Greinargerð II
Hér verður haldið áfram að mæla með lesefni og nú er fólk hvatt til að leggja leið sína á Heimspekivefinn sem um þessar mundir birtir gamlar greinar eftir íslenska höfunda.
Greinarnar sem hér er vísað á eru allar frá nítjándu öld og fjalla um kvenréttindamál. Í kynningu á Heimspekivefnum segir að „höfundar greinanna eigi það allir sameiginlegt að hamra á mikilvægi þess að konur fái notið menntunar til jafns við karla. Menntun er lykillinn að bættum kjörum og réttindum. Á þessum tíma var það hinsvegar útbreidd skoðun að aukin réttindi myndu óhjákvæmilega bitna á getu kvenna til að sinna móðurhlutverkinu“.
Þetta eru greinarnar fimm sem birtust upphaflega á síðum Skírnis og Fjallkonunnar.
„Jafnrétti kvenna“ eftir Guðmund Þorláksson, sem segir meðal annars:
„Rjettur kvenna aukinn árið sem leið“ eftir Eirík Jónsson:
„Um jafnrjetti og jafnstæði kvenna gagnvart karlmönnum“ eftir Eirík Jónsson:
„Kvenfrelsi“ eftir Ónefndan:
„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur:
Allt eru þetta greinar skrifaðar á árunum 1876-1885. Deilum um hlutverk og menntun kvenna lauk þó auðvitað ekki þarna, þær standa enn. Sigríður Matthíasdóttir skrifaði áhugaverða doktorsritgerð þar sem hún ræðir slíkar deilur á öndverðri 20. öld. Ritgerðin kom út á bók 2004 og nefnist Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930. Áhugasömum er bent á að lesa hana líka.
Greinarnar sem hér er vísað á eru allar frá nítjándu öld og fjalla um kvenréttindamál. Í kynningu á Heimspekivefnum segir að „höfundar greinanna eigi það allir sameiginlegt að hamra á mikilvægi þess að konur fái notið menntunar til jafns við karla. Menntun er lykillinn að bættum kjörum og réttindum. Á þessum tíma var það hinsvegar útbreidd skoðun að aukin réttindi myndu óhjákvæmilega bitna á getu kvenna til að sinna móðurhlutverkinu“.
Þetta eru greinarnar fimm sem birtust upphaflega á síðum Skírnis og Fjallkonunnar.
„Jafnrétti kvenna“ eftir Guðmund Þorláksson, sem segir meðal annars:
„Erfiðara hefur þetta mál átt uppdráttar í Norðurálfunni. Það hefur raunar fengið öfluga meðmælendur, svo sem Englendinginn Stuart Mill, Þjóðverjann H. von Scheel og fleiri, en hinir hafa þó verið jafnan fleiri, er móti hafa verið. Merkastir af þeim eru Bischoff, líffræðingur í München, og Proudhon, frakkneskur maður. Bischoff hefur nýlega ritað stóra bók á móti þessu; þar segir hann, að konur geti alls ekki lært neitt vísindalegt, það skyldi þá helst vera ögn í grasafræði, um fallegustu blómin eða þess háttar.“
„Rjettur kvenna aukinn árið sem leið“ eftir Eirík Jónsson:
„Hér eru þrjú höfuðatriði, sem sérílagi koma til greina: jöfn ráð giftra kvenna við bændurna á því sem hjónin eiga eða eignast, eða heimild þeirra til þess, sem þær afla eða erfa í hjúskap; kosningarréttur; og réttur til atvinnu og embætta til jafns við karlmenn.“
„Um jafnrjetti og jafnstæði kvenna gagnvart karlmönnum“ eftir Eirík Jónsson:
„Vor öld á það lof skilið, að á síðara hluta hennar hefur hér verið margur steinn úr götu tekinn, og að því er nú á hverju ári kappsamlega unnið, að greiða veg fyrir jafnrétti karla og kvenna. Mest hefur til þessa áunnist, þar sem til atvinnunnar kemur, og kvenmenn nema það nú til atvinnu í þúsunda tali, sem fáum mundi hafa þótt í mál takanda á fyrirfarandi öldum. Vér nefnum fátt eitt til dæmis. Í fyrra stúderuðu 108 stúlkur við háskólana á Svisslandi. Við háskólann í París nema læknisfræði 50 kvenmenn, og við tvo háskóla á Hollandi 40. Vér nefndum í fyrra kvennaskólann (í Girton) í námunda við Cambridge, og eru þar nú drjúgum fleiri. En við háskólana í Cambridge, Lundúnum og Dýflinni nema ýmis fræði hér umbil 750 kvenna (samtals). … Vér látum þess getið, að 150 kvenmenn gegna póstembættum í Austurríki, og 1000 þjónustu við hraðfréttasendingar í Lundúnum, Dýflinni og Edínaborg.“
„Kvenfrelsi“ eftir Ónefndan:
„Lög um sérstök fjárráð giftra kvenna teljum vér með mestu nauðsynjamálum. Að konan megi sjálf ráða eigum sínum á sama hátt og maður hennar ræður fé sínu, er svo eðlilegt, að óþarft er að færa rök fyrir því eða telja þá kosti, er því fylgja. Það er eitt, t.d., að tengdaforeldrar þurfa síður að óttast, að tengdasynir sói arfi dætra þeirra, ef þær ráða sjálfar fé sínu að lögum. Í öðru lagi getur bóndinn haft góðan hag af því, að skuldunautar geta eigi krafið konuna um skuldir hans. Í þriðja lagi er það óeðlilegt, að konan sé svipt að miklu leyti fjárráðum sínum um leið og hún giftist. Með því að giftur maður fær þannig ráð yfir eignum konu sinnar, gifta margir sig eingöngu til fjár, og er þá jafnan hætt við, að sambúð hjónanna verði eigi svo ástúðleg sem hún annars ætti að vera. Það er heldur eigi fýsilegt fyrir ungar stúlkur, sem eru í góðum efnum, að gifta sig og mega búast við því, að ráða þaðan af engu um eigur sínar. Eyðsluseggir og ráðleysingjar svalla og sólunda oft þeim eigum, sem þeir hafa fengið í hendur með konunum og steypa þeim í eymd og volæði. Flestir munu þekkja mörg dæmi til þessa, enn vér leyfum oss hér að segja frá einu dæmi úr Noregi, er sýnir hve lögunum er þar áfátt í þessum greinum álíka og hér.“
„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur:
„En til þess að dæturnar geti orðið nýtir limir þjóðfélagsins, verða foreldrar og vandamenn þeirra að taka jafnt tillit til vilja þeirra og hæfileika sem sonanna. Þeir verða að hætta að gjöra þennan mikla mun á mey og manni.“[Þetta hljómar næstum eins og hún sé að tala um kynskipt leikföng.]
Allt eru þetta greinar skrifaðar á árunum 1876-1885. Deilum um hlutverk og menntun kvenna lauk þó auðvitað ekki þarna, þær standa enn. Sigríður Matthíasdóttir skrifaði áhugaverða doktorsritgerð þar sem hún ræðir slíkar deilur á öndverðri 20. öld. Ritgerðin kom út á bók 2004 og nefnist Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930. Áhugasömum er bent á að lesa hana líka.
Efnisorð: feminismi
<< Home