mánudagur, ágúst 19, 2013

Knúz finnur upp hjólið

Knúzið í dag er ... sérstakt. Listinn sem er birtur þar undir titlinum Gátlisti forréttindakarlmannsins hefur áður verið birtur í VERU og ég skrifaði hann upp úr blaðinu fyrir margt löngu og birti hér.

VERA er mikil uppspretta feminísks efnis og nú þegar tímaritið er komið á timarit.is er hægur vandinn að sækja efnið þangað fremur en (eyða tíma í að þýða það uppá nýtt og) birta á Knúzinu sem nýjar fréttir. Forréttindalistinn hefur reyndar breyst, t.am. lengst úr 34 í 47 atriði, en það er samt eitthvað súrt við það að sjá VERU sniðgengna með þessum hætti. Látum vera að enginn Knúzverji þræli sér gegnum bloggið mitt, en lágmark hefði verið að vísa í VERU sem var málgagn kvenfrelsisbaráttunnar um árabil.


úr Veru 1.tbl 2004

Efnisorð: , , ,