Um æði og aðra fugla
Það er ágæt hugmynd (sem ég las fyrst um í Draumalandi Andra Snæs) að merkja vörur frá bóndabýlum svo að neytandinn viti hvaðan þær koma, eða jafnvel kaupa beint frá býli. Það er þá hægara að fylgjast með hvernig farið er með dýrin, hvort grænmetið er lífrænt vottað og þar fram eftir götunum.
Ég vil endilega að æðardúnn verði merktur líka. Þá er hægt að kaupa dúnúlpu eða æðardúnsæng vitandi hvernig viðhorf æðarbóndinn hefur gagnvart fuglum og starfsfólki. Ekki bara æðarfuglinum samt og ekki bara starfsfólkinu sem hann drekkur kaffi með.
Þá myndi ég hvorki kaupa úlpu né sæng sem væri frá sjómanninum sem langar svo til að hafa æðarvarp í hólma við Raufarhöfn, en fyrst vill hann drepa allan fuglinn sem hefur hreiðrað þar um sig. Hann gefur lítið útá að hátt verð á æðardúni hvetji hann áfram, talar um hobbí. Fyrir það hobbí á fjöldi fugla af deyja, því þeir eru ekki af réttri tegund.
Ég myndi heldur ekki kaupa dún eða dúnfyllt föt eða sængur sem ættu uppruna sinn hjá Jóni bónda Sveinssyni í Reykhólasveit. Hann hefur verið dreginn fyrir dómstóla fyrir að „raska hreiðurstað arna og spilla friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í Miðhúsaeyjum“ en ernir eru alfriðaðir eins og kunnugt er. En Jóni er farið eins og sjómanninum á Raufarhöfn, að sumir fuglar eru æskilegir og sumir fuglar eru fyrir.
Þá er ekki par geðslegt hugarfar sem liggur að baki orðum Jóns sem nennir ekki að standa í að hreinsa dúninn (eða borga laun hér á landi fyrir það), heldur vill hann „flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn“. Þrátt fyrir einlægan vilja minn þá get ég ekki lesið úr þessu að hann hyggist borga starfsfólki, sem vel er búið að og vinnur hæfilega langan vinnudag, mannsæmandi laun fyrir að sjá um þrældóminn fyrir sig.
Það væri gott að geta sniðgengið dún sem þessir menn hyggjast selja.
Ég vil endilega að æðardúnn verði merktur líka. Þá er hægt að kaupa dúnúlpu eða æðardúnsæng vitandi hvernig viðhorf æðarbóndinn hefur gagnvart fuglum og starfsfólki. Ekki bara æðarfuglinum samt og ekki bara starfsfólkinu sem hann drekkur kaffi með.
Þá myndi ég hvorki kaupa úlpu né sæng sem væri frá sjómanninum sem langar svo til að hafa æðarvarp í hólma við Raufarhöfn, en fyrst vill hann drepa allan fuglinn sem hefur hreiðrað þar um sig. Hann gefur lítið útá að hátt verð á æðardúni hvetji hann áfram, talar um hobbí. Fyrir það hobbí á fjöldi fugla af deyja, því þeir eru ekki af réttri tegund.
Ég myndi heldur ekki kaupa dún eða dúnfyllt föt eða sængur sem ættu uppruna sinn hjá Jóni bónda Sveinssyni í Reykhólasveit. Hann hefur verið dreginn fyrir dómstóla fyrir að „raska hreiðurstað arna og spilla friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í Miðhúsaeyjum“ en ernir eru alfriðaðir eins og kunnugt er. En Jóni er farið eins og sjómanninum á Raufarhöfn, að sumir fuglar eru æskilegir og sumir fuglar eru fyrir.
Þá er ekki par geðslegt hugarfar sem liggur að baki orðum Jóns sem nennir ekki að standa í að hreinsa dúninn (eða borga laun hér á landi fyrir það), heldur vill hann „flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn“. Þrátt fyrir einlægan vilja minn þá get ég ekki lesið úr þessu að hann hyggist borga starfsfólki, sem vel er búið að og vinnur hæfilega langan vinnudag, mannsæmandi laun fyrir að sjá um þrældóminn fyrir sig.
Það væri gott að geta sniðgengið dún sem þessir menn hyggjast selja.
Efnisorð: dýravernd, karlmenn, Verkalýður
<< Home