laugardagur, júlí 12, 2014

Með kveðju, hundraðkallinn


Hvað er hann líka að rífa kjaft, er hann ekki löngu dauður?










Til nánari skýringar.
1. Sturlað Reykjavíkurbréf ritstj. Morgunblaðsins (birt hjá DV) þar sem umboðsmaður alþingis er sakaður um bréfaskriftir sem hann ber enga sök á en alnafni hans (eða einhver sem skrifar undir nafninu Tryggvi Gunnarsson) hefur skrifað.

2. Bréf Tryggva Gunnarssonar (birt í frétt RÚV.is) sem ritstj. vill meina að hafi verið stungið undir stól til að verja umboðsmann alþingis (hann væri „friðhelgur“) vegna þess að hann var nefndarmaður í Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008, hvar núverandi ritstj. Morgunblaðins, vinir hans og flokksfélagar fengu ekki háa einkunn.



Efnisorð: , , ,