Lof og last í júní
Nú verður aftur tekið til við að útdeila lofi og lasti enda er það fljótleg aðferð við að skýra frá skoðun sinni á ýmsu sem ekki hefur gefist tími til að skrifa um stakar bloggfærslur. Við júnílok má þá helst nefna þetta.
LOF
Agnar Kr. Þorsteinsson skrifar frábæran pistil um hreppaflutninga á starfsmönnum frá Hafnarfirði til Akureyrar, frá Djúpavogi til Grindavíkur, og allskonar réttleysi starfsfólks gagnvart vinnuveitendum. Við það má bæta að flutningur Jafnréttisstofu til Akureyrar var umdeildur á sínum tíma, og ekki eru margir mánuðir síðan lektor við Háskóla Íslands lagði til að hún yrði flutt suður aftur. Gagnrýnin hefur m.a. snúið að því að slík stofnun þurfi að vera í návígi við stjórnsýsluna, en starfsmenn Fiskistofu segjast einmitt vera á stöðugum fundum í ráðuneytum – sem staðsett eru í Reykjavík. En kannski er þessi flutningur Fiskistofu norður liður í togstreitunni um flugvöllinn; því fleiri ríkisstarfsmenn sem þurfa að vera á stöðugu flugi suður því meira er þörf á að flugvöllurinn sé í miðri Reykjavík til að fljótlegra sé að skreppa á fund. Nema þá að beinlínis hafi verið ætlast til þess að enginn eða fáir starfsmenn Fiskistofu flytji með stofnuninni (enginn þeirra segist ætla norður), og draga þannig úr slagkrafti stofnunarinnar eins og grunur leikur á að hafi verið tilgangurinn með Jafnréttisstofu. Eiginlega ætti þetta allt að falla lastmegin á vogarskálarnar, en pistill Agnars á þó sannarlega heima lofmegin.
Lof fær einnig Elísabet Ýr Atladóttir sem skrifar enn einn frábæran pistil á Knúzið gegn vændi:
Þá fær Jón Trausti Reynisson á DV lof fyrir pistil um rukkunaraðgerðir landeigenda við Mývatn, Kerið og Geysi (og sífellt bætist í hóp gírugra landeigenda, nú síðast á Stokksnesi). Hann segir meðal annars:
LAST
Svo virðist sem það séu ekki bara grísir sem eru geltir án deyfingar (ég trúi varlega yfirlýsingum um að því hafi verið hætt) heldur einnig lambhrútar og nautkálfar. Ég sem hélt að það væru bara iðnaðarbændur sem sýndu svo ómannúðlega framkomu í garð varnarlausra dýranna, en ekki vinalegu bændurnir sem halda fé og nautgripi. Það er eins og bændur landsins hafi tekið höndum saman um að reyna að fæla frá sér kaupendur að kjöti og gera okkur öll að grænmetisætum.
Talandi um grænmeti, ekkert bendir til að íslenskt grænmeti sem er merkt „Vistvæn landbúnaðarafurð“ sé vottað á nokkurn hátt enda þótt neytendur gætu haldið af merkingunni að eitthvert eftirlit væri með framleiðslunni. Kona fer bráðum að vilja ganga í ESB með þessu áframhaldi!
TISA leynisamningurinn. (Kjarninn fær reyndar lof fyrir að birta skjölin og fjalla um málið.)
Það var frámunalega asnaleg hugmynd að birta niðurstöður PISA prófsins hjá hverjum skóla. Hverjir lægstu skólarnir var fyrirfram augljóst, enda vitað hvaða skólar hafa flest börn innflytjenda sem eðlilega gengur síður en öðrum að lesa texta og leysa verkefni á íslensku. Birting þessara gagna gerir ekkert annað en niðurlægja nemendur: hvernig var annars umræðan um tossabekkina sem Teitur Atlason vakti máls á ekki alls fyrir löngu? Er betra að hía á börn fyrir að vera í lélegasta skólanum (einsog margir túlka tölur um lélegasta námsárángurinn, ekki síst fjölmiðlar) heldur en vera í tossabekk? Geta nemendur í þessum skólum borið höfuðið hátt, eða er það bara fyrir krakkanna í „æðislegu“ skólunum? Ragnar Hansson skrifar afturámóti góða grein um PISA niðurstöðurnar og Fellaskóla og segist hafa fengið „þær upplýsingar að nemendur skólans hafa stórbætt sig í læsi síðan 2012, árið sem umrædd PISA könnun fór fram.“ Ragnar talar mjög lofsamlega um Fellaskóla og starfið sem þar er unnið og endar greinina á að óska skólanum til hamingju. Þannig að þrátt fyrir allt endar þessi samantekt á lofi.
LOF
Agnar Kr. Þorsteinsson skrifar frábæran pistil um hreppaflutninga á starfsmönnum frá Hafnarfirði til Akureyrar, frá Djúpavogi til Grindavíkur, og allskonar réttleysi starfsfólks gagnvart vinnuveitendum. Við það má bæta að flutningur Jafnréttisstofu til Akureyrar var umdeildur á sínum tíma, og ekki eru margir mánuðir síðan lektor við Háskóla Íslands lagði til að hún yrði flutt suður aftur. Gagnrýnin hefur m.a. snúið að því að slík stofnun þurfi að vera í návígi við stjórnsýsluna, en starfsmenn Fiskistofu segjast einmitt vera á stöðugum fundum í ráðuneytum – sem staðsett eru í Reykjavík. En kannski er þessi flutningur Fiskistofu norður liður í togstreitunni um flugvöllinn; því fleiri ríkisstarfsmenn sem þurfa að vera á stöðugu flugi suður því meira er þörf á að flugvöllurinn sé í miðri Reykjavík til að fljótlegra sé að skreppa á fund. Nema þá að beinlínis hafi verið ætlast til þess að enginn eða fáir starfsmenn Fiskistofu flytji með stofnuninni (enginn þeirra segist ætla norður), og draga þannig úr slagkrafti stofnunarinnar eins og grunur leikur á að hafi verið tilgangurinn með Jafnréttisstofu. Eiginlega ætti þetta allt að falla lastmegin á vogarskálarnar, en pistill Agnars á þó sannarlega heima lofmegin.
Lof fær einnig Elísabet Ýr Atladóttir sem skrifar enn einn frábæran pistil á Knúzið gegn vændi:
„Það er ekki réttur fólks að stunda kynlíf ef enginn er viljugur til að stunda það með þeim. Þessi iðnaður byggist upp á því að halda í hávegum forréttindum karla til að nota líkama kvenna að vild. Það ýtir undir hugmyndir um að fullnæging karla sé mikilvægari en geðheilsa og líkami kvenna. Fyrst þetta er svona mikið val, hvernig stendur á því að það eru alltaf stúlkur og konur með langminnst af valkostum sem enda í þessum iðnaði? Hvers vegna telst eðlilegt að konur í neyð „velji“ að selja líkama sinn til að ná endum saman? Það er ekki talið eðlilegt að karlmaður noti þessa aðferð, jafnvel ekki til að komast úr stórkostlegum fjárhagslegum vanda. Það er aldrei talað um rétt þeirra til að selja sig. […] Fyrir feðraveldinu, fyrir kapítalismanum, fyrir þau sem nýta sér neyð vændisfólks, jafngilda peningar samþykki. Skítt með það hvaða áhrif það hefur á vændisfólkið sjálft eða samfélagið í heild.“Þetta er bara brot úr pistli Elísabetar, lesið meira hér.
Þá fær Jón Trausti Reynisson á DV lof fyrir pistil um rukkunaraðgerðir landeigenda við Mývatn, Kerið og Geysi (og sífellt bætist í hóp gírugra landeigenda, nú síðast á Stokksnesi). Hann segir meðal annars:
„Barátta gegn þessu er ekki kommúnismi eða afmarkað áhugamál Vinstri grænna, þótt Ögmundur Jónasson hafi verið einn háværasti mótmælandinn þegar hann mætti á staðinn og sá náttúruperlurnar án þess að borga tollinn.
Þetta er hluti af stóru baráttunni fyrir framtíðina. Fordæmið sem landeigendurnir gefa leiðir af sér að hægt verður að taka toll af okkur hvar sem við sjáum sérstæð náttúrufyrirbæri. Hver sem býr yfir nægilega mikið af peningum getur keypt náttúruperlur til þess að taka toll af öðru fólki til framtíðar.
Ef vafi er um hvort frelsið til að kaupa og yfirtaka vegur meira en frelsi einstaklingsins til að fara frjálst um landið án þess að borga fyrir að sjá náttúru heimsins, er ein leið að spyrja sig: Hvort leiðir til meiri heildarhamingju fólks almennt?
Ef spurningin er fjárhagslegs eðlis, hvernig græða megi mest af ferðamönnum, liggur svarið væntanlega í því hvers vegna ferðamenn koma yfirleitt til Íslands á annað borð.
Það er ekki fyrir 1.290 króna kökusneiðar eða malbikaða göngustíga, heldur fyrir frelsið og hið frjálsa land sem enn hefur ekki verið yfirbugað og yfirtekið af mannlegu valdi.“
LAST
Svo virðist sem það séu ekki bara grísir sem eru geltir án deyfingar (ég trúi varlega yfirlýsingum um að því hafi verið hætt) heldur einnig lambhrútar og nautkálfar. Ég sem hélt að það væru bara iðnaðarbændur sem sýndu svo ómannúðlega framkomu í garð varnarlausra dýranna, en ekki vinalegu bændurnir sem halda fé og nautgripi. Það er eins og bændur landsins hafi tekið höndum saman um að reyna að fæla frá sér kaupendur að kjöti og gera okkur öll að grænmetisætum.
Talandi um grænmeti, ekkert bendir til að íslenskt grænmeti sem er merkt „Vistvæn landbúnaðarafurð“ sé vottað á nokkurn hátt enda þótt neytendur gætu haldið af merkingunni að eitthvert eftirlit væri með framleiðslunni. Kona fer bráðum að vilja ganga í ESB með þessu áframhaldi!
TISA leynisamningurinn. (Kjarninn fær reyndar lof fyrir að birta skjölin og fjalla um málið.)
„Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að TISA-samkomulagið taki gildi eða fimm árum eftir að viðræðunum ljúki, fari svo að samningar náist ekki.“ Sagt er að TISA-samkomulagið muni hafa í för með sér að „reglugerðir þjóða sem snúa að öryggi verkamanna verði takmarkaðar, sömuleiðis umhverfisverndarregluverk, neytendavernd og eftirlitsstarfsemi með heilbrigðisþjónustu, orkuverum, úrgangslosun og faggildingu í menntakerfinu.“Það er óþolandi tilhugsun að það standi til að „vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálamörkuðum eftir hrun“ eða með öðrum orðum „auka völd auðjöfra heimsins“ og enginn má vita um hvað samið er fyrr en fimm árum eftir að skrifað hefur verið undir! Og getur virkilega verið að „ákvörðun um að Ísland tæki þátt var tekin í desember 2012 af þáverandi utanríkisráðherra“? Ég trúi öllu uppá núverandi ríkisstjórn, afnám regluverks og þjónkun við auðmagn er alveg í hennar anda, en fannst ríkisstjórn Jóhönnu eðlilegt að taka þátt í þessu? Og við áttum ekkert að fá að vita fyrr en allt er löngu um garð gengið! Hvur andskotinn?!
Það var frámunalega asnaleg hugmynd að birta niðurstöður PISA prófsins hjá hverjum skóla. Hverjir lægstu skólarnir var fyrirfram augljóst, enda vitað hvaða skólar hafa flest börn innflytjenda sem eðlilega gengur síður en öðrum að lesa texta og leysa verkefni á íslensku. Birting þessara gagna gerir ekkert annað en niðurlægja nemendur: hvernig var annars umræðan um tossabekkina sem Teitur Atlason vakti máls á ekki alls fyrir löngu? Er betra að hía á börn fyrir að vera í lélegasta skólanum (einsog margir túlka tölur um lélegasta námsárángurinn, ekki síst fjölmiðlar) heldur en vera í tossabekk? Geta nemendur í þessum skólum borið höfuðið hátt, eða er það bara fyrir krakkanna í „æðislegu“ skólunum? Ragnar Hansson skrifar afturámóti góða grein um PISA niðurstöðurnar og Fellaskóla og segist hafa fengið „þær upplýsingar að nemendur skólans hafa stórbætt sig í læsi síðan 2012, árið sem umrædd PISA könnun fór fram.“ Ragnar talar mjög lofsamlega um Fellaskóla og starfið sem þar er unnið og endar greinina á að óska skólanum til hamingju. Þannig að þrátt fyrir allt endar þessi samantekt á lofi.
Efnisorð: dýravernd, einelti, ESB, Fjölmiðlar, fordómar, frjálshyggja, heilbrigðismál, hrunið, Innflytjendamál, Lof og last, menntamál, rasismi, umhverfismál, Verkalýður, vændi
<< Home