Viðhorf til bótaþega sem Sjálfstæðismenn þreytast ekki á að viðra
Það greip mig deja vu tilfinning þegar ég las leiðara Ólafs Þ. Stephensen í morgun. Hann er þar að býsnast yfir atvinnuleysisbótum og örorkubótum, og ekki í fyrsta sinn. Hann skrifar leiðarann í dag vegna þess sem Áslaug María Friðriksdóttir fulltrúi Sjálfstæðismanna í velferðarráði Reykjavíkur sagði um „vinnuletjandi bætur“ við Fréttablaðið nokkrum dögum áður, og það var hún ekki að segja í fyrsta sinn. Og til að bæta gráu ofan á svart skrifa ég svo um afstöðu Sjálfstæðismanna, þarmeðtalinna Áslaugar og Ólafs, til fólks á bótum — og það hef ég gert áður.
Allt er þetta semsagt gamalkunnugt. Eina spurningin sem vaknar er sú hvort Áslaug og Ólafur hafi stillt strengi sína fyrirfram eða hvort hann verður bara alltaf svona hjartanlega sammála að hann getur ekki stillt sig um að skrifa um það leiðara, rétt eins og ég get ekki stillt mig um að hnýta í þessi mannfjandsamlegu viðhorf Sjálfstæðismanna, eina ferðina enn.
___
Viðbót: Stefán Ólafsson hrekur málflutning Áslaugar í bloggpistli undir titlinum „Sjálfstæðiskona vegur að fátækum“.
Allt er þetta semsagt gamalkunnugt. Eina spurningin sem vaknar er sú hvort Áslaug og Ólafur hafi stillt strengi sína fyrirfram eða hvort hann verður bara alltaf svona hjartanlega sammála að hann getur ekki stillt sig um að skrifa um það leiðara, rétt eins og ég get ekki stillt mig um að hnýta í þessi mannfjandsamlegu viðhorf Sjálfstæðismanna, eina ferðina enn.
___
Viðbót: Stefán Ólafsson hrekur málflutning Áslaugar í bloggpistli undir titlinum „Sjálfstæðiskona vegur að fátækum“.
Efnisorð: Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, pólitík, Verkalýður
<< Home