Jólaguðspjallið
Danska sjónvarpið sýndi í kvöld athyglisverða heimildamynd. Hún fjallaði um hjónaband Richards og Mildredar Loving, en samkvæmt lögum Virginíuríkis þar sem þau voru fædd og búsett, var hjónabandið ólöglegt því hann var hvítur en hún ekki. Hún var að hálfu leyti svört og hálfu leyti indjáni en þó þau höfðu alist upp á sömu þúfunni, voru þau talin af of ólíkum uppruna til að mega eigast. Þau giftu sig í Washington DC árið 1958 þar sem blönduð hjónabönd voru lögleg, en þegar þau sneru aftur til Virginíu voru þau handtekin og hjónaband þeirra úrskurðað ólöglegt. Þau fengu skilorðsbundinn fangelsisdóm með því skilyrði að þau færu úr Virginíu. Þau fluttu til Washington DC en þrifust þar illa, voru óvön borgarlífi og Mildred gat ekki hugsað sér að ala upp börn (þau eignuðust þrjú) fjarri fjölskyldu sinni. Þau gátu ekki heimsótt Virginíu nema sitt í hvoru lagi því annars áttu þau á hættu að vera handtekin.
Árið 1963 skrifaði Mildred til Roberts Kennedy, sem þá var dómsmálaráðherra og þegar orðinn þekttur fyrir afskipti sín af réttindabaráttu blökkumanna, en hann benti henni á Samtök um borgaraleg réttindi Bandaríkjamanna (ACLU). Með aðstoð samtakanna fóru Loving hjónin í mál við Virginíuríki og endaði málið loks hjá hæstarétti Bandaríkjanna árið 1967. Þar var þeim dæmt í vil, eða öllu heldur kvað dómurinn á um að það væri ólöglegt að meina fólki af sitthvorum kynþætti að ganga í hjónaband. Þarmeð gátu Loving hjónin flutt heim. Þetta varð einnig til þess að þau fjórtán ríki (sem öll tilheyrðu Suðurríkjunum) sem enn höfðu lög sem bönnuðu blönduð hjónabönd urðu að breyta þeim.* Alabama þrjóskaðist lengst við, felldi ekki lögin úr gildi fyrr en árið 2000.
Þetta hljómar allt mjög forneskjulegt. En um allan heim, og ekki síst í Bandaríkjunum, er enn verið að rífast um hver má giftast hverjum; um rétt samkynhneigðra til að giftast. Það er enn ólöglegt víða og þar sem það hefur verið leyft með lögum hefur lögunum sumstaðar verið snúið við (einnig á Indlandi). Rétt eins og í tilviki Loving hjónanna sem fóru til annars ríkis til að gifta sig, þá var hægt að svipta þau öllum réttindum þegar heim var komið og reka þau á flótta undan réttvísinni eingöngu vegna þess að þau elskuðu manneskju sem að annarra mati var rangur aðili.
Og allt er þetta réttlætt í nafni trúarinnar.
Dómarinn í Virginíu var svosem ekkert að vitna í Biblíuna beint, en hann þóttist nú samt vita um ætlun guðs síns þegar hann sagði þetta:
Þeir sem andæfa hjónaböndum samkynhneigðra finna klásúlu í Biblíunni sinni sem fordæmir kynlíf milli karla. En þó ekkert segi um samkynhneigðar konur þá fordæma þeir ástir millum kvenna, enda þykjast þeir vita um ætlun guðs síns í því efni líka. Sumir segja reyndar að það sé í lagi að vera samkynhneigður ef ekkert kynlíf er stundað, en það spinna þeir upp því það stendur heldur ekki í Biblíunni að sælir séu samkynhneigðir svo framarlega sem þeir eru skírlífir.
Trúin er skálkaskjól fyrir fordómafullt fólk sem trúir á yfirburði hvíta mannsins og niðurnjörvuð hlutverk karla og kvenna. Það ýmist finnur í trúarritum eða ímyndar sér hvað guðinn sinn myndi segja við því að karlar séu með körlum og konur séu með konum, og fólk með ólíkan hörundslit eigi ekki að blanda blóði. Það er rasísk og hómófóbísk afstaða. Mörg trúarrit, þar á meðal Biblían, styðja hana, og æstustu trúmennirnir prjóna svo við það sem á vantar. Þegar trúmennirnir sitja í dómarasæti, eða eru ráðamenn í ríkisstjórnum, þá er voðinn vís. En það er staðan sem ótal margir samkynhneigðir standa frammi fyrir víða um heim. Þeim er ekki bara bannað að giftast, heldur tjá sig, sýna sig og hreinlega vera til. Lagaleg réttindi fólks eru skert og það er jafnvel í lífshættu vegna þess að stjórnvöld gefa veiðileyfi á það vegna kynhneigðar þess. Það er hræðileg þróun, og alltaf réttlætt með vísun í trú. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og ofsatrúarmenn í Bandaríkjunum — sem að auki stunda trúboð í Afríkuríkjum, s.s. Úganda — eiga þar stóran hlut að máli.
Ekkert skil ég í þeim sem vilja eiga eitthvað sameiginlegt með þeim.
___
* Þegar Loving hjónin giftust voru blönduð hjónabönd bönnuð í 24 ríkjum Bandaríkjanna.
**Eigin þýðing, enska textann má finna hér. Dómarinn nefnir malaískt fólk, og á þá við fólk frá Malasíu, en til hennar teljast: Indónesía, Filippseyjar, Singapúr, Brúnei, Austur-Tímor og Austur-Malasía.
Árið 1963 skrifaði Mildred til Roberts Kennedy, sem þá var dómsmálaráðherra og þegar orðinn þekttur fyrir afskipti sín af réttindabaráttu blökkumanna, en hann benti henni á Samtök um borgaraleg réttindi Bandaríkjamanna (ACLU). Með aðstoð samtakanna fóru Loving hjónin í mál við Virginíuríki og endaði málið loks hjá hæstarétti Bandaríkjanna árið 1967. Þar var þeim dæmt í vil, eða öllu heldur kvað dómurinn á um að það væri ólöglegt að meina fólki af sitthvorum kynþætti að ganga í hjónaband. Þarmeð gátu Loving hjónin flutt heim. Þetta varð einnig til þess að þau fjórtán ríki (sem öll tilheyrðu Suðurríkjunum) sem enn höfðu lög sem bönnuðu blönduð hjónabönd urðu að breyta þeim.* Alabama þrjóskaðist lengst við, felldi ekki lögin úr gildi fyrr en árið 2000.
Þetta hljómar allt mjög forneskjulegt. En um allan heim, og ekki síst í Bandaríkjunum, er enn verið að rífast um hver má giftast hverjum; um rétt samkynhneigðra til að giftast. Það er enn ólöglegt víða og þar sem það hefur verið leyft með lögum hefur lögunum sumstaðar verið snúið við (einnig á Indlandi). Rétt eins og í tilviki Loving hjónanna sem fóru til annars ríkis til að gifta sig, þá var hægt að svipta þau öllum réttindum þegar heim var komið og reka þau á flótta undan réttvísinni eingöngu vegna þess að þau elskuðu manneskju sem að annarra mati var rangur aðili.
Og allt er þetta réttlætt í nafni trúarinnar.
Dómarinn í Virginíu var svosem ekkert að vitna í Biblíuna beint, en hann þóttist nú samt vita um ætlun guðs síns þegar hann sagði þetta:
„Almáttugur Guð skapaði kynþættina hvíta, svarta, gula, malajíska og rauða, og hann setti þá hvern á sína heimsálfu. Ef ekki hefði verið fyrir íhlutun í þetta fyrirkomulag yrðu engin svona hjónabönd. Sú staðreynd að hann aðskildi kynþættina sýnir að hann ætlaðist ekki til að kynþættirnir blönduðust.“**(Þetta er svo satt og rétt að það þýðir ekkert að tefla fram vísindalegum rökum gegn orðum dómarans, tildæmis allsekki þróunarkenningunni eða landrekskenningunni. Eða bara almennri skynsemi. Reyni það ekki einusinni.)
Þeir sem andæfa hjónaböndum samkynhneigðra finna klásúlu í Biblíunni sinni sem fordæmir kynlíf milli karla. En þó ekkert segi um samkynhneigðar konur þá fordæma þeir ástir millum kvenna, enda þykjast þeir vita um ætlun guðs síns í því efni líka. Sumir segja reyndar að það sé í lagi að vera samkynhneigður ef ekkert kynlíf er stundað, en það spinna þeir upp því það stendur heldur ekki í Biblíunni að sælir séu samkynhneigðir svo framarlega sem þeir eru skírlífir.
Trúin er skálkaskjól fyrir fordómafullt fólk sem trúir á yfirburði hvíta mannsins og niðurnjörvuð hlutverk karla og kvenna. Það ýmist finnur í trúarritum eða ímyndar sér hvað guðinn sinn myndi segja við því að karlar séu með körlum og konur séu með konum, og fólk með ólíkan hörundslit eigi ekki að blanda blóði. Það er rasísk og hómófóbísk afstaða. Mörg trúarrit, þar á meðal Biblían, styðja hana, og æstustu trúmennirnir prjóna svo við það sem á vantar. Þegar trúmennirnir sitja í dómarasæti, eða eru ráðamenn í ríkisstjórnum, þá er voðinn vís. En það er staðan sem ótal margir samkynhneigðir standa frammi fyrir víða um heim. Þeim er ekki bara bannað að giftast, heldur tjá sig, sýna sig og hreinlega vera til. Lagaleg réttindi fólks eru skert og það er jafnvel í lífshættu vegna þess að stjórnvöld gefa veiðileyfi á það vegna kynhneigðar þess. Það er hræðileg þróun, og alltaf réttlætt með vísun í trú. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og ofsatrúarmenn í Bandaríkjunum — sem að auki stunda trúboð í Afríkuríkjum, s.s. Úganda — eiga þar stóran hlut að máli.
Ekkert skil ég í þeim sem vilja eiga eitthvað sameiginlegt með þeim.
___
* Þegar Loving hjónin giftust voru blönduð hjónabönd bönnuð í 24 ríkjum Bandaríkjanna.
**Eigin þýðing, enska textann má finna hér. Dómarinn nefnir malaískt fólk, og á þá við fólk frá Malasíu, en til hennar teljast: Indónesía, Filippseyjar, Singapúr, Brúnei, Austur-Tímor og Austur-Malasía.
Efnisorð: kvikmyndir, rasismi, trú
<< Home