Mínu atkvæði var vel varið
Katrín Jakobsdóttir er ávallt kurteis og henni er treyst best allra stjórnmálamanna. Það og afstaða hennar til stjórnmála og samfélags, sem endurspeglast í orðum hennar í eldhúsdagsumræðum í kvöld, er ástæða þess að ég kaus hana í síðustu kosningum.
„Katrín sagði ríkisstjórnina hafa fallið á réttlætisprófinu og sagði það ekki tæknilega spurningu hvernig ákveðið væri að fjármagna samfélagið - það væri siðferðileg og pólitísk spurning. Það væri réttlátt að deila byrðunum.“Og
„Hún sagði að í allri stjórnmálaumræðu væri mikilvægt að réttlætissjónarmið væru höfð að leiðarljósi. Í hennar huga væri réttlæti ekki pólitísk klisja sem hafi dáið á síðustu öld - réttlætið væri eina leiðin til að lifa af á nýrri öld.“
Efnisorð: pólitík
<< Home