Helvítis hælisleitendapakk
Hvað vill þetta hyski hingað? Þessir helvítis útlendingar taka vinnu frá Íslendingum. Við höfum ekki pláss fyrir alla sem hingað vilja koma. Þetta eru ekkert flóttamenn, þeir vilja bara komast á ríkisspenann hjá okkur. Það ætti að senda alla hælisleitendur úr landi umsvifalaust.
(Yfirskrift bloggfærslunnar, svo og upphafsorð eru skrifuð til að lokka að og laða fólk sem ég vil yfirleitt ekki umgangast.)
Af öllu því sem ég hef lesið um málefni hælisleitenda og flóttamanna hér á landi finnst mér Víðsjárþáttur sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins 14. mars síðastliðinn* ná að fjalla einna best um málefnið. Þar er ekki einblínt á einstök mál (þó nóg sé tilefnið) heldur fjallað um hvernig móttökur hælisleitendur fá almennt.
Úr kynningu á þættinum:
Samkvæmt nýrri skýrslu Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna fjölgaði nýjum hælisumsóknum í Evrópu um þriðjung árið 2013 frá árinu áður. Það er rakið beint til neyðarinnar í Sýrlandi.
1,2 milljónir sýrlenskra barna eru í flóttamannabúðum, og alls eru yfir fjórar milljónir manna á flótta frá Sýrlandi.
Hælisumsóknum fjölgaði á öllum Norðurlöndunum, í heildina um 24%. Langflestir sóttu um hæli í Svíþjóð og fæstir hér á landi.
Af öllu því fólki sem er á flótta í heiminum eru örfáir sem slæðast hingað. Þeir ættu ekki að mæta öðru eins viðmóti og við höfum hingað til sýnt þeim.
En hlustið á þáttinn. Hann er góður.
___
* Að ofan er tenging á Víðsjárþáttinn hjá Sarpi en hann má einnig finna á hlaðvarpinu og hlusta á hér.
(Yfirskrift bloggfærslunnar, svo og upphafsorð eru skrifuð til að lokka að og laða fólk sem ég vil yfirleitt ekki umgangast.)
Af öllu því sem ég hef lesið um málefni hælisleitenda og flóttamanna hér á landi finnst mér Víðsjárþáttur sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins 14. mars síðastliðinn* ná að fjalla einna best um málefnið. Þar er ekki einblínt á einstök mál (þó nóg sé tilefnið) heldur fjallað um hvernig móttökur hælisleitendur fá almennt.
Úr kynningu á þættinum:
„30. nóvember 1955 gerðist Ísland aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Með þeirri aðild skuldbindur Ísland sig, ásamt öðrum aðildaríkjum, til að axla í sameiningu ábyrgð á því fólki sem orðið hefur fyrir ofsóknum í heimalandi sínu og hefur ekki getað notið réttarverndar í því landi. En hver er veruleiki þeirra einstaklinga sem hingað leita í von um betra líf? Hvernig hefur Íslandi tekist að axla þá ábyrgð sem henni ber að axla? Málefni flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi hafa verið í brennidepli að undanförnu en ótal mál hafa komið upp sem vekja spurningar um hvernig Ísland sinnir þessum brýna málaflokki.Eftirfarandi tölur um flóttamenn skipta máli í þessu sambandi.
Í Víðsjárþættinum verður leitast við að rýna í stöðu flótta- og hælisleitenda hér á landi með liðsinni blaðamannsins Jóns Bjarka Magnússonar og lögmannanna Helgu Völu Helgadóttur, Katrínar Oddsdóttur og Katrínar Theódórsdóttur. Einnig verður stuðst við rannsókn sem Júlíana Einarsdóttir gerði á stuðningi við flóttamenn á Íslandi.
Umsjón hafa Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir.“
Samkvæmt nýrri skýrslu Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna fjölgaði nýjum hælisumsóknum í Evrópu um þriðjung árið 2013 frá árinu áður. Það er rakið beint til neyðarinnar í Sýrlandi.
1,2 milljónir sýrlenskra barna eru í flóttamannabúðum, og alls eru yfir fjórar milljónir manna á flótta frá Sýrlandi.
Hælisumsóknum fjölgaði á öllum Norðurlöndunum, í heildina um 24%. Langflestir sóttu um hæli í Svíþjóð og fæstir hér á landi.
Af öllu því fólki sem er á flótta í heiminum eru örfáir sem slæðast hingað. Þeir ættu ekki að mæta öðru eins viðmóti og við höfum hingað til sýnt þeim.
En hlustið á þáttinn. Hann er góður.
___
* Að ofan er tenging á Víðsjárþáttinn hjá Sarpi en hann má einnig finna á hlaðvarpinu og hlusta á hér.
Efnisorð: alþjóðamál, fordómar, Innflytjendamál, mannréttindi, rasismi
<< Home