Tvær jákvæðar fréttir sama daginn
Þegar ég skrifa undir áskorun á undirskriftalista og sendi til vina og vandamanna með hvatningu um að skrifa undir, býst ég ekki endilega við að undirskriftarlistinn hafi nein áhrif. En nú berast þau ánægjulegu tíðindi að útsendingar BBC World Service eru hafnar að nýju vegna fjölda áskoranna. Og það sem er enn betra: silfurreyninum við Grettisgötu er borgið. Ég þarf því að éta ofaní mig svartsýnisspá mína um að öllum sé sama um einhverjar hríslur, það geri ég með glöðu geði.
Trú mín á áhrifamætti undirskriftalista eykst mjög við þessi tíðindi.
Trú mín á áhrifamætti undirskriftalista eykst mjög við þessi tíðindi.
Efnisorð: Fjölmiðlar, sveitastjórnarmál, umhverfismál
<< Home