fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Enn til varnar

Guðný Rós Vilhjálmsdóttir er sannarlega hetja dagsins. Eftir allan skítinn sem ausið var yfir hana fyrir að kæra Egil Gillzenegger Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun, stígur hún fram og segir sína sögu. Hún á lof skilið fyrir hugrekkið.

Annað sem er ekki eins lofsvert er að DV sá ástæðu til að birta frétt uppúr viðtali sem Nýtt líf tók við Guðnýju og hafa athugasemdakerfið opið. Furðu margt fólk hrósaði reyndar Guðnýju fyrir hugrekkið en auðvitað skriðu skítaormar undan steini. Sá sem mest hafði sig einna mest í frammi var NN en ummæli hans hurfu skömmu síðar og öll viðbrögð almennilegs fólks við þeim, en fjöldi manns (þ.á m. Elísabet Ronaldsdóttir, hafi hún þökk fyrir það) reyndi að benda honum á að hann væri að bulla. Ég náði skjáskotum af nokkrum ummælum hans og læt þau fylgja hér, en sé reyndar að Hildur Lilliendahl hefur birt eitt þeirra í Karlar sem hata konur myndaalbúminu. Þar viðrar NN þá skoðun sína að það sé „eðlilegt fyrir konur að gráta þegar að þær upplifa einhverja kynferðislega reynslu í fyrsta sinn“. Það má ýmislegt lesa úr þessu, ekkert af því ber höfundinum fagurt vitni.

Aðrir nauðgaraverjendur voru t.a.m. Arnar Geir Magnússon en þegar honum var bent á að nauðgunarkæran á hendur Agli Gillzenegger hefði ekki farið fyrir dóm en þá sagði hann að niðurfelling máls væri alveg það sama og að dómur hefði fallið í málinu.

Svo eru það menn eins og Biggi Gattuso Símonarson sem finnst bara réttlátt að „drulla yfir hana eins og þið gerðuð við Gillz“.

Þeir eru hér með færðir til bókar.


NN á þessar tvær athugasemdir:





__
Viðbót: Hildur Lilliendahl var sett í bann á Facebook fyrir að deila skjáskotinu af ummælum NN. Hann heldur hinsvegar áfram að delera í athugasemdakerfi DV, en þar er þetta mál sem stendur rætt á einum fimm stöðum. Nú liggur NN helst á hjarta að benda á að Guðný líti ekki út fyrir að vera sköðuð, hún virðist ekki vera ónýt manneskja af því að dæma hvernig hún ber sig. Þó auðvelt sé að hlægja að heimsku NN og ályktunarhæfni hans, þá er hann fyrst og fremst sorglegt dæmi um viðhorf sem mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau segja frá.

NN:


Athugasemd 20. júní 2016: Þessari bloggfærslu var breytt til að fella út nafn manns sem nú er aðeins kallaður NN. Hann hafði samband eftir krókaleiðum til að biðja um að bloggfærslunni væri eytt í heild sinni sem ég gat ekki fallist á, enda finnst mér hún eiga erindi. Hinsvegar langar mig að trúa því að NN sjái eftir orðum sínum og sé ekki lengur sömu skoðunar og áður. Því hef ég eftir mikla umhugsun ákveðið að hlífa honum við eilífðar nafnbirtingu, og vona að hann sé sáttur við breytinguna.

Þessi ákvörðun markar ekki stefnubreytingu, og afar ósennilegt er að fleiri nöfnum verið kippt út, enda þótt gerð sé þessi undantekning, nú á tíu ára afmælisdegi bloggsins.

Efnisorð: , ,