Lof og last
LOF
Aníta Hinriksdóttir, 17 ára hlaupakona úr ÍR, kom langfyrst í mark á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og er því heimsmeistari í 800 metra hlaupi í aldursflokknum. (Munum eftir því þegar íþróttafréttamenn velja (enn einn fótboltakallinn) íþróttamann ársins um áramótin.)
Lofsverð afstaða ESB til menningar og lista. „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lítur á listir og menningu sem mikilvæga fjárfestingu. Sambandið ætlar að auka framlög til menningarmála um níu prósent á næstu árum.“ (Það væri munur ef stjórnvöld hér hugsuðu eins, en þvert á móti, Illugi og hagræðingarhópurinn standa með reiddan kutann yfir menningarmálum og enginn veit enn hvar höggið verður þyngst.)
Allir sem skrifa um Ólaf Ragnar Grímsson í því skyni að afhjúpa hann eiga lof skilið. Þessvegna fær fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson að vera með hér fyrir grein sína um véfréttina ÓRG.
„Eftir boðskapnum þarf [stjórnarandstaðan] aftur á móti að efna til málþófs þegar þar að kemur til þess að véfréttin fái svigrúm til að glöggva sig á hver hafi undirtökin í almenningsálitinu.“
Þá er lofsvert af Sæunni Ingibjörgu Marínósdóttur að ræða tilhögun mála í Húsdýragarðinum (sem lesa má á bloggi Árna Stefáns Árnasonar).
LAST
Í ljósi nýrra frétta af kæru Egils Gillzeneggers Einarssonar á hendur kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, þá er undarlegt að sjá honum veifað sem skemmtiatriði á Þjóðhátíð. (Eða ekki.)
Það er ömurlegt að Ólafur F. Magnússon hafi látið annað eins útúr sér og hann sagði, ítrekað og opinberlega, um múslima.
Ógeðfelld frétt um karlmenn sem ráða sér konur því þeir sækjast eftir brjóstamjólk þeirra, og vilja jafnvel drekka hana með því að leggjast á brjóst. Það var óþægilegur en fyndinn brandari í Little Britain, en í raunveruleikanum er það bara ógeðslegt. Konur sem selja úr sér mjólkina með þessum hætti eru varla að því nema úr neyð, sem gerir þetta enn verra.
Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti fékk eins mánaðar skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Það er semsagt í lagi að hann girnist börn - og börnin sem hann vinnur með daglega - svo framarlega sem hann gerir ekkert. Það verður beðið með frekari aðgerðir gegn honum þangað til. Eða allavega þar til hann verður staðinn að verki.
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar. Ekki bara vegna þess að innanborðs eru Vigdís Hauksdóttir sem er svarinn andstæðingur menningar og lista, og Guðlaugur Þór sem var settur til höfuðs Landspítalanum á sínum tíma, heldur það sem þau hyggjast gera. Það sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði um einkavæðingu heilsugæslunnar vekur hroll.
Aníta Hinriksdóttir, 17 ára hlaupakona úr ÍR, kom langfyrst í mark á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og er því heimsmeistari í 800 metra hlaupi í aldursflokknum. (Munum eftir því þegar íþróttafréttamenn velja (enn einn fótboltakallinn) íþróttamann ársins um áramótin.)
Lofsverð afstaða ESB til menningar og lista. „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lítur á listir og menningu sem mikilvæga fjárfestingu. Sambandið ætlar að auka framlög til menningarmála um níu prósent á næstu árum.“ (Það væri munur ef stjórnvöld hér hugsuðu eins, en þvert á móti, Illugi og hagræðingarhópurinn standa með reiddan kutann yfir menningarmálum og enginn veit enn hvar höggið verður þyngst.)
Allir sem skrifa um Ólaf Ragnar Grímsson í því skyni að afhjúpa hann eiga lof skilið. Þessvegna fær fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson að vera með hér fyrir grein sína um véfréttina ÓRG.
„Eftir boðskapnum þarf [stjórnarandstaðan] aftur á móti að efna til málþófs þegar þar að kemur til þess að véfréttin fái svigrúm til að glöggva sig á hver hafi undirtökin í almenningsálitinu.“
Þá er lofsvert af Sæunni Ingibjörgu Marínósdóttur að ræða tilhögun mála í Húsdýragarðinum (sem lesa má á bloggi Árna Stefáns Árnasonar).
„Raunverulega fréttin er sú að dýrin í Húsdýragarðinum eru látin fjölga sér á hverju vori í þeim eina tilgangi að uppfylla einhvers konar skemmtanaþörf fyrir okkur mannfólkið. Þarna fæðist fjöldinn allur af ungviði árlega með þann eina tilgang í lífinu að þjóna sem einhvers konar trúðar í nokkra mánuði og enda líf sitt örfárra mánaða gamalt vegna þess að aðsókn minnkar að hausti, starfsemi garðsins færist í vetrarbúning, krúttfaktorinn dvínar og rýma þarf fyrir umgangi næsta árs. Mér finnst það blóðugt tilgangsleysi í fyrsta lagi að reka dýragarða og hafa þar lifandi verur til sýnist, og enn verra þykir mér að framleiða ungviði á færibandi og drepa það svo nokkrum mánuðum síðar. Ár eftir ár eftir ár.“
LAST
Í ljósi nýrra frétta af kæru Egils Gillzeneggers Einarssonar á hendur kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, þá er undarlegt að sjá honum veifað sem skemmtiatriði á Þjóðhátíð. (Eða ekki.)
Það er ömurlegt að Ólafur F. Magnússon hafi látið annað eins útúr sér og hann sagði, ítrekað og opinberlega, um múslima.
Ógeðfelld frétt um karlmenn sem ráða sér konur því þeir sækjast eftir brjóstamjólk þeirra, og vilja jafnvel drekka hana með því að leggjast á brjóst. Það var óþægilegur en fyndinn brandari í Little Britain, en í raunveruleikanum er það bara ógeðslegt. Konur sem selja úr sér mjólkina með þessum hætti eru varla að því nema úr neyð, sem gerir þetta enn verra.
Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti fékk eins mánaðar skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Það er semsagt í lagi að hann girnist börn - og börnin sem hann vinnur með daglega - svo framarlega sem hann gerir ekkert. Það verður beðið með frekari aðgerðir gegn honum þangað til. Eða allavega þar til hann verður staðinn að verki.
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar. Ekki bara vegna þess að innanborðs eru Vigdís Hauksdóttir sem er svarinn andstæðingur menningar og lista, og Guðlaugur Þór sem var settur til höfuðs Landspítalanum á sínum tíma, heldur það sem þau hyggjast gera. Það sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði um einkavæðingu heilsugæslunnar vekur hroll.
Efnisorð: dýravernd, ESB, fordómar, frjálshyggja, heilbrigðismál, íþróttir, karlmenn, Klám, Lof og last, menning, Nauðganir, pólitík, trú
<< Home