Ákvörðun ÓRG
Það er kannski tímabært að gera grein fyrir atkvæði mínu, þ.e.a.s. afhverju ég skrifaði undir undirskriftarlistann. Fyrir því voru tvær ástæður. Önnur sú að það hefði verið betra fyrir þjóðarbúið ef Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki staðfest lög um um lækkað veiðigjald og málið hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem það hefði eflaust verið fellt — ef þá ríkisstjórnin hefði ekki tekið Davíðs Oddssonar snúning og dregið lögin til baka svo ekkert yrði úr þjóðaratkvæðagreiðslu. En semsagt, mér fannst að það mætti reyna með þessu móti að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin kæmi þessu LÍÚ dekurmáli í gegn. Ég er reyndar enn þeirrar skoðunar (sjá Icesave umræðu) að mál sem varða fjárhag ríkisins með beinum hætti eigi ekki að vera undir geðþótta kjósenda komin, en ég var alveg tilbúin að líta framhjá því fyrir það sem mér fannst mikilvægara.
Hin ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir var semsé sú að ég vildi svæla refinn úr greninu, eins og við dýraverndunarsinnarnir tökum gjarnan til orða. Og viti menn óskir mínar rættust. ÓRG steig fram í sviðsljósið í gær og réttlætti það að hlífa LÍÚ við hækkun veiðigjalds, alveg eins og honum kæmi ekki við gjáin milli þings og þjóðar. Hann var, eins og venjulega, í eilífri mótsögn við sjálfan sig. Hann beit svo höfuðið af skömminni með því að gagnrýna prófessor við Háskóla Íslands (og líkja honum við bloggara, sem átti greinilega að vera niðrandi), þarna í beinni útsendingu frá Bessastöðum. Með því afhjúpaði hann sig sem hrokagikk með stórmennskubrjálæði sem notar vald sitt til að hreykja sér yfir aðra og undirlægju auðvaldsins, allt í sömu andránni.
Allt var það vitað fyrir, en það var skemmtilegt að sjá það í beinni.
Hin ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir var semsé sú að ég vildi svæla refinn úr greninu, eins og við dýraverndunarsinnarnir tökum gjarnan til orða. Og viti menn óskir mínar rættust. ÓRG steig fram í sviðsljósið í gær og réttlætti það að hlífa LÍÚ við hækkun veiðigjalds, alveg eins og honum kæmi ekki við gjáin milli þings og þjóðar. Hann var, eins og venjulega, í eilífri mótsögn við sjálfan sig. Hann beit svo höfuðið af skömminni með því að gagnrýna prófessor við Háskóla Íslands (og líkja honum við bloggara, sem átti greinilega að vera niðrandi), þarna í beinni útsendingu frá Bessastöðum. Með því afhjúpaði hann sig sem hrokagikk með stórmennskubrjálæði sem notar vald sitt til að hreykja sér yfir aðra og undirlægju auðvaldsins, allt í sömu andránni.
Allt var það vitað fyrir, en það var skemmtilegt að sjá það í beinni.
Efnisorð: pólitík
<< Home