Markmiðatengd iðrun: umræðan fari fram í lokuðum hópum
Jæja, þá er Egill Gillz Einarsson (eða Jakob Bjarnar í orðastað hans) búinn að skrifa bloggpistil þar sem hann ræðir „mest lesnu bloggfærslu Íslandssögunnar“ orsakir hennar og afleiðingar.
Það hefði satt að segja verið sniðugt að nota tækifærið að biðjast afsökunar á því sem hann sagði um nafngreinda feminista í þessari alræmdu bloggfærslu í stað þess að hamra á því að hann hafi beðist afsökunar fyrir mörgum árum.
Þá er áhugavert að Egill Gillz virðist ekkert hafa kippt sér upp við alla umræðuna og mótmælin vegna útgáfu símaskrárinnar sem stóð frá haustinu 2010 og langt framá sumar 2011 og ekki orðið fyrir „neinum óþægindum“, en þá var gamla bloggfærslan hans í brennidepli. Umræðan gekk einmitt útá að mannorð hans væri slíkt að það væri óhæfa að hann væri meðhöfundur og forsíðumynd símaskrárinnar. Orðspor hans var þegar laskað. Það skipti hann þó engu því hann fékk missti ekki verkefni (heldur fékk þau þvertámóti, sbr. símaskránna) en það breyttist þegar hann var kærður fyrir nauðgun. (Þá fékk hann ekki nýja kúnna í 10 daga, þvílík ógæfa!) Sannarlega varð nauðgunarkæran mannorði hans ekki til framdráttar, þó ekki væri, en hann var þá löngu orðinn ærulaus í augum margra. Honum virðist hafa staðið á sama um æruna, allt þar til hún fór að skipta hann máli fjárhagslega.
Egill Gillzenegger segist ekki bugast „þótt honum sé nuddað upp úr gömlum skít“, en hann vill samt að bloggfærslan hans gamla sé bara rædd í lokuðum hópum svo umræðan hafi ekki áhrif á æsku landsins.
Er ekki annars dásamlegt að í bloggpistli sínum reynir Egill Gillzenegger eina ferðina enn að gera greinarmun á sér og „ímyndinni“ „vörumerkinu“ og „karakternum“ Gillzenegger — nokkrum dögum eftir að hann fékk stúlku dæmda fyrir meiðyrði um Gillz? Af fréttum að dæma hélt hann meira segja upp þeirri málsvörn að þeir væru einn og sami maðurinn; að tala um annan þeirra væri að tala um hinn.
En úr því að hann Egill Gillz minnist á þessa „fölsku nauðgunarkæru“ og segir að það mál hafi svipt sig ærunni, þá má benda á að þeir sem vörðu hann í umræðum voru að stærstum hluta ungt fólk, aðdáendur hans. Fólk sem hann hefur haft áhrif á gegnum fjölmiðla og með bókum sínum, fólk sem er gegnsýrt af því viðhorfi til kvenna sem hann boðar. Honum er því auðvitað kappsmál að það sé ekki verið að svipta hulunni frá augum þeirra, að viðhorf hans til kvenna séu bara rifjuð upp í lokuðum hópum.
Honum verður ekki að ósk sinni með það.
Það hefði satt að segja verið sniðugt að nota tækifærið að biðjast afsökunar á því sem hann sagði um nafngreinda feminista í þessari alræmdu bloggfærslu í stað þess að hamra á því að hann hafi beðist afsökunar fyrir mörgum árum.
„Satt að segja dauðskammast ég mín fyrir þessa mest lesnu færslu Íslandssögunnar enda baðst ég afsökunar á henni opinberlega fyrir mörgum árum.“Ég finn ekki þessa afsökunarbeiðni nema ef það eigi að vera sú sem er vísað til hér. Þarna er nú ekki mikil iðrun á ferðinni, honum finnst að konur í kvennabaráttu eiga bara að hafa húmor fyrir því sem hann segir. Ef honum er svona mikið í mun að sýna iðrun (með því að segjast skammast sín) afhverju biðst hann þá bara ekki aftur afsökunar?
Þá er áhugavert að Egill Gillz virðist ekkert hafa kippt sér upp við alla umræðuna og mótmælin vegna útgáfu símaskrárinnar sem stóð frá haustinu 2010 og langt framá sumar 2011 og ekki orðið fyrir „neinum óþægindum“, en þá var gamla bloggfærslan hans í brennidepli. Umræðan gekk einmitt útá að mannorð hans væri slíkt að það væri óhæfa að hann væri meðhöfundur og forsíðumynd símaskrárinnar. Orðspor hans var þegar laskað. Það skipti hann þó engu því hann fékk missti ekki verkefni (heldur fékk þau þvertámóti, sbr. símaskránna) en það breyttist þegar hann var kærður fyrir nauðgun. (Þá fékk hann ekki nýja kúnna í 10 daga, þvílík ógæfa!) Sannarlega varð nauðgunarkæran mannorði hans ekki til framdráttar, þó ekki væri, en hann var þá löngu orðinn ærulaus í augum margra. Honum virðist hafa staðið á sama um æruna, allt þar til hún fór að skipta hann máli fjárhagslega.
Egill Gillzenegger segist ekki bugast „þótt honum sé nuddað upp úr gömlum skít“, en hann vill samt að bloggfærslan hans gamla sé bara rædd í lokuðum hópum svo umræðan hafi ekki áhrif á æsku landsins.
„Það eru allar líkur á að þessar færslur komi fyrir augu unglinga sem voru varla orðnir læsir árið 2007 og hefðu aldrei rekist á þennan óhroða nema vegna þess að þeir sem hneyksluðust mest á honum hafa haldið honum lifandi. Þessi dreifingargleði hlýtur að teljast nokkuð sérstök forvarnaraðgerð hjá einmitt því fólki sem telur að ungdómurinn sé að fara til fjandans mín vegna.“Þarna er um mikinn misskilning hans að ræða. Aðalástæða þess að þessi bloggfærsla er iðulega rifjuð upp þegar Egil Gillz Einarsson ber á góma er að benda á að þessi höfundur lífstílsbóka hefur vægast sagt ömurleg viðhorf til kvenna, með það að markmiði að þeir unglingar sem lesa bækur hans, eða fólk sem hyggst gefa börnum sínum þessar bækur, viti um þessi ömurlegu viðhorf og eigi því auðveldara með að átta sig á að lífstílsbækurnar eru sama marki brenndar. Fjölmargir, þ.á m. Ásta Jóhannsdóttir, Kristín Anna Hjálmarsdóttir og Björn Teitsson, hafa sýnt framá að lífstílsbækurnar eru „uppfullar af hatursáróðri, fordómum og kvenfyrirlitningu.“ En áhrifagjarnt ungt fólk sem veit það eitt um Egil Gillz Einarsson að hann er frægur og vinsæll og lítur á hann sem fyrirmynd, les þær eflaust eins og uppskriftabók að samskiptum kynjanna. Það er það sem upprifjun á gömlu ógeðsbloggfærslunni varar við.
Er ekki annars dásamlegt að í bloggpistli sínum reynir Egill Gillzenegger eina ferðina enn að gera greinarmun á sér og „ímyndinni“ „vörumerkinu“ og „karakternum“ Gillzenegger — nokkrum dögum eftir að hann fékk stúlku dæmda fyrir meiðyrði um Gillz? Af fréttum að dæma hélt hann meira segja upp þeirri málsvörn að þeir væru einn og sami maðurinn; að tala um annan þeirra væri að tala um hinn.
„Gillz er fyrir löngu orðið að listamannsnafni. Þetta byrjaði sem hlutverk en er nú orðið að listamannsnafni. Ég er kallaður Gillz, vinir mínir kalla mig Gillz. Það er hins vegar á hreinu að Egill Einarssonar hefur aldrei nauðgað, Gillz hefur aldrei nauðgað. Skjólstæðingur þinn getur hvorki kallað Egil eða Gillz nauðgara,“ sagði Egill.Mann svimar bara.
En úr því að hann Egill Gillz minnist á þessa „fölsku nauðgunarkæru“ og segir að það mál hafi svipt sig ærunni, þá má benda á að þeir sem vörðu hann í umræðum voru að stærstum hluta ungt fólk, aðdáendur hans. Fólk sem hann hefur haft áhrif á gegnum fjölmiðla og með bókum sínum, fólk sem er gegnsýrt af því viðhorfi til kvenna sem hann boðar. Honum er því auðvitað kappsmál að það sé ekki verið að svipta hulunni frá augum þeirra, að viðhorf hans til kvenna séu bara rifjuð upp í lokuðum hópum.
Honum verður ekki að ósk sinni með það.
Efnisorð: blogg, dómar, feminismi, frjálshyggja, karlmenn, Nauðganir
<< Home