Fyrsti mánuður ríkisstjórnarinnar og brýnustu úrlausnarefnin
Allt bendir til þess, að ríkisstjórnin standi algerlega ráðalaus og sje því í þann veginn að gefast upp við að leysa ýms þau aðkallandi vandamál, sem nú steðja mest að þjóð vorri.
Sjerstaklega virðist stjórnin úrræðalaus í sambandi við málefni sjávarútvegsins, en þessi aðal-atvinnuvegur þjóðarinnar er nú svo djúpt sokkinn, að hann á sjer ekki viðreisnarvon, nema gerðar sjeu róttækar ráðstafanir af hálfu hins opinbera honum til stuðnings og hjálpar.
Enn hefur ekkert heyrst frá stjórninni um það, hvað hún hugsar sjer að gera útveginum til viðreisnar. Og hinn nýafstaðni aðalfundur Framsóknarflokksins gerði ekki annað en samþykkja loðnar ályktanir, sem hvergi koma nálægt lausn málsins.
Morgunblaðið 7. febr. 1939, leiðari.
Sjerstaklega virðist stjórnin úrræðalaus í sambandi við málefni sjávarútvegsins, en þessi aðal-atvinnuvegur þjóðarinnar er nú svo djúpt sokkinn, að hann á sjer ekki viðreisnarvon, nema gerðar sjeu róttækar ráðstafanir af hálfu hins opinbera honum til stuðnings og hjálpar.
Enn hefur ekkert heyrst frá stjórninni um það, hvað hún hugsar sjer að gera útveginum til viðreisnar. Og hinn nýafstaðni aðalfundur Framsóknarflokksins gerði ekki annað en samþykkja loðnar ályktanir, sem hvergi koma nálægt lausn málsins.
Morgunblaðið 7. febr. 1939, leiðari.
Efnisorð: pólitík
<< Home