Leitið að allskonar, og þér munuð finna alltöðruvísi
Það getur verið áhugavert og stundum skemmtilegt — og stundum áhyggjuefni — að fylgjast með leitarorðunum sem eru þess valdandi að fólk ratar inn á bloggsíðuna.
Fyrir þau sem ekki vita það, þá er hægt að skoða hvort einhver lenti inni á blogginu með því að slá inn ákveðin orð í leitarvélar, tildæmis hvort einhver gúglaði „feminismi“ og fann bloggið þannig. Að auki er hægt að sjá hvaða stakar bloggfærslur hafa verið lesnar.
Vissulega hef ég skrifað pistla þar sem sum (en ekki öll!) þessi orð koma fyrir. Þeir sem leita virðast ekki endilega hafa búist við að lenda inná róttæku feministabloggi. Ég held líka að sá (eða sú) sem fyrir helgina leitaði að „umræðuefni á fyrsta stefnumóti“ hafi ekki haft þessa upptalningu í huga en datt inn á hana samt.
Vonandi var stefnumótið vel heppnað, það hefur að minnsta kosti ekki vantað umræðuefni!
Fyrir þau sem ekki vita það, þá er hægt að skoða hvort einhver lenti inni á blogginu með því að slá inn ákveðin orð í leitarvélar, tildæmis hvort einhver gúglaði „feminismi“ og fann bloggið þannig. Að auki er hægt að sjá hvaða stakar bloggfærslur hafa verið lesnar.
Vissulega hef ég skrifað pistla þar sem sum (en ekki öll!) þessi orð koma fyrir. Þeir sem leita virðast ekki endilega hafa búist við að lenda inná róttæku feministabloggi. Ég held líka að sá (eða sú) sem fyrir helgina leitaði að „umræðuefni á fyrsta stefnumóti“ hafi ekki haft þessa upptalningu í huga en datt inn á hana samt.
Vonandi var stefnumótið vel heppnað, það hefur að minnsta kosti ekki vantað umræðuefni!
Efnisorð: blogg
<< Home