Skálkaskjól
Ég er enn með óbragð yfir ráðningu Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar. Það er undarlegt hvað mörgum pólitíkusum finnst eðlilegt að verði sendiherrar þótt almenningur hvæsi í hvert sinn sem þeir eru skipaðir. En þó stjórn Jóhönnu og Steingríms hafi alveg getað stillt sig um að veita starfsfélögum sínum sendiherrastöðu þá hafa núverandi stjórvöld rifjað upp gamla takta með ráðningu Geirs og Árna. Reyndar er þetta sérkennilegt par, annar var nýlega dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur eftir að hafa siglt þjóðarskútunni í strand, einsog það er oft orðað, og mörgum þykir hann af þeim sökum ekki eiga rétt á neinum vegtyllum. Hinn er maður á miðjum starfsaldri og ætti ekki að þurfa neinn slíkan starfslokasamning, er að auki úr Vinstri grænum og þessvegna er andskotanum erfiðara fyrir Vinstri græn og aðra stjórnarandstæðinga að gagnrýna ráðningu Geirs. Enda mun flokksforusta VG vera verulega ósátt við þetta mál, einsog sjá má á pistli Björns Vals varaformanns.
Það er furðulegt að Árni skuli hafa látið hafa sig útí að taka þátt í þessu, enn verra ef hann var svo ólmur í stöðuna að hann skeytti engu um hvernig til hennar var stofnað. Því auðvitað er þetta plott hjá núverandi stjórn: Árni var ekkert ráðinn óvart um leið og Geir. Einhverntímann komst ég að því að ég ætti 88% samleið með Árna Þór, en ég vissi þá ekki í hverju hin 12% væru fólgin.
Það er furðulegt að Árni skuli hafa látið hafa sig útí að taka þátt í þessu, enn verra ef hann var svo ólmur í stöðuna að hann skeytti engu um hvernig til hennar var stofnað. Því auðvitað er þetta plott hjá núverandi stjórn: Árni var ekkert ráðinn óvart um leið og Geir. Einhverntímann komst ég að því að ég ætti 88% samleið með Árna Þór, en ég vissi þá ekki í hverju hin 12% væru fólgin.
<< Home