Greinargerð
Mig langar til að vekja athygli á nokkrum áhugaverðum greinum af ýmsu tagi sem hugsanlega hafa farið framhjá einhverjum.
Fyrst er snilldar knúzpistill eftir Guðnýju Elísu Guðgeirsdóttur um tillitssemi sem ætlast er til að þolendur kynferðisofbeldis sýni gerendum.
Einnig á Knúzinu er pistill Sögu Garðarsdóttur sem tæklar kynjakvóta umræðuna á skemmtilegan hátt. — Mig langar líka til að vekja athygli á greininni því ég finn til samkenndar með Sögu þegar hún segist skrifa status „í þeirri von að allt internetið mætti lesa hann og umræðunni myndi svo ljúka með kommentinu „Rétt, Saga, þetta er rétt. Sorry! Kveðja, efasemdarfólkið.“ Það er af nákvæmlega sömu ástæðu sem ég skrifa blogg, og verð svo alltaf jafn hissa þegar mér hefur ekki tekist að „sannfæra alnetið“.
Úr allt annarri átt er bloggpistill Bergþóru Gísladóttur sem ræðir bók um hænsnarækt þar sem fram kemur að „Mönnum ætti að vera það fullljóst, að þeir sem halda hænsni, hafa sömu skyldur við þau eins og við aðrar skepnur, sem þeir hafa undir höndum, þær, að reyna að láta þeim líða vel." Og Bergþóra spyr, „hvað getum við gert til að stuðla að mannúðlegri meðferð á dýrum?“
Þó dómsorð Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara í meiðyrðamáli sem Egill Gillz Einarsson höfðaði teljist ekki sem greinarskrif eru þau áhugaverð lesning. Þar rökstyður hún sýknudóm sinn yfir þeim sem Egill Gillz kærði mjög ítarlega og segir m.a. þetta:
Eftir pólitíkina er gott að hressa sig við. Kristín Svava Tómasdóttir skrifar grein sem er nánast fáránlega skemmtileg miðað við efnið, íslenska manntalið 1703. Það er uppáhaldsmanntal Kristínar Svövu og hefur þaraðauki verið tekið á varðveisluskrá UNESCO. Greinin er á hinu ágæta vefriti Smjörfjalli sögunnar sem ég mæli eindregið með að fólk lesi.
Fyrst er snilldar knúzpistill eftir Guðnýju Elísu Guðgeirsdóttur um tillitssemi sem ætlast er til að þolendur kynferðisofbeldis sýni gerendum.
„Þolendur! Ekki vera eigingjarnar dívur. Hugsið um gerendurna, þeirra lífsgæði eru mikilvæg. Sýnið þeim tillitssemi.“Svo er fín grein um staðgöngumæðrun þar sem Kári Emil Helgason ræðir öll helstu vafaatriði málsins en sjálfur var hann áður hlynntur staðgöngumæðrun.
Einnig á Knúzinu er pistill Sögu Garðarsdóttur sem tæklar kynjakvóta umræðuna á skemmtilegan hátt. — Mig langar líka til að vekja athygli á greininni því ég finn til samkenndar með Sögu þegar hún segist skrifa status „í þeirri von að allt internetið mætti lesa hann og umræðunni myndi svo ljúka með kommentinu „Rétt, Saga, þetta er rétt. Sorry! Kveðja, efasemdarfólkið.“ Það er af nákvæmlega sömu ástæðu sem ég skrifa blogg, og verð svo alltaf jafn hissa þegar mér hefur ekki tekist að „sannfæra alnetið“.
Úr allt annarri átt er bloggpistill Bergþóru Gísladóttur sem ræðir bók um hænsnarækt þar sem fram kemur að „Mönnum ætti að vera það fullljóst, að þeir sem halda hænsni, hafa sömu skyldur við þau eins og við aðrar skepnur, sem þeir hafa undir höndum, þær, að reyna að láta þeim líða vel." Og Bergþóra spyr, „hvað getum við gert til að stuðla að mannúðlegri meðferð á dýrum?“
Þó dómsorð Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara í meiðyrðamáli sem Egill Gillz Einarsson höfðaði teljist ekki sem greinarskrif eru þau áhugaverð lesning. Þar rökstyður hún sýknudóm sinn yfir þeim sem Egill Gillz kærði mjög ítarlega og segir m.a. þetta:
„Ekki verður séð, þátt fyrir miklar deilur um málflutning hans í nafni Gillz, að hann hafi skýrlega tekið afstöðu gegn kynferðislegu ofbeldi fyrr en kærur gegn honum komu fram. Hafði stefnandi þó fullt tilefni til að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta atriði varðar þegar haft er í huga að efni frá honum er á köflum afar tvírætt og ögrandi og má auðveldlega skilja sem hvatningu til ofbeldis af þessu tagi.“Það er líka vert að benda á pistil Agnars Kr. Þorsteinssonar sem hann skrifar í kjölfarið á þeirri spurningu Elliða Vignissonar í Eyjum hvort þjóðin hafi efni á að reka þjóðleikhús og sinfóníuhljómsveit. Agnar fjallar um andúð og jafnvel hatur margra Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á listamönnum og menningargeiranum, og setur það í sögulegt samhengi.
Eftir pólitíkina er gott að hressa sig við. Kristín Svava Tómasdóttir skrifar grein sem er nánast fáránlega skemmtileg miðað við efnið, íslenska manntalið 1703. Það er uppáhaldsmanntal Kristínar Svövu og hefur þaraðauki verið tekið á varðveisluskrá UNESCO. Greinin er á hinu ágæta vefriti Smjörfjalli sögunnar sem ég mæli eindregið með að fólk lesi.
Efnisorð: blogg, dómar, dýravernd, feminismi, frjálshyggja, hrunið, menning, Nauðganir, pólitík, staðgöngumæðrun
<< Home