Hryllilegur dauðdagi á Gaza
Um daginn sá ég hræðilegt myndband um misþyrmingar á nautgripum á Gaza undir yfirskini fórnarhátíðarinnar Eid al Adha (e. Festival of Sacrifice). Ég hlífi ykkur við að tengja beint á þann hrylling.
Ég hélt alltaf að þegar dýrum er fórnað í nafni trúarinnar þá sé farið vel með dýrin fram að dauðastundinni, þeim þakkað fyrir sitt framlag eða eitthvað svoleiðis — en nei, það er sparkað í þau, skotið í hnén á þeim, stungið í augu þeirra, þeim hrint, og veslings dýrin í stuttu máli sagt notuð til að fá útrás fyrir alla þá grimmd sem í mannskepnunni býr. Eða skulum við segja karlmönnum; það var engin kona viðstödd. Það fór ekki framhjá mér.
Það sem ég sá í þessu skelfilega myndbandi varð til þess að mér er héreftir slétt sama hvað verður um karlmenn sem búa á Gaza, þeir hafa alveg misst minn stuðning (sem hefur verið vegna yfirburða og þjósnaskapar Ísraelsstjórnar en ekki með eða á móti öðrumhvorum trúarhópnum sem slíkum). Ég segi eins og Mörður Valgarðsson héreftir: „Þeir einir munu vera, að ég hirði aldrei þó að drepist.“
Útflutningur á lifandi dýrum til annarra landa mikið hitamál í Ástralíu eftir að ítrekað hefur komið í ljós að meðferð dýranna er hræðileg. Í þessari 6,5 mínútna löngu samantekt áströlsku dýraverndarsamtakanna Animals Australia á þeim málum sem samtökin unnu með 2013 eru sýndar glefur úr myndbandinu sem ég sá.
Samantektin er sannarlega ekki þægileg en það er hollt fyrir okkur að horfa á hana, það má ekki hunsa illa meðferð á dýrum, hvar sem hún fer fram. Hvort sem það er verksmiðjubúskapur eins og sá sem tíðkast hér á landi rétt eins og í Ástralíu, eða þegar dýrum er viljandi misþyrmt.
Árni Stefán Árnason skrifar mikinn reiðilestur um dýravernd á Íslandi þar sem hann sýnir þetta myndband áströlsku dýraverndarsamtakanna. Hann segir dýraverndarmál á Íslandi í vondum málum ef ekki í vondum höndum. Mig langar ekki að taka afstöðu í innanbúðarátökum dýraverndarsamtaka, af hvaða ástæðum sem þau eru. En mér þykir nokkuð ósanngjarnt að ætlast til að allt það fólk sem hefur áhuga á dýravernd gerist vegan, eins og mér virðist Árni Stefán gera kröfu um; neyti engra dýraafurða, ekki einu sinni eggja eða osta. Það er hægt að vera kjötæta en vera á móti verksmiðjubúskap og annarri illri meðferð á dýrum. En það er samt gott að Árni Stefán sem skrifar á víðlesinn miðil vekur athygli á dýravernd, því að öll berum við — sem neytendur, kjósendur og sem dýrategund — ábyrgð á því hvernig komið er fram við varnarlaus dýr.
Ég hélt alltaf að þegar dýrum er fórnað í nafni trúarinnar þá sé farið vel með dýrin fram að dauðastundinni, þeim þakkað fyrir sitt framlag eða eitthvað svoleiðis — en nei, það er sparkað í þau, skotið í hnén á þeim, stungið í augu þeirra, þeim hrint, og veslings dýrin í stuttu máli sagt notuð til að fá útrás fyrir alla þá grimmd sem í mannskepnunni býr. Eða skulum við segja karlmönnum; það var engin kona viðstödd. Það fór ekki framhjá mér.
Það sem ég sá í þessu skelfilega myndbandi varð til þess að mér er héreftir slétt sama hvað verður um karlmenn sem búa á Gaza, þeir hafa alveg misst minn stuðning (sem hefur verið vegna yfirburða og þjósnaskapar Ísraelsstjórnar en ekki með eða á móti öðrumhvorum trúarhópnum sem slíkum). Ég segi eins og Mörður Valgarðsson héreftir: „Þeir einir munu vera, að ég hirði aldrei þó að drepist.“
Útflutningur á lifandi dýrum til annarra landa mikið hitamál í Ástralíu eftir að ítrekað hefur komið í ljós að meðferð dýranna er hræðileg. Í þessari 6,5 mínútna löngu samantekt áströlsku dýraverndarsamtakanna Animals Australia á þeim málum sem samtökin unnu með 2013 eru sýndar glefur úr myndbandinu sem ég sá.
Samantektin er sannarlega ekki þægileg en það er hollt fyrir okkur að horfa á hana, það má ekki hunsa illa meðferð á dýrum, hvar sem hún fer fram. Hvort sem það er verksmiðjubúskapur eins og sá sem tíðkast hér á landi rétt eins og í Ástralíu, eða þegar dýrum er viljandi misþyrmt.
Árni Stefán Árnason skrifar mikinn reiðilestur um dýravernd á Íslandi þar sem hann sýnir þetta myndband áströlsku dýraverndarsamtakanna. Hann segir dýraverndarmál á Íslandi í vondum málum ef ekki í vondum höndum. Mig langar ekki að taka afstöðu í innanbúðarátökum dýraverndarsamtaka, af hvaða ástæðum sem þau eru. En mér þykir nokkuð ósanngjarnt að ætlast til að allt það fólk sem hefur áhuga á dýravernd gerist vegan, eins og mér virðist Árni Stefán gera kröfu um; neyti engra dýraafurða, ekki einu sinni eggja eða osta. Það er hægt að vera kjötæta en vera á móti verksmiðjubúskap og annarri illri meðferð á dýrum. En það er samt gott að Árni Stefán sem skrifar á víðlesinn miðil vekur athygli á dýravernd, því að öll berum við — sem neytendur, kjósendur og sem dýrategund — ábyrgð á því hvernig komið er fram við varnarlaus dýr.
Efnisorð: alþjóðamál, dýravernd, karlmenn, ofbeldi, trú
<< Home