Gleðiganga múmínálfanna
Í dag eru hundrað ár síðan finnlandssænska myndlistarkonan og rithöfundurinn Tove Jansson fæddist í Helsinki. Hún lést 2001 og hafði þá skrifað tugi bóka, þaraf eru bækurnar um múmínálfana kunnastar en einnig skrifaði hún bækur fyrir fullorðna.
Hundrað ára afmælið ber uppá sama dag og gleðigönguna, sem er viðeigandi enda átti Tove „bæði í ástarsamböndum við konur og karla. Eftir þrítugt fór hún að prófa sig áfram á því svæði sem hún kallaði „spöksidan“, eða draugasvæðið og síðar flutti hún sig reyndar alfarið yfir á það svæði og bjó í áratugi með konu.“
Ég get ekki einu sinni logið að sjálfri mér að það sé frumlegt hjá mér að nefna gleðigöngu í sambandi við Tove; í fyrra birti Þórdís Gísladóttir, sem hefur verið kvenna ötulust í greiningu á múmíndalalífi, grein á vefritinu Druslubækur og doðrantar sem heitir „Litbrigði ástarinnar: Um samkynhneigð í heimi múmínálfana“ í tilefni hinsegin daga.
Ég nýti mér augljóslega það sem Þórdís hefur skrifað (allur fróðleikur og tilvitnanir hér eru í hana) en reyni ekki sjálf að leggjast í djúpar pælingar um múmínálfana, enda þótt gaman væri að skoða fjölbreytileika í Múmíndal. Mæli hinsvegar með því að fólk lesi allt sem skrifað hefur verið um múmínálfana á Druslubókablogginu, þar sem einnig er vísað á greinar í tímaritinu Börn og menning, nú eða á Múrnum þar sem Stefán Pálsson tiltók uppáhalds múmínálfana sína. Svo mæli ég auðvitað með því að fólk fari í gleðigönguna ef það ætlar ekki að sitja heima að lesa múmínálfabækurnar sínar. En svo má auðvitað lesa þær þegar heim er komið.
Hundrað ára afmælið ber uppá sama dag og gleðigönguna, sem er viðeigandi enda átti Tove „bæði í ástarsamböndum við konur og karla. Eftir þrítugt fór hún að prófa sig áfram á því svæði sem hún kallaði „spöksidan“, eða draugasvæðið og síðar flutti hún sig reyndar alfarið yfir á það svæði og bjó í áratugi með konu.“
Ég get ekki einu sinni logið að sjálfri mér að það sé frumlegt hjá mér að nefna gleðigöngu í sambandi við Tove; í fyrra birti Þórdís Gísladóttir, sem hefur verið kvenna ötulust í greiningu á múmíndalalífi, grein á vefritinu Druslubækur og doðrantar sem heitir „Litbrigði ástarinnar: Um samkynhneigð í heimi múmínálfana“ í tilefni hinsegin daga.
Ég nýti mér augljóslega það sem Þórdís hefur skrifað (allur fróðleikur og tilvitnanir hér eru í hana) en reyni ekki sjálf að leggjast í djúpar pælingar um múmínálfana, enda þótt gaman væri að skoða fjölbreytileika í Múmíndal. Mæli hinsvegar með því að fólk lesi allt sem skrifað hefur verið um múmínálfana á Druslubókablogginu, þar sem einnig er vísað á greinar í tímaritinu Börn og menning, nú eða á Múrnum þar sem Stefán Pálsson tiltók uppáhalds múmínálfana sína. Svo mæli ég auðvitað með því að fólk fari í gleðigönguna ef það ætlar ekki að sitja heima að lesa múmínálfabækurnar sínar. En svo má auðvitað lesa þær þegar heim er komið.
Efnisorð: frjálsar ástir, menning
<< Home