laugardagur, desember 28, 2013

Íþróttafréttamenn sem hata konur

Samtök íþróttafréttamanna hafa sýnt fávitaskap sinn í verki, enn einu sinni. Þeir gátu auðvitað ekki valið Anítu Hinriksdóttur, sem íþróttamann ársins, þó hún hafi orðið heimsmeistari, Evrópumeistari og Norðurlandameistari á árinu. Nei, þeir völdu enn einn helvítis fótboltagaurinn. Hvað er að þessum fávitum? Hvernig getur hvað-það-var-sem -hann-gerði komist í hálfkvisti við afrek Anítu?

En auðvitað kemur þetta ekki á óvart, Gísli málbein, sem oft hefur skrifað um kjör íþróttamanns ársins var búinn að segja
„rökfastir íþróttafréttamenn geta auðvitað dregið fram einhverjar röksemdir fyrir því að láta fulltrúa karlalandsliðsins fá eldhúskollinn, því liðið komst næstum á HM og í hugum einhverra hlýtur það að taka alvöru árangri fram.“

Ég þóttist líka vita að Aníta yrði sniðgengin þegar ég skrifaði þetta og þetta:
„Ég spái því að það muni heldur ekki þvælast fyrir íþróttafréttamönnum um næstu áramót að réttlæta það að velja ekki Anítu sem íþróttamann ársins, þrátt fyrir afrek hennar. Þeir munu segja að hún sé of ung, það sé ekki venja að láta neinn undir 18 ára aldri fá titilinn — og velja þess í stað karlmann sem keppt hefur í boltaíþrótt.“

En þið þarna íþróttafréttamenn: hvernig væri að koma okkur á óvart einusinni, vera ekki svona fáránlega fyrirsjáanlegir í karlrembunni, ha?

FÁVITAR.


Efnisorð: , ,