Peningarnir sem flugu
Fyrr í sumar varð ég vitni að sérkennilegri uppákomu á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Þetta eru fjölfarin og hættuleg gatnamót með umferðarljósum og ég var farþegi í bíl sem lenti á rauðu ljósi. Bílinn hafði varla stoppað þegar ég sá ungan mann sem stökk til og frá úti á gatnamótunum, hálfhljóp, beygði sig niður og hegðaði sér á allan hátt undarlega. Hann hafði reyndar til þess nokkuð góða ástæðu, hann var að elta nokkurn fjölda peningaseðla — 500 og 1000 krónu seðla — sem flögruðu til og frá og voru ekki á því að láta góma sig.
Þetta var æsispennandi eltingarleikur og við héldum niðrí okkur andanum, hvað myndi gerast þegar kæmi grænt ljós? Myndi einhver aka af stað, og svo við öll og maðurinn verða fyrir bíl, eða myndi hann gefast upp við eltingarleikinn og flýja af hólmi þegar stórfljót bílanna æki af stað?
Og hvernig stóð á þessum fljúgandi peningum? Hafði ungi maðurinn verið að slá um sig, sýna ríkidæmi sitt og misst það svo allt úr höndunum? Hann virtist einn á ferð, varla hafði hann verið að veifa peningunum framaní bílstjóra, bláókunnugt fólk, rétt á meðan hann gekk yfir götuna? Höfðu peningarnir verið í bunka í teygju sem sprakk eða poka sem rifnaði? Þetta var hið undarlegasta mál.
Ég var reyndar ekki bara spennt heldur líka óróleg, mér fannst einsog ég ætti að fara út að hjálpa honum. Fannst ómögulegt að horfa á hann í þessum aðstæðum, einan að berjast við ofurefli vindsins og allir sátu bara og gláptu í stað þess að hjálpa til. En við sem vorum í bílnum urðum sammála um að það yrði allsherjar óreiða ef farþegar eða bílstjórar stykkju út úr sumum bílum en aðrir bílstjórar myndu krefjast þess að ekið yrði af stað þegar grænt ljós kæmi. Og yrði maðurinn svosem nokkuð ánægður með að fólk væri að skipta sér af þessu, héldi hann ekki bara að við ætlaðum að ræna hann?
Grænt ljós kom á Hofsvallagötuna og nokkrir bílar fóru yfir, maðurinn vék sér undan en yfirgaf ekki gatnamótin, hljóp svo útá þau mið þegar bílarnir voru farnir. Að því búnu virtist hann gefast upp, kannski ekki lagt í Hringbrautarflóðið, eða þá að hann hélt að hann hefði náð öllum seðlunum. Ég þóttist viss um að svo væri ekki, fannst ég hafa séð einn seðil hið minnsta læða sér milli bíðandi bílanna fyrir framan okkur. En maðurinn stefndi gangandi á Melana og við ókum leiðar okkar eins og hin vitnin að þessari uppákomu.
Seinna um kvöldið vafraði ég um vefmiðla en sá ekkert sem varpaði ljósi á málið. Ég hafði haldið að það hlytu allir símar að hafa verið á lofti, tugir mynda væru til af atburðinum, athugasemdakerfi loguðu, gott ef ekki væri komin skýring á hversvegna peningar hefðu tekið flugið í Vesturbænum. En hvergi neitt.
Ég skimaði líka eftir öðruvísi fréttum og létti stórum þegar þær létu líka á sér standa. Það birtust engar fréttir um ungan mann sem hefði verið rændur á Melunum, hvergi neitt um að maður sem sést hefði með fullar hendur fjár hefði verið dreginn inní húsagarð, rændur og laminn. Það virtust semsagt fleiri en ég þarna á gatnamótunum sitjandi í bílunum hafa vorkennt manngreyinu, kannski haft smá áhyggjur af honum, eða glott útí annað yfir þessari óheppni hans. En enginn virðist hafa hugsað með sér, sá á af peningum, hann munar ekki um að ég taki eitthvað af þeim af honum, hann býður hreinlega uppá það, svona fljúgandi seðlar æsa bara uppí manni peningagræðgina. Við, þessi sem sátum og horfðum á manngarminn hlaupa á eftir peningunum sínum hugsuðum ekki svona, allavega virðist ekkert okkar hafa látið eftir sér að fara á eftir honum og ræna hann þegar enginn sá til.
Kannski fæ ég aldrei svar við því hver var aðdragandi þess að ungi maðurinn baslaði við að safna saman peningunum sínum á fjölförnum gatnamótum. En mikið vona ég að ekkert okkar sem vorum vitni að þessari uppákomu hafi litið á hana sem tækifæri til að níðast á náunganum. Og ef í ljós kemur að maðurinn hafi verið rændur, en ekkert birst um það í fjölmiðlum vegna þess að hann hafi ekki kært, kannski vegna þess að hann hafi skammast sín fyrir að koma sér í þessar aðstæður, þá vona ég að við áfellumst hann ekki fyrir að hafa farið frjálslega með peninga, eða lítum svo á að hann geti sjálfum sér um kennt. Alveg sama hvernig á því stóð að peningarnir hans tókust á loft.
Þetta var æsispennandi eltingarleikur og við héldum niðrí okkur andanum, hvað myndi gerast þegar kæmi grænt ljós? Myndi einhver aka af stað, og svo við öll og maðurinn verða fyrir bíl, eða myndi hann gefast upp við eltingarleikinn og flýja af hólmi þegar stórfljót bílanna æki af stað?
Og hvernig stóð á þessum fljúgandi peningum? Hafði ungi maðurinn verið að slá um sig, sýna ríkidæmi sitt og misst það svo allt úr höndunum? Hann virtist einn á ferð, varla hafði hann verið að veifa peningunum framaní bílstjóra, bláókunnugt fólk, rétt á meðan hann gekk yfir götuna? Höfðu peningarnir verið í bunka í teygju sem sprakk eða poka sem rifnaði? Þetta var hið undarlegasta mál.
Ég var reyndar ekki bara spennt heldur líka óróleg, mér fannst einsog ég ætti að fara út að hjálpa honum. Fannst ómögulegt að horfa á hann í þessum aðstæðum, einan að berjast við ofurefli vindsins og allir sátu bara og gláptu í stað þess að hjálpa til. En við sem vorum í bílnum urðum sammála um að það yrði allsherjar óreiða ef farþegar eða bílstjórar stykkju út úr sumum bílum en aðrir bílstjórar myndu krefjast þess að ekið yrði af stað þegar grænt ljós kæmi. Og yrði maðurinn svosem nokkuð ánægður með að fólk væri að skipta sér af þessu, héldi hann ekki bara að við ætlaðum að ræna hann?
Grænt ljós kom á Hofsvallagötuna og nokkrir bílar fóru yfir, maðurinn vék sér undan en yfirgaf ekki gatnamótin, hljóp svo útá þau mið þegar bílarnir voru farnir. Að því búnu virtist hann gefast upp, kannski ekki lagt í Hringbrautarflóðið, eða þá að hann hélt að hann hefði náð öllum seðlunum. Ég þóttist viss um að svo væri ekki, fannst ég hafa séð einn seðil hið minnsta læða sér milli bíðandi bílanna fyrir framan okkur. En maðurinn stefndi gangandi á Melana og við ókum leiðar okkar eins og hin vitnin að þessari uppákomu.
Seinna um kvöldið vafraði ég um vefmiðla en sá ekkert sem varpaði ljósi á málið. Ég hafði haldið að það hlytu allir símar að hafa verið á lofti, tugir mynda væru til af atburðinum, athugasemdakerfi loguðu, gott ef ekki væri komin skýring á hversvegna peningar hefðu tekið flugið í Vesturbænum. En hvergi neitt.
Ég skimaði líka eftir öðruvísi fréttum og létti stórum þegar þær létu líka á sér standa. Það birtust engar fréttir um ungan mann sem hefði verið rændur á Melunum, hvergi neitt um að maður sem sést hefði með fullar hendur fjár hefði verið dreginn inní húsagarð, rændur og laminn. Það virtust semsagt fleiri en ég þarna á gatnamótunum sitjandi í bílunum hafa vorkennt manngreyinu, kannski haft smá áhyggjur af honum, eða glott útí annað yfir þessari óheppni hans. En enginn virðist hafa hugsað með sér, sá á af peningum, hann munar ekki um að ég taki eitthvað af þeim af honum, hann býður hreinlega uppá það, svona fljúgandi seðlar æsa bara uppí manni peningagræðgina. Við, þessi sem sátum og horfðum á manngarminn hlaupa á eftir peningunum sínum hugsuðum ekki svona, allavega virðist ekkert okkar hafa látið eftir sér að fara á eftir honum og ræna hann þegar enginn sá til.
Kannski fæ ég aldrei svar við því hver var aðdragandi þess að ungi maðurinn baslaði við að safna saman peningunum sínum á fjölförnum gatnamótum. En mikið vona ég að ekkert okkar sem vorum vitni að þessari uppákomu hafi litið á hana sem tækifæri til að níðast á náunganum. Og ef í ljós kemur að maðurinn hafi verið rændur, en ekkert birst um það í fjölmiðlum vegna þess að hann hafi ekki kært, kannski vegna þess að hann hafi skammast sín fyrir að koma sér í þessar aðstæður, þá vona ég að við áfellumst hann ekki fyrir að hafa farið frjálslega með peninga, eða lítum svo á að hann geti sjálfum sér um kennt. Alveg sama hvernig á því stóð að peningarnir hans tókust á loft.
Efnisorð: Nauðganir
<< Home