Lof og last
LOF
Það er fín málamiðlun hjá Ómari Ragnarssyni að leyfa vatni aftur að renna af fullum krafti niður Dynk. (Furðulegt að hingað til skuli allar málamiðlanir hafa átt að vera náttúrunni í óhag.) Áður var hann reyndar búinn að vara við því að ráðherra tæki ákvörðun eingöngu útfrá því að skoða stíflusvæðið en ekki fossana sem hverfa ef stíflan verður að veruleika.
Það er gott framtak hjá veitingahúsum að taka fram að þau selji ekki hvalkjöt. Um að gera að beina viðskiptum sínum til þeirra.
Það er stórsniðug hugmynd að hafa hunda sem áheyrendur barna sem eiga í erfiðleikum með lestur. Húrra fyrir góðum hugmyndum sem bæta lífið!
Jón Gnarr borgarstjóri fær lof í lófa fyrir að mæta á opið hús (kampavínsklúbb) hjá Stígamótum.
Lof fær Bergþóra Gísladóttir fyrir athyglisverðar hugleiðingar um útrýmingaráttu Íslendinga.
Knúzið fær hrós á hrós ofan:
Ingimar Karl Helgason beitir rannsóknarblaðamennsku í grein þar sem hann spyr áleitinna spurninga um afdrif vændiskaupamála.
Á Knúzinu birtist líka frábær pistill um nauðgunarmenningu eftir Guðnýju Elísu Guðgeirsdóttur.
Við næsta Knúzpistli á eftir, sem var yfirlýsing frá feminíska hópnum sem gerði myndbandið sem mér líkaði ekki, komu þrjár athugasemdir sem ég get tekið hjartanlega undir, frá Gísla, Höllu Sverrisdóttur og Önnu Bentínu.
LAST
Sveitarfélög um land allt fyrir slóðahátt varðandi skólphreinsun. Hysja sig inn í 21. öldina, takk!
Lögreglan fyrir að opinbera klúður, klaufagang og hallærisheit þeirra sem til hennar leita. Þarf fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það hringir í lögregluna ef ske kynni að vandræði þess verði gerð að aðhlátursefni? Núna er áhyggjufull móðir skotspænirinn. Verulega ósmekklegt.
Konur sem kaupa vændi í Kenýa. Jafnrétti er ekki fólgið í því að apa verstu ósiði karlanna eftir þeim.
Það er fín málamiðlun hjá Ómari Ragnarssyni að leyfa vatni aftur að renna af fullum krafti niður Dynk. (Furðulegt að hingað til skuli allar málamiðlanir hafa átt að vera náttúrunni í óhag.) Áður var hann reyndar búinn að vara við því að ráðherra tæki ákvörðun eingöngu útfrá því að skoða stíflusvæðið en ekki fossana sem hverfa ef stíflan verður að veruleika.
„… á sínum tíma var aðeins gefinn kostur á að skoða sjálft stíflustæði Káranhjúka en alls ekki landið þar fyrir innan sem átti að sökkva.“
Það er gott framtak hjá veitingahúsum að taka fram að þau selji ekki hvalkjöt. Um að gera að beina viðskiptum sínum til þeirra.
Það er stórsniðug hugmynd að hafa hunda sem áheyrendur barna sem eiga í erfiðleikum með lestur. Húrra fyrir góðum hugmyndum sem bæta lífið!
Jón Gnarr borgarstjóri fær lof í lófa fyrir að mæta á opið hús (kampavínsklúbb) hjá Stígamótum.
Lof fær Bergþóra Gísladóttir fyrir athyglisverðar hugleiðingar um útrýmingaráttu Íslendinga.
Knúzið fær hrós á hrós ofan:
Ingimar Karl Helgason beitir rannsóknarblaðamennsku í grein þar sem hann spyr áleitinna spurninga um afdrif vændiskaupamála.
Á Knúzinu birtist líka frábær pistill um nauðgunarmenningu eftir Guðnýju Elísu Guðgeirsdóttur.
Við næsta Knúzpistli á eftir, sem var yfirlýsing frá feminíska hópnum sem gerði myndbandið sem mér líkaði ekki, komu þrjár athugasemdir sem ég get tekið hjartanlega undir, frá Gísla, Höllu Sverrisdóttur og Önnu Bentínu.
LAST
Sveitarfélög um land allt fyrir slóðahátt varðandi skólphreinsun. Hysja sig inn í 21. öldina, takk!
Lögreglan fyrir að opinbera klúður, klaufagang og hallærisheit þeirra sem til hennar leita. Þarf fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það hringir í lögregluna ef ske kynni að vandræði þess verði gerð að aðhlátursefni? Núna er áhyggjufull móðir skotspænirinn. Verulega ósmekklegt.
Konur sem kaupa vændi í Kenýa. Jafnrétti er ekki fólgið í því að apa verstu ósiði karlanna eftir þeim.
Efnisorð: dýravernd, Lof og last, löggan, menntamál, Nauðganir, sveitastjórnarmál, umhverfismál, vændi
<< Home