En útgerðarmenn fá sínu að halda
Það var aldeilis smekkleg lausn sem ríkisstjórnin fann á vanda Landspítalans, að skera niður „bætur hinna lægst settu, svona til að jafna upp skattaafslátt hinna best settu sem veittur var nánast sama dag og stjórnin tók við völdum. Ekki dugir að skera niður bætur hinna lægst settu á Íslandi, heldur á líka að taka af því fé sem farið hefur í þróunaraðstoð", eins og Kristín Jónsdóttir orðar það.
Nú hefur Sigmundur Davíð forsætisráðherra þrætt fyrir að lækka eigi barnabæturnar enda þótt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi að sú leið verði farin. Annar hvor ráðherrann hlýtur að vera að ljúga, en í Danmörku „er það litið alvarlegum augum ef upp kemst að ráðherrar segi ekki satt.“
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, heldur því líka fram að barnabætur verði lækkaðar, auk þess sem hún er auðvitað kampakát yfir að þróunaraðstoð verði skorin niður (hér má lesa smápistil um hvernig Þróunarsamvinnustofnun ver fé), og hún segir stærilát að fólk eigi að finna að nú sé komin önnur stjórn. „Við vinnum þetta á þann hátt að landsmenn allir finna það að það sé búið að skipta um ríkisstjórn.“ Þau umskipti eru ekki til góðs, enda fær núverandi ríkisstjórn þá einkunn að hún sé „allt frá stofnun lýðveldisins er þetta ógeðslegasta ríkisstjórnin.“ Og er þó rétt að byrja.
En í dag lagði Katrín Jakobsdóttir fram fram breytingatillögur Vinstri grænna við fjárlagafrumvarpið, sem byggja á allt annarri hugsun. Illugi Jökulsson les þetta úr tillögum VG: „í fljótu bragði fela þær fyrst og fremst í sér að hætta við að lækka gjöld og skatta á sægreifa og auðkýfinga.“ Eitthvað hljómar það nú betur en ráðast gegn barnafólki og fátæku fólki í útlöndum.
Katrín segir að „við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu.“
„Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Þessi ólíka forgangsröðun sýnir best muninn á vinstri ríkisstjórninni sem sat þar til í vor og frjálshyggjustjórninni sem tekin er við. Ég er ekki í neinum vafa hvor stefnan er betri, og hvora ríkisstjórnina ég vildi hafa við völd.
Nú hefur Sigmundur Davíð forsætisráðherra þrætt fyrir að lækka eigi barnabæturnar enda þótt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi að sú leið verði farin. Annar hvor ráðherrann hlýtur að vera að ljúga, en í Danmörku „er það litið alvarlegum augum ef upp kemst að ráðherrar segi ekki satt.“
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, heldur því líka fram að barnabætur verði lækkaðar, auk þess sem hún er auðvitað kampakát yfir að þróunaraðstoð verði skorin niður (hér má lesa smápistil um hvernig Þróunarsamvinnustofnun ver fé), og hún segir stærilát að fólk eigi að finna að nú sé komin önnur stjórn. „Við vinnum þetta á þann hátt að landsmenn allir finna það að það sé búið að skipta um ríkisstjórn.“ Þau umskipti eru ekki til góðs, enda fær núverandi ríkisstjórn þá einkunn að hún sé „allt frá stofnun lýðveldisins er þetta ógeðslegasta ríkisstjórnin.“ Og er þó rétt að byrja.
En í dag lagði Katrín Jakobsdóttir fram fram breytingatillögur Vinstri grænna við fjárlagafrumvarpið, sem byggja á allt annarri hugsun. Illugi Jökulsson les þetta úr tillögum VG: „í fljótu bragði fela þær fyrst og fremst í sér að hætta við að lækka gjöld og skatta á sægreifa og auðkýfinga.“ Eitthvað hljómar það nú betur en ráðast gegn barnafólki og fátæku fólki í útlöndum.
Katrín segir að „við teljum í raun og veru að Alþingi hafi raunhæfan valkost við þá niðurskurðarstefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Okkar tillögur snúast um að hefja uppbyggingu á almannaþjónustu í þágu fólksins í landinu og afla þá tekna, til að mynda með því að hækka á ný sérstakt veiðigjald og virðisaukaskatt á hótelgistingu.“
„Við gerum ekki ráð fyrir lækkun barna- og vaxtabóta og við gerum raunar ráð fyrir því að efla fæðingarorlofssjóð og við gerum ráð fyrir því líka að efla og bæta í þróunarsjóðina. Þannig að eins og þú heyrir bera okkar tillögur vott um aðra pólitík og aðra forgangsröðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Þessi ólíka forgangsröðun sýnir best muninn á vinstri ríkisstjórninni sem sat þar til í vor og frjálshyggjustjórninni sem tekin er við. Ég er ekki í neinum vafa hvor stefnan er betri, og hvora ríkisstjórnina ég vildi hafa við völd.
Efnisorð: alþjóðamál, frjálshyggja, hrunið, pólitík, rasismi
<< Home