Gögnin sem áttu að gera útum málið
Eftir að ég birti síðustu bloggfærslu áttaði ég mig á að ég hafði aldrei skrifað um pistilinn sem Egill Gillz Einarsson skrifaði 13. september síðastliðinn undir heitinu „Að gefnu tilefni“. Ég ákvað því að bæta úr því, þó seint sé. Pistill hans er langur og kaflaskiptur og þó ég reyni að fara í gegnum hann allan lið fyrir lið þá fá sum atriði meira vægi en önnur. Ég legg að sjálfsögðu mesta áherslu á það sem mér finnst vera lélegar röksemdir í málflutningi Egils og ekki styðja málstað hans, enda sannfærði hann mig enganveginn með þessu svari sínu við viðtalinu við Guðnýju sem kærði hann fyrir nauðgun og sagði sögu sína í ágústhefti Nýs Lífs.
Egill Gillzenegger Einarsson byrjar á að gefa til kynna að Guðný sé ekki eins saklaus einsog hún vilji vera láta. Því til sönnunar leggur hann fram bréf frá barþjóni á Austur sem málsgagn. Þar segir að það sé ekki rétt að Guðný hafi verið að koma í fyrsta sinn á veitingastaðinn Austur umrætt fimmtudagskvöld. Hún hafi áður komið þangað á fimmtudagskvöldum og sótt staðinn margoft vikurnar og mánuðina á undan. Gillz notar þessa seintframkomnu yfirlýsingu barþjónsins (sem man hver kom á fimmtudögum og hver aðra daga) sem sönnun þess að það sé rangt að „Guðný hafi verið nýgræðingur á djamminu“. Hún sagði reyndar í viðtalinu í Nýju Lífi að það hefði ekki verið algengt að þær vinkonurnar átján ára gamlar færu að „tjútta niðri í bæ á fimmtudögum, þetta var, að ég held, í fyrsta skipti“ (bls. 62, skáletrun mín). Hún segir segir ekkert um að hún hafi aldrei komið inná Austur (en barþjónninn heldur því fram að hún hafi sagt það) og fullyrðir ekki að hún hafi aldrei farið að tjútta á fimmtudögum (kannski vegna skóla á föstudögum?) en var á staðnum þarna, hugsanlega í fyrsta sinn, en þó getur verið að það hafi komið fyrir áður. Fæstum þætti þetta tilefni til að reka það atriði ofan í hana.
En þetta er svosem smáatriði. Næst, kossinn.
Egill Gillz notar það sem röksemd í málinu að til séu tvær myndir af Guðríði kærustu sinni og Guðnýju að kyssast. Myndirnar sem hann birtir af þeim því til sönnunar er ein þar sem þær kyssast og á hinni eru þær ekki að kyssast (nær hefði verið að sýna báðar myndirnar sem eiga að sýna þær kyssast). Undir myndina þar sem þær eru ekki að kyssast hefur hann skrifað „Svona var stemningin“. Hvernig sú stemning á að vera í andstöðu við það sem Guðný sagði í viðtalinu við Nýtt Líf er erfitt að sjá, því hún sagði einmitt að þau (hún, Guðríður og barþjónninn) hafi spjallað saman, grínast og hlegið. Síðan hafi Guðríður kysst hana. Guðný talar um sleik en jafnframt að á því örstutta augnabliki hafi einhver tekið mynd. Egill Gillz snýr því uppí að hún hafi sagt að „koss sem náðist á mynd hafi bara verið sekúndubrot“. Hún sagði það ekki. Barþjónninn heldur því reyndar fram að „þetta kossaflens“ hafi staðið lengi, að minnsta kosti í hálftíma. Engum sögum fer af tímaskyni hans almennt eða hvort hann geti tímasett allar athafnir gesta staðarins svona nákvæmlega. Ef kossaflensið stóð yfir í hálftíma væri forvitnilegt að vita hvaða varalit stúlkurnar nota, því hann hefur undraverða endingu, ef marka má myndir.
Að því sögðu þá er sérkennilegt að Egill Gillz skuli nota þennan koss, eða kossa, eða kossaflens sem röksemd fyrir því að Guðný hafi viljað kynlíf með karlmanni (honum sjálfum), hann er sannarlega hvergi að sjá á þessum myndum. Það er ekkert sem segir að ef Guðnýju hafi litist vel á Guðríði og jafnvel langað að sofa hjá henni (en hún tekur fram í viðtalinu í Nýju Lífi að hún hafi aldrei kysst stelpu áður og ekkert bendir til að hún hafi verið tilbúin að ganga lengra en að kyssa Guðríði) þá hafi hún verið tilbúin til að stunda kynlíf með Agli Gillz, hvað þá þeim báðum í einu. Ekkert. Stelpa sem kyssir einhvern inni á skemmtistað er ekki þarmeð búin að lýsa því yfir að hún vilji sofa hjá einhverjum allt öðrum aðila. Kossinn þýðir ekki einu sinni að hún vilji sofa hjá manneskjunni sem hún er að kyssa. Koss þarf ekki að leiða til kynlífs. Og með þvíað kyssa einhvern á skemmtistað hefurðu ekki samþykkt kynlíf með manneskjunni sem þú kyssir hvað þá kynlíf með einhverjum öðrum sem staddir eru á skemmtistaðnum.
Kossinn, langur eða stuttur, hefur því enga þýðingu fyrir eftirmálann, hann segir ekkert til um að Guðný hafi verið samþykk því sem á eftir kom.
Næst fjallar Egill Gillz um hver sagði hvað í leigubílnum, hver mátti eða ekki fara með og hvert átti að fara, og ber honum auðvitað ekki saman við Guðnýju um það mál. Ég veit ekkert hvað er satt eða logið í því máli. Vil þó benda á að vitnisburður leigubílstjórans er varla endanleg sönnun um hvað hver gerði við hvern í aftursætinu, líklega hefur hann eitthvað þurft að horfa fram á veginn. Þaraðauki heyrist ekki alltaf vel milli framsætis og aftursætis, og hafi tónlist verið spiluð í bílnum (situr DJ Muscleboy lengi í leigubíl án þess að láta spila fyrir sig músík?) hefur bílstjórinn varla heyrt nákvæmlega hver sagði hvað við hvern. Um þetta er þó erfitt að fullyrða, en þetta er ekki sérlega góður vitnisburður og segir sannarlega ekkert um það sem á eftir kom.
Egill Gillz vitnar í lögregluskýrslu þar sem segir að ekki sjáist sms skilaboð sem vinkonur Guðnýjar segjast hafa fengið frá henni þegar þær voru á Players. Í skjáskotinu sem hann birtir segir reyndar ekkert um önnur sms frá henni eða símtöl, en þetta kemur samt ekki vel út fyrir Guðnýju, ef rétt er. Af skjáskoti og tilvitnunum Egils Gillz má álykta að lögreglan hafi tekið afrit úr síma Guðnýjar og vinkonu hennar af sendum og mótteknum smsum, og að þær hafi borið því við að hafa eytt þeim smsum sem á vantar. Hann segir að gögn frá símafyrirtækjum staðfesti að SMS og símtöl sem hún segir frá áttu sér ekki stað, en sýnir ekki þessi gögn, heldur eru þau aðeins í endursögn hans. Um sms sem hann fær sjálfur skammtar hann upplýsingar til þeirra sem meta eiga gögn málsins (lesendur pistilsins), eins og skoðað verður hér á eftir.
Næst segir Egill Gillz að Guðný hafi orðið margsaga um það sem gerðist eftir að komið var inn í íbúð hans. Hann vekur sérstaka athygli á því að hún hafi sagt í viðtalinu við Nýtt Líf að hún hafi grátið frá því að atburðurinn sjálfur byrjaði, en sjálfur segir hann í þessum bloggpistli 13. september að: „Allt þar til alveg í blálokin bentu svipbrigði hennar og allt atferli til þess að hún væri ánægð og það var ekkert dramatískt við brottför hennar.“ Og sama pistli: „Það var ekki fyrr en alveg í blálokin sem hún varð skrýtin og sagðist ætla að fara.“ Guðríður unnusta Egils Gillz hefur aftur á móti sagt í yfirlýsingu (30. ágúst) að Guðný „grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.)“
Semsagt, samkvæmt yfirlýsingu 3. júlí 2012 var hlegið, góð stemning og enginn grét. En samkvæmt yfirlýsingu 30. ágúst 2013 grét Guðný ekki eða sýndi nein merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin. Og í bloggpistli 13. sept 2013 bentu svipbrigði Guðnýjar og allt atferli til að hún væri ánægð, allt þar í blálokin. Þá varð hún „skrýtin.“ Miðað við hvað Agli Gillz og Guðríði gengur illa að vera sammála um það hvort og þá hvenær Guðný grét, ferst Agli ekki að væna Guðnýju um að vera margsaga. Hún hefur sér það til afsökunar að hafa verið í áfalli og muna e.t.v. ekki allt nákvæmlega vegna þess og fyrsta skýrsla hennar er því í einhverjum atriðum ekki eins og hinar síðari (sbr. viðtalið, bls. 64-65). Þau skötuhjúin afturámóti hafa ítrekað gefið út misvísandi yfirlýsingar á opinberum vettvangi á því hvort þau tóku eftir hvernig Guðnýju leið. Það bætir sannarlega ekki málstað þeirra.
Egill Gillz virðist hafa reynt að kynna sér hvernig manneskja sem verður fyrir kynferðisofbeldi hagar sér og notar það til að slá skýringar Guðnýjar útaf borðinu, svona hegði þær sér ekki. Það sýnir best hvað hann skilur lítið af því sem hann las sér til um. Egill Gillz hafði einnig sagt í yfirlýsingu 3. júlí 2012 að Guðný hafi ekki brugðist rétt við eftir að hafa hitt hann á vinnustað sínum, barasta allsekkert hætt að vinna þar, og klikkir þá út með að „forðun [sé] hins vegar eitt af dæmigerðum einkennum brotaþola í nauðgunarmálum.“ Það er reyndar engin uppskrift til að hegðun fólks, það er til algeng hegðun og dæmigerð, en aldrei er hægt að segja að allar manneskjur hegði sér alltaf eins við tilteknar kringumstæður eða að engin manneskja myndi hegða sér svona og svona við einhverjar aðstæður.
Læknaskýrslur les Egill Gillz sér í hag, hann telur að þær sanni ekki að Guðný hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þær sanna heldur ekki að kynmök hafi farið fram með hennar vilja, gögnin má lesa á báða vegu.
Þá er komið að handrukkaranum ógurlega.
Það er furðulegt hvað Egill Gillz gerir mikið mál úr „æsta manninn í leigubílnum.“ Hann gefur til kynna að það hafi verið handrukkarinn sem hann minntist á strax í fyrstu yfirlýsingu sinni um málið 2. desember 2011 (yfirlýsing sem kom fjölda manns á óvart, þ.á m. mér sem hafði ekki svo mikið sem heyrt ávæning af því að Egill Gillz hefði verið sakaður um nauðgun). Þá sagði Egill Gillz: „Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki.“
Í bloggpistlinum 13. september 2013 segir Egill Gillz svo að þessi „æsti maður“ hafi verið í för með vinkonum Guðnýjar þegar þær fóru að sækja hana heim til Egils Gillz. Maðurinn hafi talað um að beita ofbeldi og Agli Gillz finnst undarlegt af vinkonum Guðnýjar að taka „ókunnugan mann með sér til þess að vitja um meint fórnarlamb í nauðgunarmáli“ og reynir að gera það grunsamlegt að vinkonurnar hafi ekki viljað upplýsa lögreglu um nafn hans, en hann var farinn úr bílnum áður en Guðný var sótt, og kemur því varla málinu við. En án þess að ég viti hver maðurinn er, getur þá ekki verið að vinkonurnar hafi tekið hann með (eða hann boðist til þess að koma með) sem lífvörð ef í odda skærist með vinkonunum og húsráðanda, en þegar þær sáu hvað hann var æstur að hann myndi gera illt verra og losuðu sig þessvegna við hann?
Hver sem skýringin á veru hans og fjarveru úr leigubílnum er, þá er ljóst að hann hitti aldrei neinn aðila málsins, Egil Gillz, Guðríði eða Guðnýju (og því óþarft fyrir lögguna að tala við hann), og þessvegna undarlegt að tileinka honum heilan kafla bloggpistlinum. Þetta er samt athyglisvert vegna þess að í yfirlýsingunni frá desember 2011 sem áður var vitnað í, talar Egill Gillz um tilraun til fjárkúgunar. En í pistlinum í september á þessu ári segist hann hafa fengið „viðvörun um að einhverjir undirheimamenn ætluðu að berja mig“. Hvort var það, átti að berja hann eða kúga út úr honum fé? Fjárkúgunin hlýtur að hafa snúist um að fara með söguna í fjölmiðla ella, eða hvað? Þarna vantar útskýringar.
Það vantar líka skýringu á því hversvegna Egill Gillz, sem er svo annt um að „leggja gögn málsins“ fram, sýnir ekki smsið frá handrukkaranum. Þar hlýtur að koma fram símanúmer þess sem sendi það, einhver hjálpsamur lesandi kannast kannski við númerið og þá er hægt að finna út hver sendi. Það væri líka fróðlegt að lesa hvernig maður sem Egill Gillz veit ekkert hver er (hann hlýtur að eiga að vera sá sem var æstur í leigubílnum, því hvernig eiga þessar sögur annars að tengjast?), kemur því á framfæri að hann sé handrukkari. Skrifar hann: „Hurru, ég er hérna handrukkari sko og þetta er sko viðvörun um að einhverjir undirheimamenn ætla að berja þig.“ (Skv. þeim sem lesa gamlar bloggfærslur Gillz hljóta orðin 'viðvörun' og 'undirheimamenn' hafa staðið í textanum.) Og svo hefur staðið eitthvað um peninga, eða ekki. Egill segist „leggja gögnin á borðið, þau sem til eru“, hann hlýtur að geta framvísað ógnvænlegu smsi sem honum barst sjálfum og hefur „hreinlega ekki hætt að hugsa um“ (3. júlí 2012).
Hvernig æsti maðurinn í leigubílnum og handrukkunarhótunin eiga að vera sönnun þess að Egill Gillz Einarsson og Guðríður Jónsdóttir hafi ekki brotið á kynfrelsi Guðnýjar, er mér óskiljanlegt.
Eftir að hafa lesið þessi málsgögn sem Egill leggur fram, get ég ekki fundið neitt í þeim sem bendir til sakleysis hans. Ég veit auðvitað ekki hvort hann er sekur, en þau atriði sem hann virðist halda að sýni fram á sakleysi sitt, þ.m.t. koss eða kossar milli Guðríðar og Guðnýjar á Austur, og handrukkarasaga hins ægireiða, segja ekkert um að Guðný hafi samþykkt að stunda kynlíf með einkaþjálfara sínum og unnustu hans. Ekkert.
Egill Gillzenegger Einarsson byrjar á að gefa til kynna að Guðný sé ekki eins saklaus einsog hún vilji vera láta. Því til sönnunar leggur hann fram bréf frá barþjóni á Austur sem málsgagn. Þar segir að það sé ekki rétt að Guðný hafi verið að koma í fyrsta sinn á veitingastaðinn Austur umrætt fimmtudagskvöld. Hún hafi áður komið þangað á fimmtudagskvöldum og sótt staðinn margoft vikurnar og mánuðina á undan. Gillz notar þessa seintframkomnu yfirlýsingu barþjónsins (sem man hver kom á fimmtudögum og hver aðra daga) sem sönnun þess að það sé rangt að „Guðný hafi verið nýgræðingur á djamminu“. Hún sagði reyndar í viðtalinu í Nýju Lífi að það hefði ekki verið algengt að þær vinkonurnar átján ára gamlar færu að „tjútta niðri í bæ á fimmtudögum, þetta var, að ég held, í fyrsta skipti“ (bls. 62, skáletrun mín). Hún segir segir ekkert um að hún hafi aldrei komið inná Austur (en barþjónninn heldur því fram að hún hafi sagt það) og fullyrðir ekki að hún hafi aldrei farið að tjútta á fimmtudögum (kannski vegna skóla á föstudögum?) en var á staðnum þarna, hugsanlega í fyrsta sinn, en þó getur verið að það hafi komið fyrir áður. Fæstum þætti þetta tilefni til að reka það atriði ofan í hana.
En þetta er svosem smáatriði. Næst, kossinn.
Egill Gillz notar það sem röksemd í málinu að til séu tvær myndir af Guðríði kærustu sinni og Guðnýju að kyssast. Myndirnar sem hann birtir af þeim því til sönnunar er ein þar sem þær kyssast og á hinni eru þær ekki að kyssast (nær hefði verið að sýna báðar myndirnar sem eiga að sýna þær kyssast). Undir myndina þar sem þær eru ekki að kyssast hefur hann skrifað „Svona var stemningin“. Hvernig sú stemning á að vera í andstöðu við það sem Guðný sagði í viðtalinu við Nýtt Líf er erfitt að sjá, því hún sagði einmitt að þau (hún, Guðríður og barþjónninn) hafi spjallað saman, grínast og hlegið. Síðan hafi Guðríður kysst hana. Guðný talar um sleik en jafnframt að á því örstutta augnabliki hafi einhver tekið mynd. Egill Gillz snýr því uppí að hún hafi sagt að „koss sem náðist á mynd hafi bara verið sekúndubrot“. Hún sagði það ekki. Barþjónninn heldur því reyndar fram að „þetta kossaflens“ hafi staðið lengi, að minnsta kosti í hálftíma. Engum sögum fer af tímaskyni hans almennt eða hvort hann geti tímasett allar athafnir gesta staðarins svona nákvæmlega. Ef kossaflensið stóð yfir í hálftíma væri forvitnilegt að vita hvaða varalit stúlkurnar nota, því hann hefur undraverða endingu, ef marka má myndir.
Að því sögðu þá er sérkennilegt að Egill Gillz skuli nota þennan koss, eða kossa, eða kossaflens sem röksemd fyrir því að Guðný hafi viljað kynlíf með karlmanni (honum sjálfum), hann er sannarlega hvergi að sjá á þessum myndum. Það er ekkert sem segir að ef Guðnýju hafi litist vel á Guðríði og jafnvel langað að sofa hjá henni (en hún tekur fram í viðtalinu í Nýju Lífi að hún hafi aldrei kysst stelpu áður og ekkert bendir til að hún hafi verið tilbúin að ganga lengra en að kyssa Guðríði) þá hafi hún verið tilbúin til að stunda kynlíf með Agli Gillz, hvað þá þeim báðum í einu. Ekkert. Stelpa sem kyssir einhvern inni á skemmtistað er ekki þarmeð búin að lýsa því yfir að hún vilji sofa hjá einhverjum allt öðrum aðila. Kossinn þýðir ekki einu sinni að hún vilji sofa hjá manneskjunni sem hún er að kyssa. Koss þarf ekki að leiða til kynlífs. Og með þvíað kyssa einhvern á skemmtistað hefurðu ekki samþykkt kynlíf með manneskjunni sem þú kyssir hvað þá kynlíf með einhverjum öðrum sem staddir eru á skemmtistaðnum.
Kossinn, langur eða stuttur, hefur því enga þýðingu fyrir eftirmálann, hann segir ekkert til um að Guðný hafi verið samþykk því sem á eftir kom.
Næst fjallar Egill Gillz um hver sagði hvað í leigubílnum, hver mátti eða ekki fara með og hvert átti að fara, og ber honum auðvitað ekki saman við Guðnýju um það mál. Ég veit ekkert hvað er satt eða logið í því máli. Vil þó benda á að vitnisburður leigubílstjórans er varla endanleg sönnun um hvað hver gerði við hvern í aftursætinu, líklega hefur hann eitthvað þurft að horfa fram á veginn. Þaraðauki heyrist ekki alltaf vel milli framsætis og aftursætis, og hafi tónlist verið spiluð í bílnum (situr DJ Muscleboy lengi í leigubíl án þess að láta spila fyrir sig músík?) hefur bílstjórinn varla heyrt nákvæmlega hver sagði hvað við hvern. Um þetta er þó erfitt að fullyrða, en þetta er ekki sérlega góður vitnisburður og segir sannarlega ekkert um það sem á eftir kom.
Egill Gillz vitnar í lögregluskýrslu þar sem segir að ekki sjáist sms skilaboð sem vinkonur Guðnýjar segjast hafa fengið frá henni þegar þær voru á Players. Í skjáskotinu sem hann birtir segir reyndar ekkert um önnur sms frá henni eða símtöl, en þetta kemur samt ekki vel út fyrir Guðnýju, ef rétt er. Af skjáskoti og tilvitnunum Egils Gillz má álykta að lögreglan hafi tekið afrit úr síma Guðnýjar og vinkonu hennar af sendum og mótteknum smsum, og að þær hafi borið því við að hafa eytt þeim smsum sem á vantar. Hann segir að gögn frá símafyrirtækjum staðfesti að SMS og símtöl sem hún segir frá áttu sér ekki stað, en sýnir ekki þessi gögn, heldur eru þau aðeins í endursögn hans. Um sms sem hann fær sjálfur skammtar hann upplýsingar til þeirra sem meta eiga gögn málsins (lesendur pistilsins), eins og skoðað verður hér á eftir.
Næst segir Egill Gillz að Guðný hafi orðið margsaga um það sem gerðist eftir að komið var inn í íbúð hans. Hann vekur sérstaka athygli á því að hún hafi sagt í viðtalinu við Nýtt Líf að hún hafi grátið frá því að atburðurinn sjálfur byrjaði, en sjálfur segir hann í þessum bloggpistli 13. september að: „Allt þar til alveg í blálokin bentu svipbrigði hennar og allt atferli til þess að hún væri ánægð og það var ekkert dramatískt við brottför hennar.“ Og sama pistli: „Það var ekki fyrr en alveg í blálokin sem hún varð skrýtin og sagðist ætla að fara.“ Guðríður unnusta Egils Gillz hefur aftur á móti sagt í yfirlýsingu (30. ágúst) að Guðný „grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.)“
Semsagt, samkvæmt yfirlýsingu 3. júlí 2012 var hlegið, góð stemning og enginn grét. En samkvæmt yfirlýsingu 30. ágúst 2013 grét Guðný ekki eða sýndi nein merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin. Og í bloggpistli 13. sept 2013 bentu svipbrigði Guðnýjar og allt atferli til að hún væri ánægð, allt þar í blálokin. Þá varð hún „skrýtin.“ Miðað við hvað Agli Gillz og Guðríði gengur illa að vera sammála um það hvort og þá hvenær Guðný grét, ferst Agli ekki að væna Guðnýju um að vera margsaga. Hún hefur sér það til afsökunar að hafa verið í áfalli og muna e.t.v. ekki allt nákvæmlega vegna þess og fyrsta skýrsla hennar er því í einhverjum atriðum ekki eins og hinar síðari (sbr. viðtalið, bls. 64-65). Þau skötuhjúin afturámóti hafa ítrekað gefið út misvísandi yfirlýsingar á opinberum vettvangi á því hvort þau tóku eftir hvernig Guðnýju leið. Það bætir sannarlega ekki málstað þeirra.
Egill Gillz virðist hafa reynt að kynna sér hvernig manneskja sem verður fyrir kynferðisofbeldi hagar sér og notar það til að slá skýringar Guðnýjar útaf borðinu, svona hegði þær sér ekki. Það sýnir best hvað hann skilur lítið af því sem hann las sér til um. Egill Gillz hafði einnig sagt í yfirlýsingu 3. júlí 2012 að Guðný hafi ekki brugðist rétt við eftir að hafa hitt hann á vinnustað sínum, barasta allsekkert hætt að vinna þar, og klikkir þá út með að „forðun [sé] hins vegar eitt af dæmigerðum einkennum brotaþola í nauðgunarmálum.“ Það er reyndar engin uppskrift til að hegðun fólks, það er til algeng hegðun og dæmigerð, en aldrei er hægt að segja að allar manneskjur hegði sér alltaf eins við tilteknar kringumstæður eða að engin manneskja myndi hegða sér svona og svona við einhverjar aðstæður.
Læknaskýrslur les Egill Gillz sér í hag, hann telur að þær sanni ekki að Guðný hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þær sanna heldur ekki að kynmök hafi farið fram með hennar vilja, gögnin má lesa á báða vegu.
Þá er komið að handrukkaranum ógurlega.
Það er furðulegt hvað Egill Gillz gerir mikið mál úr „æsta manninn í leigubílnum.“ Hann gefur til kynna að það hafi verið handrukkarinn sem hann minntist á strax í fyrstu yfirlýsingu sinni um málið 2. desember 2011 (yfirlýsing sem kom fjölda manns á óvart, þ.á m. mér sem hafði ekki svo mikið sem heyrt ávæning af því að Egill Gillz hefði verið sakaður um nauðgun). Þá sagði Egill Gillz: „Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki.“
Í bloggpistlinum 13. september 2013 segir Egill Gillz svo að þessi „æsti maður“ hafi verið í för með vinkonum Guðnýjar þegar þær fóru að sækja hana heim til Egils Gillz. Maðurinn hafi talað um að beita ofbeldi og Agli Gillz finnst undarlegt af vinkonum Guðnýjar að taka „ókunnugan mann með sér til þess að vitja um meint fórnarlamb í nauðgunarmáli“ og reynir að gera það grunsamlegt að vinkonurnar hafi ekki viljað upplýsa lögreglu um nafn hans, en hann var farinn úr bílnum áður en Guðný var sótt, og kemur því varla málinu við. En án þess að ég viti hver maðurinn er, getur þá ekki verið að vinkonurnar hafi tekið hann með (eða hann boðist til þess að koma með) sem lífvörð ef í odda skærist með vinkonunum og húsráðanda, en þegar þær sáu hvað hann var æstur að hann myndi gera illt verra og losuðu sig þessvegna við hann?
Hver sem skýringin á veru hans og fjarveru úr leigubílnum er, þá er ljóst að hann hitti aldrei neinn aðila málsins, Egil Gillz, Guðríði eða Guðnýju (og því óþarft fyrir lögguna að tala við hann), og þessvegna undarlegt að tileinka honum heilan kafla bloggpistlinum. Þetta er samt athyglisvert vegna þess að í yfirlýsingunni frá desember 2011 sem áður var vitnað í, talar Egill Gillz um tilraun til fjárkúgunar. En í pistlinum í september á þessu ári segist hann hafa fengið „viðvörun um að einhverjir undirheimamenn ætluðu að berja mig“. Hvort var það, átti að berja hann eða kúga út úr honum fé? Fjárkúgunin hlýtur að hafa snúist um að fara með söguna í fjölmiðla ella, eða hvað? Þarna vantar útskýringar.
Það vantar líka skýringu á því hversvegna Egill Gillz, sem er svo annt um að „leggja gögn málsins“ fram, sýnir ekki smsið frá handrukkaranum. Þar hlýtur að koma fram símanúmer þess sem sendi það, einhver hjálpsamur lesandi kannast kannski við númerið og þá er hægt að finna út hver sendi. Það væri líka fróðlegt að lesa hvernig maður sem Egill Gillz veit ekkert hver er (hann hlýtur að eiga að vera sá sem var æstur í leigubílnum, því hvernig eiga þessar sögur annars að tengjast?), kemur því á framfæri að hann sé handrukkari. Skrifar hann: „Hurru, ég er hérna handrukkari sko og þetta er sko viðvörun um að einhverjir undirheimamenn ætla að berja þig.“ (Skv. þeim sem lesa gamlar bloggfærslur Gillz hljóta orðin 'viðvörun' og 'undirheimamenn' hafa staðið í textanum.) Og svo hefur staðið eitthvað um peninga, eða ekki. Egill segist „leggja gögnin á borðið, þau sem til eru“, hann hlýtur að geta framvísað ógnvænlegu smsi sem honum barst sjálfum og hefur „hreinlega ekki hætt að hugsa um“ (3. júlí 2012).
Hvernig æsti maðurinn í leigubílnum og handrukkunarhótunin eiga að vera sönnun þess að Egill Gillz Einarsson og Guðríður Jónsdóttir hafi ekki brotið á kynfrelsi Guðnýjar, er mér óskiljanlegt.
Eftir að hafa lesið þessi málsgögn sem Egill leggur fram, get ég ekki fundið neitt í þeim sem bendir til sakleysis hans. Ég veit auðvitað ekki hvort hann er sekur, en þau atriði sem hann virðist halda að sýni fram á sakleysi sitt, þ.m.t. koss eða kossar milli Guðríðar og Guðnýjar á Austur, og handrukkarasaga hins ægireiða, segja ekkert um að Guðný hafi samþykkt að stunda kynlíf með einkaþjálfara sínum og unnustu hans. Ekkert.
Efnisorð: Nauðganir
<< Home