú greiða hverjum starfmanni Fiskistofu**** þrjár milljónir fyrir að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Það bætist ofan á ríkisútgjöld við flutning Fiskistofu sjálfrar. En það er engin hindrun fyrir Sigurð Inga ráðherra sem að öðru leyti virðist sáttur við niðurskurð hægri vinstri á fjárlögum. Ekki mjög stór sparnaðarliður í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu þessi flutningur.
En Sjálfstæðismenn vilja líka flytja, en bara einn kall og það dauðan. Þeim finnst Einar Ben eitthvað afskiptur — enda þótt þúsundir manna geti séð styttuna af honum frá Miklubrautinni á hverjum degi og Klambratúnið er ekki bara opið öllum heldur fjölsótt — og vilja nú flytja hann þar sem túristarnir sjái hann nú örugglega við Höbbdi House. Þá er hægt að hampa virkjunardraumum Einars og beintengja þá við virkjunargleði stjórnarflokkanna fyrr og síðar.
Allt miðar þetta að því að endurskrifa söguna, eins og gert hefur verið á síðum Morgunblaðsins frá því að núverandi ritstj. tók við og svo í Fréttablaðinu (meira og minna frá hruni en allverulega augljóslega undanfarið). Á Stöð 2 var svo í kvöld fallegur hvítþvottarþáttur um Björn Leifs í World Class. Hann hefði mátt vera fyrr á dagskrá, þá hefði ég getað sleppt því að elda kvöldmatinn.
___
* Og já það má vera að sérstakur hafi hlerað meira en hann þurfti.
** Eða sömu átt. Löggimanninn vann fyrir Milestone en núverandi fjármálaráðherra vafðist inní fjármálafléttur þess fyrir hrun.
*** Þetta eru augljóslega uppdiktaðar og tölur og hafa ekkert með 7 eða 12% að gera, hvað þá raunverulegt verð á mat.
**** Starfsmönnum Fiskistofu eru gefnir skrítnir valkostir sem ég skil ekki alveg. Þeir sem eru orðnir sextíu ára mega verða eftir í Hafnarfirði þegar stofnunin flyst norður en bara ef hinir starfsmennirnir samþykkja það? Mega þeir þá ekki bara samþykkja að verða allir eftir fyrir sunnan? Eða verða sextíu ára og eldri dregnir nauðugir norður ef hinir vilja hafa þá með sér í útlegðina?
[Viðbót] Guðmundur Andri Thorsson fjallar um sumt af því sem hér er fjallað um í pistli 22. sept.
Efnisorð: Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, löggan, menntamál, pólitík, stóriðja, umhverfismál
<< Home