Flugvöllurinn er tilfinningamál
Það er ljóst að gríðarlegur fjöldi fólks vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Íbúar Reykjavíkur skiptast reyndar í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti flugvelli, en landsbyggðarfólk* virðist vera mun hlynntari flugvellinum enda hamrað á þessu með sjúkraflugið. Auðvitað skil ég að fólk líti til sjúkraflugs þegar það ræðir flugvöllinn, en á móti kemur að margir á landsbyggðinni búa fjarri öllum flugvöllum og oft er ekki fært frá þeim flugvöllum sem þó eru í nágrenninu. 40 mínútna aksturinn frá Keflavík til Reykjavíkur gerir þá varla gæfumuninn.
Við þessi sem viljum flugvöllinn burt erum öll talin ganga erinda þeirra sem vilja græða á byggingaframkvæmdum í Vatnsmýrinni — ég veit ekki um hina en það á ekki við um mig.
Þegar Dóri DNA skrifaði pistil um flugvallarmálið hélt ég í smástund að ég yrði ánægð með hann því Dóri er á móti því að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni eins og ég. En þá fór hann að tala gegn tilfinningarökum þeirra sem nota sjúkraflug sem ástæðu fyrir staðsetningu flugvallarins og datt þar með í sama pytt og allir þeir sem hafna málflutningi náttúruverndarsinna á þeim forsendum að þeir noti tilfinningarök og tilfinningarök séu bara drasl.
Mín helstu rök gegn Reykjavíkurflugvelli eru nefnilega tilfinningarök. Ég er skíthrædd við að vera á ferð um Hringbraut þegar flugvélar koma inn til lendingar. Þegar ég sé að lendingarljósin eru kveikt hugsa ég „ó nei“ og vonast til að vera sloppin framhjá áður en flugvélin kemur skríðandi yfir trjátoppana í Hljómskálagarðinum.
Farist flugvél í miðbænum — og þetta hefur verið margbent á — gæti hún lent á Alþingishúsinu, Ráðhúsinu, eða öðrum mikilvægum opinberum byggingum stjórnsýslunnar. Í miðbænum er líka gríðarlegt ónæði af flugvélaumferð.** Allt fólk sem staðið hefur á Ingólfstorgi, Lækjartorgi eða Austurvelli að hlusta á tónlist eða ræður kannast við að flugvélagnýr yfirgnæfi það sem sagt er og sungið. Fyrir utan nú að mannfjöldinn er í stórhættu.
Jafnframt, farist flugvél við flugbrautarendann við Hringbraut (eða Suðurgötu), eru gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur í stórhættu.***
Mér finnst stærri flugvélarnar meira ógnvekjandi, en litlu rellurnar finnst mér samt líklegri til að hrapa. Þær hafa líka gert það og fólk hefur farist. Að vita af byrjendum að æfa sig fyrir ofan hausamótin á mér er ekki traustvekjandi tilfinning.
Ég vil að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkur. Til þess eru margar góðar ástæður umfram mín tilfinningarök, þó finnst mér mikilvægt að viðra þau hér. En vegna þess að ég er manneskja málamiðlana og sáttfús með afbrigðum þá held ég að ég gæti sætt mig við tillögu Álfheiðar Ingadóttur.
Lesa má alla málamiðlunartillögu Álfheiðar hér.
____
* Já, takk ég vil fá að skipta mér af skipulagi sveitastjórna annarstaðar ef skoðun þeirra sem ekki búa í Reykjavík á að ráða staðsetningu flugvallarins.
** Ólafur Stephensen hefur bent á að flugvellinum fylgi „ ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi. Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.“
*** Íbúar í vestanverðum Kópavogi (á Kársnesinu) hafa einnig lýst áhyggjum sínum og ónæði af flugvélum sem fljúga þar yfir til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Skv. tillögu Álfheiðar yrði A/V brautin reyndar eftir.
Við þessi sem viljum flugvöllinn burt erum öll talin ganga erinda þeirra sem vilja græða á byggingaframkvæmdum í Vatnsmýrinni — ég veit ekki um hina en það á ekki við um mig.
Þegar Dóri DNA skrifaði pistil um flugvallarmálið hélt ég í smástund að ég yrði ánægð með hann því Dóri er á móti því að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni eins og ég. En þá fór hann að tala gegn tilfinningarökum þeirra sem nota sjúkraflug sem ástæðu fyrir staðsetningu flugvallarins og datt þar með í sama pytt og allir þeir sem hafna málflutningi náttúruverndarsinna á þeim forsendum að þeir noti tilfinningarök og tilfinningarök séu bara drasl.
Mín helstu rök gegn Reykjavíkurflugvelli eru nefnilega tilfinningarök. Ég er skíthrædd við að vera á ferð um Hringbraut þegar flugvélar koma inn til lendingar. Þegar ég sé að lendingarljósin eru kveikt hugsa ég „ó nei“ og vonast til að vera sloppin framhjá áður en flugvélin kemur skríðandi yfir trjátoppana í Hljómskálagarðinum.
Farist flugvél í miðbænum — og þetta hefur verið margbent á — gæti hún lent á Alþingishúsinu, Ráðhúsinu, eða öðrum mikilvægum opinberum byggingum stjórnsýslunnar. Í miðbænum er líka gríðarlegt ónæði af flugvélaumferð.** Allt fólk sem staðið hefur á Ingólfstorgi, Lækjartorgi eða Austurvelli að hlusta á tónlist eða ræður kannast við að flugvélagnýr yfirgnæfi það sem sagt er og sungið. Fyrir utan nú að mannfjöldinn er í stórhættu.
Jafnframt, farist flugvél við flugbrautarendann við Hringbraut (eða Suðurgötu), eru gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur í stórhættu.***
Mér finnst stærri flugvélarnar meira ógnvekjandi, en litlu rellurnar finnst mér samt líklegri til að hrapa. Þær hafa líka gert það og fólk hefur farist. Að vita af byrjendum að æfa sig fyrir ofan hausamótin á mér er ekki traustvekjandi tilfinning.
Ég vil að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkur. Til þess eru margar góðar ástæður umfram mín tilfinningarök, þó finnst mér mikilvægt að viðra þau hér. En vegna þess að ég er manneskja málamiðlana og sáttfús með afbrigðum þá held ég að ég gæti sætt mig við tillögu Álfheiðar Ingadóttur.
„N/S-brautinni yrði lokað en um hana fer nú meirihluti flugumferðarinnar með tilheyrandi lágflugi yfir miðborginni þar sem höfuðstöðvar stjórnsýslu og fjármálalífs eru staðsettar. NA/SV-braut yrði einnig lokað en hún er langstysta braut vallarins, aðeins notuð við mjög erfið veðurskilyrði og aðflug að henni hættulega nálægt byggingum Landspítalans.
Eftir stæði þá aðeins A/V-brautin sem nú liggur milli Öskjuhlíðar og Suðurgötu í Skerjafirði. Öskjuhlíðin er hindrun í flugi að og frá þessari braut eins og menn þekkja af umræðu um hæð trjágróðurs þar. Því þarf að sveigja flugbrautina til norðurs næst Öskjuhlíðinni og lengja hana í sjó fram í Skerjafirði. Suðurgatan yrði lögð í stokk undir flugbrautina og blindflugsbúnaði og alvöru flugstöð og þjónustumiðstöð komið fyrir við þessa nýju flugbraut … Einkaþotur, æfinga- og kennsluflug, ferjuflug, herflug, flugsýningar og millilandaflug yrði hins vegar flutt frá Reykjavík …“
Lesa má alla málamiðlunartillögu Álfheiðar hér.
____
* Já, takk ég vil fá að skipta mér af skipulagi sveitastjórna annarstaðar ef skoðun þeirra sem ekki búa í Reykjavík á að ráða staðsetningu flugvallarins.
** Ólafur Stephensen hefur bent á að flugvellinum fylgi „ ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi. Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.“
*** Íbúar í vestanverðum Kópavogi (á Kársnesinu) hafa einnig lýst áhyggjum sínum og ónæði af flugvélum sem fljúga þar yfir til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Skv. tillögu Álfheiðar yrði A/V brautin reyndar eftir.
Efnisorð: sveitastjórnarmál
<< Home