Þögnin rofin fyrir kosningar?
Framsóknarflokkurinn hefur lagt undir sig umræðuna nú þegar nokkrir dagar eru til sveitarstjórnakosninga. Eftir margra vikna vandræðagang með hver ætti að vera oddviti flokksins í Reykjavík (Óskar Bergsson stökk frá borði, Guðni Ágústsson tilkynnti áhuga en hætti við, Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem var í öðru sæti vildi taka verkið að sér en flokkurinn hafnaði henni) var dubbuð upp kona til að leiða kosningabaráttuna og raunar settar konur í fjögur efstu sætin, og fannst þá mörgum augljóst að Framsókn væri að reyna að höfða til kvenkjósenda sem vonandi myndu flykkjast að flokknum úrþví hann væri orðinn svona frambærilegur, með konum og allt. En þá kom í ljós að Sveibjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem sett var í efsta sætið hafði verið klónuð úr Vigdísi Hauks. Uppúr henni (einsog fyrirmyndinni) hefur runnið dæmalaus vitleysa sem var hægt að fyrirgefa henni fyrsta kastið, eða þar til hún beindi spjótum sínum að fyrirhugaðri byggingu mosku í borginni. Sveinbjörg er sátt við að kristnar kirkjur taki upp verðmætar byggingarlóðir um allan bæ en sér ofsjónum yfir að moska verði byggð á sömu forsendum, en skylt er að trúfélög fái ókeypis lóðir. Auðvitað hefur þetta ekkert með seldar eða gefins lóðir að gera, heldur andúð á öðrum trúfélögum en kristnum, og þá er líka augljóst til hverra Sveinbjörg er að höfða með því að tala gegn trúarbyggingu múslima. Enda hafa allrahanda rasistar kæst mjög og þeir sem halda úti mestum áróðri gegn moskubyggingu í Reykjavík hvetja sína menn til að kjósa Framsóknarflokkinn.
Og á meðan þegir Sigmundur Davíð, æðstistrumpur í Framsóknarflokknum. Nú hefur Sveinbjörg sagt að hún túlki þessa þögn þannig að henni sé óhætt að halda áfram á þessari braut. Það skal enginn segja mér að hún þurfi að lesa í þögn hans til að vita hvar hún stendur, því að öllum líkindum er þessi málflutningur hennar skipulagður á efstu stöðum. Eða hversvegna flúði Óskar Bergsson og afhverju var Guðrúnu Bryndísi ekki treystandi til að taka við oddvitastöðunni — var hún ekki nógu leiðitöm til að hægt væri að etja henni á foraðið og í staðinn er það sem Sveinbjörg sem vinnur skítverkin?
Nýjustu kannanir sýna að það sé mjög tæpt að Framsókn nái inn manni í Reykjavík (og það yrði þá Sveinbjörg) en þær kannanir voru gerðar áður en Sveinbjörg kastaði út múslimahatursönglinum til þessa vanrækta kjósendahóps. Ef kannanir síðar í vikunni sýna að fylgi flokksins hefur aukist nægilega til að ná inn manni, verður Sigmundur Davíð örugglega í þagnarbindindi framyfir kosningar. En ef fylgið dalar eða stendur í stað — rasistaorðræðan klikkar — þá verður fróðlegt að sjá hvort hann stígur fram til að segja frá umburðarlyndi Framsóknarflokksins og sussa niður í Sveinbjörgu. Það verður SigmundarDavíðsleg ræða, uppfull af leiðréttingum á misskilningi blaðamanna.
En það er sama hvort það er Sveinbjörg sem ákvað uppá sitt einsdæmi (sem ég hef enga trú á) að gera moskubyggingu að aðalmáli kosningabaráttunnar (en ekki flugvöllinn einsog hann á nú marga vini) eða hún er bara að gjamma að þeim sem henni er sigað á, þá leggur skítalykt af þessu máli öllu saman, einsog reyndar alltaf af Framsóknarflokknum.
Og á meðan þegir Sigmundur Davíð, æðstistrumpur í Framsóknarflokknum. Nú hefur Sveinbjörg sagt að hún túlki þessa þögn þannig að henni sé óhætt að halda áfram á þessari braut. Það skal enginn segja mér að hún þurfi að lesa í þögn hans til að vita hvar hún stendur, því að öllum líkindum er þessi málflutningur hennar skipulagður á efstu stöðum. Eða hversvegna flúði Óskar Bergsson og afhverju var Guðrúnu Bryndísi ekki treystandi til að taka við oddvitastöðunni — var hún ekki nógu leiðitöm til að hægt væri að etja henni á foraðið og í staðinn er það sem Sveinbjörg sem vinnur skítverkin?
Nýjustu kannanir sýna að það sé mjög tæpt að Framsókn nái inn manni í Reykjavík (og það yrði þá Sveinbjörg) en þær kannanir voru gerðar áður en Sveinbjörg kastaði út múslimahatursönglinum til þessa vanrækta kjósendahóps. Ef kannanir síðar í vikunni sýna að fylgi flokksins hefur aukist nægilega til að ná inn manni, verður Sigmundur Davíð örugglega í þagnarbindindi framyfir kosningar. En ef fylgið dalar eða stendur í stað — rasistaorðræðan klikkar — þá verður fróðlegt að sjá hvort hann stígur fram til að segja frá umburðarlyndi Framsóknarflokksins og sussa niður í Sveinbjörgu. Það verður SigmundarDavíðsleg ræða, uppfull af leiðréttingum á misskilningi blaðamanna.
En það er sama hvort það er Sveinbjörg sem ákvað uppá sitt einsdæmi (sem ég hef enga trú á) að gera moskubyggingu að aðalmáli kosningabaráttunnar (en ekki flugvöllinn einsog hann á nú marga vini) eða hún er bara að gjamma að þeim sem henni er sigað á, þá leggur skítalykt af þessu máli öllu saman, einsog reyndar alltaf af Framsóknarflokknum.
Efnisorð: pólitík, rasismi, sveitastjórnarmál, trú
<< Home