Um borg og bý
Ein af þeim fjölmörgu ógnum sem steðja að lífríkinu — og þar með mannkyninu — er gríðarleg fækkun býflugna. Þá er átt við býflugur (e. honeybee) eins og þær sem eru ræktaðar til að fá hunangið þeirra, en einnig mun hafa borið á fækkun hungangsflugna, feitu, loðnu ættingja þeirra sem áður voru oft kallaðar randaflugur en í síðari tíð hunangflugur eða humlur (e. bumblebees). Af humlum eru þrjár tegundir hér á landi, ég náði ekki að greina af hverri þeirra hunangsflugan var sem spókaði sig á handleggnum á mér í dag, en hún var svo vinaleg að ég gat rétt stillt mig um að klappa henni. (Hér eru býflugur og hunangsflugur bornar saman (á ensku) en einnig má lesa um þær á Vísindavefnum.)
Nú er hafin býflugnarækt á Íslandi (það hefði ég eftilvill aldrei frétt nema vegna þess að hellingur af býflugum urðu strandaglópar á finnskum flugvelli á leið sinni til Íslands, þær áttu pantað flugfar en enduðu á að fá bílfar). En auk þess sem býflugur framleiða hunang sem mannfólk sækist eftir, þá eru býflugurnar — einsog hunangsflugurnar — mikilvægar fyrir lífríkið því þær frjóvga jú blóm og plöntur. Fólk sem fer í berjamó ætti sannarlega að vilja að hunangsflugur dafni en auðvitað ættu allar manneskjur að vilja að efla viðgang býflugna. Við mannfólkið ættum því að stilla okkur um að eitra í görðum sem og annarstaðar í náttúrunni, en talið er að skordýraeitur eigi þátt í fækkun býflugna í heiminum, og jafnvel gætum við gengið svo langt að reyna að auðvelda þessum röndóttu dugnaðarforkum náttúrunnar fæðuöflunina.
Flugur af býflugnaætt eru sólgnar í sum blóm umfram önnur og þessvegna er ekki úr vegi að kynna sér hvaða plöntur laða þær að sér (fólk sem hatar býflugur getur þá forðast að rækta þessar plöntur — og fer þá umsvifalaust á lista yfir fólk sem ber ábyrgð á dauða lífríkisins!).
Hér má semsagt lesa matseðil iðnu býflugunnar.
Athygli skal vakin á því að fíflar af ýmsum gerðum eru í uppáhaldi, sóleyjar komast líka á lista, og er því ástæða til þess að benda fólki á að hætta þeim ósið að reyna að uppræta þessi indælu gulu blóm sem spretta á túnum alveg óumbeðið. Jafnframt ætti að draga úr grasslætti á umferðareyjum og öðrum grasflötum inni í bæjum, svo að bý og humlur hafi úr nóg að moða í fíflabreiðum.
Áfram bý!
Nú er hafin býflugnarækt á Íslandi (það hefði ég eftilvill aldrei frétt nema vegna þess að hellingur af býflugum urðu strandaglópar á finnskum flugvelli á leið sinni til Íslands, þær áttu pantað flugfar en enduðu á að fá bílfar). En auk þess sem býflugur framleiða hunang sem mannfólk sækist eftir, þá eru býflugurnar — einsog hunangsflugurnar — mikilvægar fyrir lífríkið því þær frjóvga jú blóm og plöntur. Fólk sem fer í berjamó ætti sannarlega að vilja að hunangsflugur dafni en auðvitað ættu allar manneskjur að vilja að efla viðgang býflugna. Við mannfólkið ættum því að stilla okkur um að eitra í görðum sem og annarstaðar í náttúrunni, en talið er að skordýraeitur eigi þátt í fækkun býflugna í heiminum, og jafnvel gætum við gengið svo langt að reyna að auðvelda þessum röndóttu dugnaðarforkum náttúrunnar fæðuöflunina.
Flugur af býflugnaætt eru sólgnar í sum blóm umfram önnur og þessvegna er ekki úr vegi að kynna sér hvaða plöntur laða þær að sér (fólk sem hatar býflugur getur þá forðast að rækta þessar plöntur — og fer þá umsvifalaust á lista yfir fólk sem ber ábyrgð á dauða lífríkisins!).
Hér má semsagt lesa matseðil iðnu býflugunnar.
Athygli skal vakin á því að fíflar af ýmsum gerðum eru í uppáhaldi, sóleyjar komast líka á lista, og er því ástæða til þess að benda fólki á að hætta þeim ósið að reyna að uppræta þessi indælu gulu blóm sem spretta á túnum alveg óumbeðið. Jafnframt ætti að draga úr grasslætti á umferðareyjum og öðrum grasflötum inni í bæjum, svo að bý og humlur hafi úr nóg að moða í fíflabreiðum.
Áfram bý!
Efnisorð: alþjóðamál, dýravernd, umhverfismál
<< Home