miðvikudagur, október 02, 2013

Fjármálafrumvarpið

Allt sem ég hef að segja um fjármálafrumvarpið er nokkuð fyrirsjáanlegt. Ég furða mig einsog aðrir á að kirkjan fái meira en ekki minna, að tækjakaup til Landspítalans séu ekki tekin með í reikninginn, að stuðningur við ýmis verkefni sem fyrri (og betri) ríkisstjórn hafði lagt línurnar fyrir sé ýmist sleginn af eða dregið verulega úr honum. Þetta með gistináttaskattinn á sjúklinga er svo vond hugmynd að það er með ólíkindum ef hún verður ekki slegin út af borðinu.

Ræða Katrínar Jakobsdóttir í kvöld, þegar stefnuræða forsætisráðherra var rædd, var best. Guðmundur Steingrímsson kom fast á hæla hennar.

Haldi þessi stjórn velli þá verða vond ár framundan. Ekki bara peningalega heldur hugmyndalega. En það var líka fyrirsjáanlegt.

Efnisorð: ,