Eignarréttur á eigin líkama
Vera Sölvadóttir skrifar pistil þar sem hún segir frá því að þegar hún las hinn stórgóða Knúzpistil Hildar um daginn hafi rifjast upp fyrir henni að hún hafi aldrei talið sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti. En þegar nánar var að gáð þá hafði hún orðið fyrir margvíslegu kynferðislegu áreiti, allt frá barnsaldri. Og hún segir:
Ekki ætla ég að bæta öðru við orð þeirra tveggja en að benda á það sem ég skrifaði um káf á skemmtistöðum og kynferðislega áreitni í garð ungra stelpna hér og hér.
Stelpum verður snemma ljóst að karlmenn virða ekki eignarrétt kvenna á eigin líkama, sem veldur því að þær átta sig jafnvel ekki á að þetta er kynferðisleg áreitni. Í fyrri bloggfærslunni sem ég vísa í hér fyrir ofan spurði ég:
Ég var ekkert að ímynda mér þetta, því einsog Vera segir, þekkja þetta næstum alllar konur:
Það væri óskandi að skrif Hildar og Veru yrðu til þess að karlmenn endurskoðuðu hegðun sína.
„Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér.“
Ekki ætla ég að bæta öðru við orð þeirra tveggja en að benda á það sem ég skrifaði um káf á skemmtistöðum og kynferðislega áreitni í garð ungra stelpna hér og hér.
Stelpum verður snemma ljóst að karlmenn virða ekki eignarrétt kvenna á eigin líkama, sem veldur því að þær átta sig jafnvel ekki á að þetta er kynferðisleg áreitni. Í fyrri bloggfærslunni sem ég vísa í hér fyrir ofan spurði ég:
„Er ekki svolítið sorglegt að strax um tvítugt séu konur orðnar alvanar því að hver einasti karlmaður líti á þær sem einhvern hlut sem þeir mega fá útrás á, hvar og hvenær sem er með þeim hætti sem þeir vilja hverju sinni? Og konur verða bara að kyngja því ef þær ætla að stunda skemmtanalífið, að láta káfa á sér, annars verður stórkostlegt uppnám?“
Ég var ekkert að ímynda mér þetta, því einsog Vera segir, þekkja þetta næstum alllar konur:
„Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram.“
Það væri óskandi að skrif Hildar og Veru yrðu til þess að karlmenn endurskoðuðu hegðun sína.
<< Home