fimmtudagur, desember 12, 2013

Kaupþingsdómur

Það ber auðvitað bara vott um yfirdrifinn hefndarþorsta að fyllast sigurgleði þegar fjárglæframennirnir og bankabófarnir í Kaupþingi eru loksins dæmdir í fangelsi. En kannski voru viðbrögð mín bara venjuleg réttlætiskennd, við feministarnir ruglum þessu tvennu gjarnan saman.

En hvað um það, þetta er gleðiefni dagsins.

Hreiðar Már Sigurðsson sætir fangelsi í 5 ár og sex mánuði, Sigurður Einarsson í 5 ára fangelsi, Ólafur Ólafsson 3 ár og 6 mánuði og Magnús Guðmundsson 3 ár. Dómarnir eru allir óskilorðsbundnir.

Sakborningar voru auk þess dæmdir til að greiða málsvarnarlaun, en þau hlaupa á tugum milljóna króna. Hreiðar Már var dæmdur til að greiða, rúmar 33 milljónir króna. Sigurður Einarsson rúmar 13 milljónir og Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson greiða tæpar 20 milljónir hver.


Al-Thani málið rakið.

Efnisorð: , , ,