Eins manns þrjóskukeppni
Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins hefur skrifað ágæta hugleiðingu um tilgang hvalveiða. Hann bendir á, og ekki í fyrsta sinn, að hvalveiðar Íslendinga eru ekki „hluti arfleifðar og sögu þjóðarinnar“.
Pistill Sigursteins kemur í kjölfarið á fréttaflutningi af hvalkjöti sem Hvalur hf hugðist senda til Japan en er komið til Íslands aftur eftir viðdvöl í höfnum Hamborgar og Rotterdam. Hvalkjötið var að hluta til skráð sem frosinn fiskur sem varð til þess að gerðar voru athugasemdir við skráninguna og skipið sem átti að sigla með hvalkjötið frá meginlandi Evrópu til Japan sigldi án þess. Eftir þvæling milli hafna varð ljóst að hvalkjötið kæmist aldrei til Japan og úr varð að Samskip tóku að sér að skila því til Íslands. Samskip hefur þó ákveðið að hætta alfarið að flytja hvalkjöt (húrra fyrir því). En þrjóskuhundurinn Kristján Loftsson í Hval ætlar samt að halda áfram að veiða hvali, jafnvel þótt hann hafi fengið 6 gáma með 130 tonnum af óseljanlegu hvalkjöti í fangið. Áður hafði komið í ljós að Japanir eru mikið til hættir að kaupa hvalkjöt til eigin neyslu og íslenski hvalurinn endaði því sem hundafóður í Japan. En Kristján vill samt veiða hval og selja til Japan, og virðist ekki kippa sér upp við að nú geti hann ekki einu sinni selt afurðirnar, þær komist ekki leiðarenda.
Hvalveiðarnar byrjuðu annars mjög vel* hjá Kristjáni þetta árið. Fréttablaðið birti á sautjánda júní frétt sem heilir tveir fréttamenn skrifuðu. Fréttin var mjög einhliða** en vísaði ekki í neina heimildamenn enda þótt hún flytti greinilega skoðanir aðaleiganda Hvals (en ekki skoðanir allra hluthafa, eins og fram hefur komið). Í fréttinni er fullyrt að hvalkjötið sé mannamatur en ekki hunda, án þess þó að tekið sé fram að blaðamennirnir hafi átt samtal við japönsk fyrirtæki (eitt eða fleiri) til að fá staðfestingu á þeirri fullyrðingu. Reyndar virðist ekki vera talað við neinn vegna fréttarinnar, hvorki Kristján Loftsson né aðra en allt það sem Kristján vill að almenningur viti eða trúi um hvalveiðarnar bornar á borð fyrir lesendur, þar á meðal hvað margir fái vinnu vegna veiðanna.
Eftir þetta voru sífelldar og glaðbeittar fréttir af hvernig veiðarnar gengu. En það fór að snúa á ógæfuhliðina þegar hinir vondu meginlandsbúar með smásmugulegar skoðanir á skriffinsku komust í pappírana sem fylgdu hvalkjötinu. Eftir það varð æ augljósara að allur gorgeir Kristjáns má sín lítils, jafnvel þótt utanríkisráðherra hneykslaðist á þessari skerðingu á ferðafrelsi hvalagámanna.
Sigursteinn tekur málið saman og spyr áríðandi spurninga.
Áður hefur Sigursteinn bent á fáránleikann í því
64 hvalir hafa þegar verið drepnir nú í sumar. Andstaða alþjóðasamfélagsins við veiðarnar er allnokkur (ekki síst vegna þess að langan tíma tekur fyrir hval að drepast eftir að hann hefur verið skotinn, dauðastríðið getur staðið frá 5 mínútum og allt að klukkustund), hvalaskoðun nýtur mikilla vinsælda sem hvalveiðar hljóta að varpa skugga á,*** og gróðavon Hvals hf er vægast sagt óviss ef ekkert skipafélag vill flytja hvalkjötið og þarafleiðandi verða engir kaupendur að hvalkjötinu.
Mun Kristján þrjóskast áfram, eins og Bjartur í Sumarhúsum, og skeyta ekkert um allt þetta, og láta veiða allan þann fjölda sem hann hefur heimild til, 154 að lágmarki og allt að 180 dýr?
Það er von að spurt sé, til hvers?
___
* Merkilegt annars með svona umdeildar veiðar, að fjölmiðlar skuli sífellt tala um þær gangi vel. Frá hvaða sjónarhorni ganga þær vel, Kristjáns Loftssonar? Fólk sem er á móti hvalveiðum (af ýmsum orsökum) lítur ekki þannig á hvaladráp að það gangi vel.
** Fyrir þá lesendur sem ekki hafa áhuga á að elta hlekkinn á fréttina er hún birt hér:
*** Hvalaskoðun á Faxaflóa líður fyrir hvalveiðarnar og Ómar Ragnarsson skrifar um það hér. Hann hefur einnig hrakið þau rök að veiða verði hvali svo þeir éti ekki allan fiskinn.
Pistill Sigursteins kemur í kjölfarið á fréttaflutningi af hvalkjöti sem Hvalur hf hugðist senda til Japan en er komið til Íslands aftur eftir viðdvöl í höfnum Hamborgar og Rotterdam. Hvalkjötið var að hluta til skráð sem frosinn fiskur sem varð til þess að gerðar voru athugasemdir við skráninguna og skipið sem átti að sigla með hvalkjötið frá meginlandi Evrópu til Japan sigldi án þess. Eftir þvæling milli hafna varð ljóst að hvalkjötið kæmist aldrei til Japan og úr varð að Samskip tóku að sér að skila því til Íslands. Samskip hefur þó ákveðið að hætta alfarið að flytja hvalkjöt (húrra fyrir því). En þrjóskuhundurinn Kristján Loftsson í Hval ætlar samt að halda áfram að veiða hvali, jafnvel þótt hann hafi fengið 6 gáma með 130 tonnum af óseljanlegu hvalkjöti í fangið. Áður hafði komið í ljós að Japanir eru mikið til hættir að kaupa hvalkjöt til eigin neyslu og íslenski hvalurinn endaði því sem hundafóður í Japan. En Kristján vill samt veiða hval og selja til Japan, og virðist ekki kippa sér upp við að nú geti hann ekki einu sinni selt afurðirnar, þær komist ekki leiðarenda.
Hvalveiðarnar byrjuðu annars mjög vel* hjá Kristjáni þetta árið. Fréttablaðið birti á sautjánda júní frétt sem heilir tveir fréttamenn skrifuðu. Fréttin var mjög einhliða** en vísaði ekki í neina heimildamenn enda þótt hún flytti greinilega skoðanir aðaleiganda Hvals (en ekki skoðanir allra hluthafa, eins og fram hefur komið). Í fréttinni er fullyrt að hvalkjötið sé mannamatur en ekki hunda, án þess þó að tekið sé fram að blaðamennirnir hafi átt samtal við japönsk fyrirtæki (eitt eða fleiri) til að fá staðfestingu á þeirri fullyrðingu. Reyndar virðist ekki vera talað við neinn vegna fréttarinnar, hvorki Kristján Loftsson né aðra en allt það sem Kristján vill að almenningur viti eða trúi um hvalveiðarnar bornar á borð fyrir lesendur, þar á meðal hvað margir fái vinnu vegna veiðanna.
Eftir þetta voru sífelldar og glaðbeittar fréttir af hvernig veiðarnar gengu. En það fór að snúa á ógæfuhliðina þegar hinir vondu meginlandsbúar með smásmugulegar skoðanir á skriffinsku komust í pappírana sem fylgdu hvalkjötinu. Eftir það varð æ augljósara að allur gorgeir Kristjáns má sín lítils, jafnvel þótt utanríkisráðherra hneykslaðist á þessari skerðingu á ferðafrelsi hvalagámanna.
Sigursteinn tekur málið saman og spyr áríðandi spurninga.
„Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar?“
Áður hefur Sigursteinn bent á fáránleikann í því
„að verið sé að senda þetta kjöt vítt og breitt um Evrópu þar sem það er alls staðar óvelkomið og fari að horfast í augu við þá staðreynd að heimurinn vill þetta ekki. Þetta eru tilgangslausar veiðar, ómannúðlegar, þjóna engum tilgangi og hafa nákvæmlega ekkert efnahagslegt gildi. Það er tap á þessu öllu saman og þegar upp er staðið þá tapar Ísland mest.“
64 hvalir hafa þegar verið drepnir nú í sumar. Andstaða alþjóðasamfélagsins við veiðarnar er allnokkur (ekki síst vegna þess að langan tíma tekur fyrir hval að drepast eftir að hann hefur verið skotinn, dauðastríðið getur staðið frá 5 mínútum og allt að klukkustund), hvalaskoðun nýtur mikilla vinsælda sem hvalveiðar hljóta að varpa skugga á,*** og gróðavon Hvals hf er vægast sagt óviss ef ekkert skipafélag vill flytja hvalkjötið og þarafleiðandi verða engir kaupendur að hvalkjötinu.
Mun Kristján þrjóskast áfram, eins og Bjartur í Sumarhúsum, og skeyta ekkert um allt þetta, og láta veiða allan þann fjölda sem hann hefur heimild til, 154 að lágmarki og allt að 180 dýr?
Það er von að spurt sé, til hvers?
___
* Merkilegt annars með svona umdeildar veiðar, að fjölmiðlar skuli sífellt tala um þær gangi vel. Frá hvaða sjónarhorni ganga þær vel, Kristjáns Loftssonar? Fólk sem er á móti hvalveiðum (af ýmsum orsökum) lítur ekki þannig á hvaladráp að það gangi vel.
** Fyrir þá lesendur sem ekki hafa áhuga á að elta hlekkinn á fréttina er hún birt hér:
„Hvalveiðar eru hafnar að nýju eftir tveggja ára hlé. Kvótinn er 154 langreyðar en heimildir eru til að bæta við hann tuttugu prósentum af óveiddum dýrum frá fyrri vertíð, þannig að mögulega verða veidd allt að 180 dýr ef vel gengur. Er þetta síðasta árið af fimm ára leyfi um veiðar á tegundinni, sem í gildi hefur verið frá árinu 2009. Tveir bátar, Hvalur 8 og Hvalur 9, sem bundnir hafa verið við bryggju í Reykjavík undanfarin tvö ár, munu stunda veiðarnar líkt og á síðustu vertíðum. Ástæða þess að hvalveiðar fara nú af stað eftir hlé er að ræst hefur úr efnahagsástandinu í Japan, en þangað fara allar afurðir langreyðanna utan mjöls og lýsis. Kjötið er ætlað til manneldis. Hætt var við veiðar síðasta árs eftir náttúruhamfarir í Japan árið 2011, en þá skemmdist meðal annars niðursuðuverksmiðja sem tekur við íslenska hvalkjötinu. Líkur eru á að veiðarnar standi fram í lok septembermánaðar en eftir þann tíma verða þær erfiðari, meðal annars þar sem veiða þarf hvalina í björtu. Á milli 150 og 200 manns fá vinnu vegna veiðanna, á sjó og í landi. Afurðirnar verða unnar í Hvalstöðinni í Hvalfirði, í frystihúsi Hvals í Hafnarfirði og í Heimaskagahúsinu á Akranesi.“Ofangreind frétt í Fréttablaðinu var reyndar svo einhliða að ég velti fyrir mér hvort Ingibjörg og Jón Ásgeir ættu hlut í Hval hf eða hvort Kristján ætti hlut í 365 miðlum. Ekki varð það til að minnka grunsemdir mínar að fréttin var ekki birt á Vísi og þarafleiðandi sköpuðust engar umræður um hana. Nýrri útgáfa af henni, með frétt um að búið sé að veiða einn hval, kom raunar á Vísi og þar er enginn skrifaður fyrir fréttinni, en sama rullan um að „Allar afurðir af langreyðunum verða sendar til Japan, utan mjöls og lýsis, og eru þær ætlaðar til manneldis.“ Það er semsagt ekki eytt púðri í að ræða að hvalkjötið væri notað í hundafóður í Japan, heldur hamrað á því að hvalurinn sé „til manneldis“. Eða afsakið, „ætlaðar til manneldis“ — en svo er aldrei að vita hvað Japanir gera, sem er þá auðvitað allsekki á ábyrgð Kristjáns Loftssonar. Og enn sést ekki myndskeiðið með þessari frétt þar sem átti að vera hægt að heyra „skiptar skoðanir á hvalveiðum“. Í kjölfarið létu svo Stöð 2 og Fréttablaðið gera fyrir sig könnun á viðhorfi landsmanna til veiða á langreyðum. Ekki kemur fram í fréttinni hver sá um könnunina en niðurstaðan var sú að almenningur kaupir áróður Kristjáns Loftssonar og 365 miðla.
*** Hvalaskoðun á Faxaflóa líður fyrir hvalveiðarnar og Ómar Ragnarsson skrifar um það hér. Hann hefur einnig hrakið þau rök að veiða verði hvali svo þeir éti ekki allan fiskinn.
<< Home