365 í Aurum talið
Enn hefur komið út rannsóknarskýrsla, að þessu sinni um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna. Ég hef ekki lesið hana en reynt að fylgjast með fréttum og umfjöllun um hana.
Ég fylgist einnig með Aurum málinu enda er það eitt af þeim málum sem tengjast falli stóru bankanna haustið 2008.* Þar er Jón Ásgeir á sakamannabekk einu sinni sem oftar. Ég vorkenni honum ekki neitt en mér þykir forvitnilegt að lesa hvernig Fréttablaðið og Vísir fjalla um réttarhöldin, en þeir fjölmiðlar eru báðir undir hatti 365 miðla, þar er Jón Ásgeir á launalista en Ingibjörg eiginkona hans eigandi.** Ég treysti mér ekki til (a.m.k. ekki á þessu stigi málsins) að sjá út hvort dreginn er taumur Jóns Ásgeirs í fréttaflutningi af réttarhöldunum en mér þykir áberandi skortur á því að bent sé á hvernig hann tengist þessum miðlum sem þykjast fjalla hlutlaust um málið. Hann er aðeins kynntur til leiks sem „Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir“.
Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið var að fjölmiðlar hefðu brugðist. Í kjölfarið á skýrslunni var uppi sú krafa að þegar fjallað væri um eigendur fjölmiðlanna væri þess getið; þegar verið væri að ræða Jón Ásgeir þá væri þess jafnframt getið að hann væri ásamt konu sinni aðaleigandi 365 miðla.
En þessu virðast 365 miðlamenn alveg hafa gleymt.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þeim verður á þessi yfirsjón. Í febrúar 2012 skrifaði ég um eitt dæmi um þetta. Það var nú samt væg yfirsjón miðað við leiðara sem Ólafur Stephensen skrifaði í desember 2013 þar sem hann hrósaði syni Ingibjargar eigenda 365 miðla og auglýsir fyrirtæki hans í leiðinni — án þess að geta um ætterni hans.
Kannski finnst blaðamönnum 365 miðla óþarfi að ræða tengsl Fréttablaðsins og Vísis við Jón Ásgeir, um þau hljóti allir að vita. En það hlýtur að vera öllu alvarlegra þegar ritstjóri útbreiddasta dagblaðs landsins auglýsir fyrirtæki sonar eigandans eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Það er því full ástæða til að lesa vandlega hvernig skrifað er um Aurum málið í Fréttablaðinu og á Vísi.
____
* Í Aurum málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið.
Sérstakur saksóknari telur að hlutabréfin í Aurum Holdings Ltd. hafi verið keypt á yfirverði. Þannig hafi stjórnendur og starfsmenn Glitnis misnotað aðstöðu sína hjá Glitni með lánveitingunni til FS38 ehf. Pálma og Jóni Ásgeiri til hagsbóta, en hluti endanlegrar lánveitingar til FS38 ehf. rann í vasa Jóns Ásgeirs samkæmt ákæruskjali, eða alls 702 milljónir króna, sem fóru í uppgjör á persónulegum yfirdrætti hans hjá bankanum. FS38 fór í þrot og peningarnir hafa ekki endurheimst með tilheyrandi tjóni fyrir Glitni.[úr fréttum á Vísi.]
** Þórður Snær Júlíusson skrifar hér um ýmsar vendingar Jóns Ásgeirs með 365 miðla á kostnað skattborgara.
Ég fylgist einnig með Aurum málinu enda er það eitt af þeim málum sem tengjast falli stóru bankanna haustið 2008.* Þar er Jón Ásgeir á sakamannabekk einu sinni sem oftar. Ég vorkenni honum ekki neitt en mér þykir forvitnilegt að lesa hvernig Fréttablaðið og Vísir fjalla um réttarhöldin, en þeir fjölmiðlar eru báðir undir hatti 365 miðla, þar er Jón Ásgeir á launalista en Ingibjörg eiginkona hans eigandi.** Ég treysti mér ekki til (a.m.k. ekki á þessu stigi málsins) að sjá út hvort dreginn er taumur Jóns Ásgeirs í fréttaflutningi af réttarhöldunum en mér þykir áberandi skortur á því að bent sé á hvernig hann tengist þessum miðlum sem þykjast fjalla hlutlaust um málið. Hann er aðeins kynntur til leiks sem „Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir“.
Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið var að fjölmiðlar hefðu brugðist. Í kjölfarið á skýrslunni var uppi sú krafa að þegar fjallað væri um eigendur fjölmiðlanna væri þess getið; þegar verið væri að ræða Jón Ásgeir þá væri þess jafnframt getið að hann væri ásamt konu sinni aðaleigandi 365 miðla.
En þessu virðast 365 miðlamenn alveg hafa gleymt.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þeim verður á þessi yfirsjón. Í febrúar 2012 skrifaði ég um eitt dæmi um þetta. Það var nú samt væg yfirsjón miðað við leiðara sem Ólafur Stephensen skrifaði í desember 2013 þar sem hann hrósaði syni Ingibjargar eigenda 365 miðla og auglýsir fyrirtæki hans í leiðinni — án þess að geta um ætterni hans.
Kannski finnst blaðamönnum 365 miðla óþarfi að ræða tengsl Fréttablaðsins og Vísis við Jón Ásgeir, um þau hljóti allir að vita. En það hlýtur að vera öllu alvarlegra þegar ritstjóri útbreiddasta dagblaðs landsins auglýsir fyrirtæki sonar eigandans eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Það er því full ástæða til að lesa vandlega hvernig skrifað er um Aurum málið í Fréttablaðinu og á Vísi.
____
* Í Aurum málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið.
Sérstakur saksóknari telur að hlutabréfin í Aurum Holdings Ltd. hafi verið keypt á yfirverði. Þannig hafi stjórnendur og starfsmenn Glitnis misnotað aðstöðu sína hjá Glitni með lánveitingunni til FS38 ehf. Pálma og Jóni Ásgeiri til hagsbóta, en hluti endanlegrar lánveitingar til FS38 ehf. rann í vasa Jóns Ásgeirs samkæmt ákæruskjali, eða alls 702 milljónir króna, sem fóru í uppgjör á persónulegum yfirdrætti hans hjá bankanum. FS38 fór í þrot og peningarnir hafa ekki endurheimst með tilheyrandi tjóni fyrir Glitni.[úr fréttum á Vísi.]
** Þórður Snær Júlíusson skrifar hér um ýmsar vendingar Jóns Ásgeirs með 365 miðla á kostnað skattborgara.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið
<< Home