föstudagur, apríl 18, 2014

Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann

Hugleiðing dagsins er eftir breska eðlisfræðinginn og nóbelsverðlaunahafann Paul Dirac (1902-1984).

„Ég skil ekki hvers vegna við sóum tíma okkar í að ræða trúarbrögð. Ef við erum heiðarleg — og vísindamenn verða að vera heiðarlegir — verðum við að viðurkenna að trúarbrögð eru hrærigrautur falskra fullyrðinga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Hugmyndin um Guð er hugarfóstur manna. Það er mjög skiljanlegt að frumstætt fólk sem var mun berskjaldaðra fyrir yfirþyrmandi afli náttúrunnar en við erum í dag, skuli í ótta sínum hafa persónugert þetta afl. En á vorum dögum þegar við þekkjum gang náttúrunnar höfum við enga þörf fyrir slíkar lausnir. Ég fæ með engu móti skilið hvernig það getur hjálpað okkur að gera ráð fyrir almáttugum Guði sem forsendu alls. Það sem ég get séð er hvernig sú ætlun leiðir til ófrjórra vangaveltna um hvers vegna Guð lætur viðgangast svo mikla eymd og óréttlæti, arðrán hinna ríku á þeim snauðu, og allan þann hrylling sem Hann gæti komið í veg fyrir. Ef trúarbrögð eru enn kennd er það hreint ekki vegna þess að við séum enn sannfærð um kenningar þeirra, heldur einfaldlega vegna þess að sum okkar vilja þagga niður í lægri stéttunum. Það er auðveldara að stjórna þeim hljóðu en þeim óánægðu og háværu. Það er líka mun auðveldara að gera sér þá að féþúfu. Trúarbrögð eru eins konar ópíum sem hjálpar þjóðinni að hverfa inn í óskadrauma svo að hún gleymir óréttlætinu sem er framið á fólkinu. Þetta er ástæðan fyrir nánu hagsmunasambandi milli þessara tveggja öflugu pólitískra afla: ríkis og kirkju. Bæði þurfa tálmyndina um kærleiksríkan Guð sem umbunar — á himni ef ekki á jörðu — öllum þeim sem hafa sleppt því að rísa gegn óréttlætinu en gegnt skyldu sinni hljóðlega og möglunarlaust. Þetta er einmitt ástæða þess að sú hreinskilna fullyrðing að Guð sé einungis hugarsmíð mannanna er stimpluð sem verst af öllum dauðasyndunum.“

Efnisorð: