Sundhöllin og upprennandi ófriður
Fyrirhuguð útisundlaug og viðbygging við Sundhöllina er í kunnuglegum byggingastíl. Hann heitir „skemmtilegt mótvægi“. Það eru reyndar bara arkitektar sem líta svo á að það sé skemmtilegt mótvægi við gamlar byggingar að klessa gjörólíkum óskapnaði upp að þeim, í huga okkar hinna er slíkur stíll kallaður „í hróplegri andstöðu við umhverfið“.
Myndin hér að ofan og sú fyrir neðan sýna verðlaunatillöguna. Um hana sagði dómnefndin: „Aðlögun að Sundhöllinni er einstaklega vel heppnuð þar sem gagnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð Sundhallarinnar.“
Líklega þykir arkitektum jafnt sem dómnefnd að mótvægið við gömlu Heilsuverndarstöðina, sem er næsta bygging hinumegin, verði líka skemmtilegt. Jafnvel bráðskemmtilegt.
Tilhugsunin um að þessum glergjörningi verði hróflað upp við Barónstíginn vekur álíka gleði og þegar alræmd skrifstofubygging, sem var troðið milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks, er barin augum.
En það virðist ekki vera nóg að hafa svona víti til að varast, áhugi arkitekta á að gera eitthvað sem fellur að umhverfi sínu virðist vera á núllpunkti.
Undantekning frá þeirri reglu er þessi gamla tillaga (um hana má lesa hér). Ef það þarf endilega að koma þarna fyrir útisundlaug (þarf endilega að setja útisundlaug þarna?) þá væri nær að nota þessa teikningu sem gerði ráð fyrir sama byggingastíl og er á Sundhöllinni.
Þetta er skásta lausnin, ef það á að annaðborð að reisa þarna fleiri mannvirki. En auðvitað kom hún ekki til greina svo efnt var til samkeppni, með ofangreindum afleiðingum.
Rétt eins Heilsuverndarstöðin er Sundhöllin friðlýst, en það dugir greinilega ekki til að hún fái að vera í friði.
___
Viðbót: Bendi á þessa bloggfærslu, þó ég sé ósammála í flestum atriðum.
Myndin hér að ofan og sú fyrir neðan sýna verðlaunatillöguna. Um hana sagði dómnefndin: „Aðlögun að Sundhöllinni er einstaklega vel heppnuð þar sem gagnsæ viðbygging myndar skemmtilegt mótvægi við þyngra yfirbragð Sundhallarinnar.“
Líklega þykir arkitektum jafnt sem dómnefnd að mótvægið við gömlu Heilsuverndarstöðina, sem er næsta bygging hinumegin, verði líka skemmtilegt. Jafnvel bráðskemmtilegt.
Tilhugsunin um að þessum glergjörningi verði hróflað upp við Barónstíginn vekur álíka gleði og þegar alræmd skrifstofubygging, sem var troðið milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks, er barin augum.
En það virðist ekki vera nóg að hafa svona víti til að varast, áhugi arkitekta á að gera eitthvað sem fellur að umhverfi sínu virðist vera á núllpunkti.
Undantekning frá þeirri reglu er þessi gamla tillaga (um hana má lesa hér). Ef það þarf endilega að koma þarna fyrir útisundlaug (þarf endilega að setja útisundlaug þarna?) þá væri nær að nota þessa teikningu sem gerði ráð fyrir sama byggingastíl og er á Sundhöllinni.
Þetta er skásta lausnin, ef það á að annaðborð að reisa þarna fleiri mannvirki. En auðvitað kom hún ekki til greina svo efnt var til samkeppni, með ofangreindum afleiðingum.
Rétt eins Heilsuverndarstöðin er Sundhöllin friðlýst, en það dugir greinilega ekki til að hún fái að vera í friði.
___
Viðbót: Bendi á þessa bloggfærslu, þó ég sé ósammála í flestum atriðum.
Efnisorð: sveitastjórnarmál
<< Home