Nafn- og myndbirtingar kynferðisbrotamanna
Það er skiljanlegt að síðan sem birtir myndir og dóma yfir barnaníðingum sé umdeild, en verð að segja að mér liggur ekkert á að fordæma hana. Mér er auðvitað fælingarmáttur afhjúpunarinnar ofarlega í huga, en ég held líka að nafn- og myndbirting gæti bjargað einhverjum börnum frá því að lenda í klóm níðinga.
Sumir þessara karla hafa lokkað til sín ókunnug börn, rænt þeim, eða kynnst þeim á netinu (í tilviki eldri barnanna) og unnið þannig trúnað þeirra en brotið á þeim síðar. Þessi síða gæti forðað einhverjum börnum frá því að lenda í klóm þeirra.* Aðrir barnaníðingar, og þeir eru fleiri, níðast á börnum sínum og stjúpbörnum eða öðrum börnum sér nákomnum, og þá má auðvitað spyrja hvort það gagnist nokkuð að birta nöfn þeirra og myndir. En á móti kemur að eftir að þeir hafa verið dæmdir (á síðunni eru bara dæmdir barnaníðingar**) eru miklar líkur á að þeir hafi ekki lengur aðgang að eigin börnum. Sumir barnaníðinganna eiga eftir að koma sér í kynni við einstæðar mæður til þess að hafa aðgang að dætrum þeirra eða sonum. Hver sú kona sem hefur kynnst svona manni og sér nafn hans á þessari síðu hefur þá a.m.k. það forskot að geta slitið sambandinu (eða ekki farið í það) áður en hann hefst handa við að eyðileggja börnin hennar. Ég myndi allavega hnippa í konu sem ég vissi að væri farin að hitta mann sem væri á þessum lista, hvort sem hún ætti börn eða ekki.
Það sem truflar mig helst er að sumir þessara manna eru nafnlausir í dómunum sem er vísað til á síðunni, vegna þess að þeir hafa níðst á fjölskyldumeðlimum (börnum, stjúpbörnum, nánum ættingjum sínum eða eiginkonunnar) og nafnleysið er ekki síst til að hlífa fórnarlambinu eða fórnarlömbunum, því um leið og nafn níðingsins er birt er ljóst hver fórnarlömbin eru. En kannski og vonandi er nafn ógeðsins komið á barnaníðingasíðuna með samþykki fórnarlambanna, það eru kannski þau sem senda inn ábendingarnar, hver veit? Annars væri auðvitað frekar svakalegt að afhjúpa þau þarna.
Svo eru það hinar röksemdirnar gegn svona nafn- og myndbirtingum, þessum sem snúa að æstum múg með heykvíslar, útskúfun úr mannlegu samfélagi og allt það. Mér er afturámóti fokk sama um þessa nauðgara og níðinga og vil að þeir fái hvergi að þrífast, þeir mættu deyja svangir útí skafli mín vegna.
___
* Ég á ekki við að Blátt áfram eigi að fara með myndalista í skóla til að hrella lítil börn (róið ykkur), en fullorðið fólk, eins og konan sem sá á eftir Steingrími Njálssyni fara með lítinn dreng heim með sér, getur orðið til þess að gripið er inn í atburðarrás sem annars myndi enda með skelfingu.
** Mér væri reyndar að meinalausu að birt væru nöfn og myndir þeirra sem er vitað að hafa nauðgað eða níðst á börnum en ekki verið dæmdir. Karl Vignir sem stundaði stórfelld kynferðisbrot í marga áratugi, slapp með vægan dóm af því megnið af glæpum hans eru fyrndir, jafnvel þó hann hafi játað. En ég skil að forsvarsmenn síðunnar leggi ekki í það, þá væri hætt við að margir (eða mun fleiri) myndu fordæma framtakið.
Sumir þessara karla hafa lokkað til sín ókunnug börn, rænt þeim, eða kynnst þeim á netinu (í tilviki eldri barnanna) og unnið þannig trúnað þeirra en brotið á þeim síðar. Þessi síða gæti forðað einhverjum börnum frá því að lenda í klóm þeirra.* Aðrir barnaníðingar, og þeir eru fleiri, níðast á börnum sínum og stjúpbörnum eða öðrum börnum sér nákomnum, og þá má auðvitað spyrja hvort það gagnist nokkuð að birta nöfn þeirra og myndir. En á móti kemur að eftir að þeir hafa verið dæmdir (á síðunni eru bara dæmdir barnaníðingar**) eru miklar líkur á að þeir hafi ekki lengur aðgang að eigin börnum. Sumir barnaníðinganna eiga eftir að koma sér í kynni við einstæðar mæður til þess að hafa aðgang að dætrum þeirra eða sonum. Hver sú kona sem hefur kynnst svona manni og sér nafn hans á þessari síðu hefur þá a.m.k. það forskot að geta slitið sambandinu (eða ekki farið í það) áður en hann hefst handa við að eyðileggja börnin hennar. Ég myndi allavega hnippa í konu sem ég vissi að væri farin að hitta mann sem væri á þessum lista, hvort sem hún ætti börn eða ekki.
Það sem truflar mig helst er að sumir þessara manna eru nafnlausir í dómunum sem er vísað til á síðunni, vegna þess að þeir hafa níðst á fjölskyldumeðlimum (börnum, stjúpbörnum, nánum ættingjum sínum eða eiginkonunnar) og nafnleysið er ekki síst til að hlífa fórnarlambinu eða fórnarlömbunum, því um leið og nafn níðingsins er birt er ljóst hver fórnarlömbin eru. En kannski og vonandi er nafn ógeðsins komið á barnaníðingasíðuna með samþykki fórnarlambanna, það eru kannski þau sem senda inn ábendingarnar, hver veit? Annars væri auðvitað frekar svakalegt að afhjúpa þau þarna.
Svo eru það hinar röksemdirnar gegn svona nafn- og myndbirtingum, þessum sem snúa að æstum múg með heykvíslar, útskúfun úr mannlegu samfélagi og allt það. Mér er afturámóti fokk sama um þessa nauðgara og níðinga og vil að þeir fái hvergi að þrífast, þeir mættu deyja svangir útí skafli mín vegna.
___
* Ég á ekki við að Blátt áfram eigi að fara með myndalista í skóla til að hrella lítil börn (róið ykkur), en fullorðið fólk, eins og konan sem sá á eftir Steingrími Njálssyni fara með lítinn dreng heim með sér, getur orðið til þess að gripið er inn í atburðarrás sem annars myndi enda með skelfingu.
** Mér væri reyndar að meinalausu að birt væru nöfn og myndir þeirra sem er vitað að hafa nauðgað eða níðst á börnum en ekki verið dæmdir. Karl Vignir sem stundaði stórfelld kynferðisbrot í marga áratugi, slapp með vægan dóm af því megnið af glæpum hans eru fyrndir, jafnvel þó hann hafi játað. En ég skil að forsvarsmenn síðunnar leggi ekki í það, þá væri hætt við að margir (eða mun fleiri) myndu fordæma framtakið.
<< Home