Leggjum allstaðar en búum hvergi
Það er óþolandi að Framsóknarflokkurinn hafi náð að hertaka kosningabaráttuna. Þó auðvitað þurfi að ræða kosningaútspil Framsóknar þá er óþarfi af fjölmiðlunum að velta sér endalaust uppúr því (enda þótt það þýði fleiri smelli á hverja síðu Vísis og DV) hvað þá þegar fjölmiðlar sinna ekki öðrum málum eða framboðum. Þorleifur Gunnlaugsson heldur því fram að Dögun og Alþýðufylkingin hafi ekki fengið neina umfjöllun í Fréttablaðinu, og bendir á að „afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga“. Það má til sanns vegar færa. Ég var hreinlega búin að gleyma að Alþýðufylkingin byði fram, Dögun mundi ég betur eftir enda sagði DV mér að skoðanir mínar færu best með VG og Dögun. Pírötum á ég þó enga samleið með, fremur en venjulega.
Fimm dögum fyrir kosningar eða þar um bil opnuðu Píratar nýjan vef til að auglýsa framboð sitt, framað því hafði vefur „flokksins sem hefur sett internetið á oddinn í sinni baráttu“ valdið vonbrigðum. Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata er í 6. sæti framboðsins í Reykjavík og er jafnframt kosningastjóri (ásamt Svani Kristjánssyni). Hún bregst við gagnrýninni með því að segja:
Skrifstofustjórinn er reyndar ekki í framboði en einn frambjóðandi pírata, Þórlaug Ágústsdóttur sem er í 3. sæti á framboðslista í Reykjavík, virðist einmitt í herferð gegn starfsmönnum borgarinnar. Hún hefur skrifað tvær bloggfærslur gegn Bílastæðasjóði sem hafði gerst svo djarfur að sekta bíl vinar hennar en sá hafði lagt í stæði ætlað skólabílum. Sumt fólk má auðvitað leggja allstaðar og þó sum framboð í Reykjavík leggi áherslu á að fólk á bílum eigi ekki endilega að eiga allan forgang allstaðar og að hvert bílastæði sé dýrt, lítur þessi frambjóðandi Pírata svo á að hún og hennar vinir megi ekki bara leggja þar sem þeim sýnist heldur þurfi ekki að borga einsog aðrir þó Bílastæðasjóður krefjist þess (kostur að eiga marga bíla svo það muni ekki um að missa einn meðan í málastappi stendur). Ég finn sterka hvöt hjá mér til að kjósa fólk í borgarstjórn sem fer í stríð við stofnanir borgarinnar, hvað þá af svona góðri ástæðu, ég held að það hljóti að vera ákkúrat þannig fólk sem á að stjórna borginni.
„Fréttaefni að við séum með lélega vefsíðu og að skrifstofustjórinn okkar í Reykjavík hafi setið af sér dóm. Þegar maður setur markið hátt er allt sem telst ekki uppfylla væntingar fréttnæmt.“Mér sýndist reyndar að þeir sem skrifuðu athugasemdir við fréttir DV um feril skrifstofustjórans (sem stundum er sagður umboðsmaður Pírata) væru bara ánægðir með hann, þrátt fyrir ofbeldisbrot og óvenjulega hústöku. Þeim, og væntanlegum kjósendum Pírata, finnst kannski innbrot og skemmdir á Ráðherrabústaðnum vera eins og hver önnur hústaka (en þá er yfirleitt verið að leggja undir sig niðurnídd og yfirgefin hús, ekki sögufræg og vel viðhaldin hús sem fjölmargir borgarbúar eru stoltir af) og hótanirnar gagnvart starfsfólki Vinnumálastofnunar sýna virðingu fyrir vinnu opinberra starfsmanna.
Hvorki eru það þó starfsmaður framboðsins eða frambjóðandinn sem mér finnst skemma mest fyrir Pírötum. Ástæðunnar er að leita á vefsíðu framboðsins (og er þá bæði miðað við gömlu síðuna og þá nýju). Og þegar ég segi leita, þá meina ég: prófiði að leita að stefnu Pírata í húsnæðismálum. Hún finnst ekki.
Í heilsíðuúttekt Fréttablaðsins á húsnæðismálum höfuðborgarinnar kom fram að „Píratar hafa ekki gefið sér tíma til að móta heildstæða stefnu í málaflokknum“.
Þetta er eitt helsta kosningamál allra hinna flokkanna, húsnæðisskorturinn, leigumarkaðurinn, á borgin að byggja og leigja út íbúðir eða láta verktaka um það, á að lækka lóðagjöld, þétta byggð og þá hvar og hvernig? Þetta eru mál sem skipta fjölmarga borgarbúa gríðarlega miklu máli.
En þetta er bara of erfitt umhugsunarefni. Og tímafrekt.
Fyrir alþingiskosningarnar síðustu var kallað eftir jafnréttisstefnu Pírata, hana settu þeir ekki fram fyrr en eftir kosningar. Hún kom reyndar svo seint fram og fór svo hljótt að stuðningsmenn þeirra urðu hennar ekki varir fyrr en löngu síðar og ráku þá upp ramakvein. Þá hrukku Píratar í kút og buðust til að draga jafnréttisstefnuna til baka eða eins og það er kallað: „lýstu yfir einlægum vilja til stöðugrar endurskoðunar“.
Ætli það fari eins fyrir húsnæðisstefnu Pírata — þegar þeir gefa sér loksins tíma í að setja hana fram?
Í heilsíðuúttekt Fréttablaðsins á húsnæðismálum höfuðborgarinnar kom fram að „Píratar hafa ekki gefið sér tíma til að móta heildstæða stefnu í málaflokknum“.
Þetta er eitt helsta kosningamál allra hinna flokkanna, húsnæðisskorturinn, leigumarkaðurinn, á borgin að byggja og leigja út íbúðir eða láta verktaka um það, á að lækka lóðagjöld, þétta byggð og þá hvar og hvernig? Þetta eru mál sem skipta fjölmarga borgarbúa gríðarlega miklu máli.
En þetta er bara of erfitt umhugsunarefni. Og tímafrekt.
Fyrir alþingiskosningarnar síðustu var kallað eftir jafnréttisstefnu Pírata, hana settu þeir ekki fram fyrr en eftir kosningar. Hún kom reyndar svo seint fram og fór svo hljótt að stuðningsmenn þeirra urðu hennar ekki varir fyrr en löngu síðar og ráku þá upp ramakvein. Þá hrukku Píratar í kút og buðust til að draga jafnréttisstefnuna til baka eða eins og það er kallað: „lýstu yfir einlægum vilja til stöðugrar endurskoðunar“.
Ætli það fari eins fyrir húsnæðisstefnu Pírata — þegar þeir gefa sér loksins tíma í að setja hana fram?
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, pólitík, sveitastjórnarmál
<< Home